Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 11
11 Þar sem hinn heiðraði greinarhöf. talar um það, að varasamt sje að nota gamlar ræður, þá tilgreinir hann glöggar og góðar ástæður fyrir því. En sjerhver góðúr prestur, er einhverra orsaka vegna notar gamla ræðu, gætir jafnan þeirrar varúðar, að hún eigi við. Sumar ræður eru þannig lagaðar, að þær geta svo að segja allt- af átt við, eins og flestar ræður í postillum vorum. En opt getur svo á staðið, að breyta þurfl til með ýmislegt; og það er meira en meðalklaufi, sem ekki heflr vit á því, og allt of kærulitill prestur, sem ekki tekur slíkt til greina. Það mun og vera sjaldgæft, að prestar noti gamlar ræður alveg óbreyttar. Sjeu breytingarnar miklar, eru ræðurn- ar víst venjulega samdar upp aptur; sjeu þær aptur litl- ar, munu prestargeta flutt þær »upp úr sjer«, þó að þeir ekki geti flutt svo heilar ræður. Það er alveg rjett hjá höf., þar sem hann segir, að »ræðan þurfi að eiga við tilheyrendurna á þeim tíma, sem húnerflutt«, og að presturinu þurfl að »slá á hina spenntu strengi í sálum tilheyrendanna«; en við þetta þyrfti þó að bæta: »að svo miklu leyti sem unnt er«; því að það segir sig sjálft, að þar sem margir eru saman komnir, þar hljóta hugir manna að vera með mörgu móti. Bæði eru menn misjafnir að hugarfari og skaplyndi, — svo er margt sinnið sem skinnið — og misjafnlega fyrirkallaðir. Það getur legið vel á sumum, en sumir verið sorgbitnir. Það er því næstum ómögulegt fyrir prjedikarann að hafa jöfn áhrif á alla, nema því að eins að hann tali mjög almenns efnis; en slíkar ræður eru opt áhrifaminni en þær, scm snúa sjer að einhverju sjerstöku. Það verður að fara eptir álitum prestsins, með hverju hann hyggst að gjöra mest gagn í það skiptið; en það getur hann eins fyrir það, þó að hann hafl blöð. En það má allt af búast við því, að áhrifin verði misjöfn á hina ýmsu tilheyrendur. Það er vitaskuld, að þó að kirkjugangan eigi ekki að vera nein skemmtiför, þá verður þó presturinn að reyna að sjá við því, að tilheyrendunum ekki leiðist, því sje svo, verður lítið úr áhrifunum. En slíkt verður varla, ef prest- urinn talar frá hjartanu og til hjartans, og ber vel frara, hvert sem efnið er að öðru leyti. Hvernig »strengirnir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.