Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 9
9 ræður; að prjedikunin þurfi að eiga sera mest við tilflnn- ingar tilheyrendanna á þeirri stund, sera hún er flutt; oð framburður prjedikarans þurfi að vera cðlilegur og samsvara efninu o. fl. Þetta er allt hverju orði sannara. En annað mál er það, livort það verður rneð rökura sagt, að prestar aimennt ekki fylgi þeim góðu reglum, sem hjer eru teknar fram. Jeg er ekki svo kunnugur að jeg geti fullyrt neitt um það, að hve miklu leyti prestar aimennt fylgja þeim. En hitt þykist jeg vita, að þeir þekkja þær ailir, og jeg efast ekki um, að þeir fari eptir þeim meira eða minna, að svo miklu leyti sem þeim er það eiginlegt og hver eitin þeirra hefir hæflleika tii. Með þessu erþó engan veginn sagt, að hjer sje ekkert að; og allir þurfum vjer prest- arnir að gjalda varhuga við því, að oss verði ekki með rjettu kennt um neitt það, er aflaga fer í safnaðarlífinu. Það er svo sem sjálfsagt, að prjedikunaraðferð vor prestanna þarf eins og hvað annað að fylgja tímanum, ekki hverjum aldaranda sem er, heldur eðlilegum kröf- um timans. Til þess þarf ýmislegt, sem ckki verður í fljótu bragði upp talið. Svo er að sjá sem hinn heiðraði liöf. álíti blaðalausa prjedikun eitt höfuðatriði i þessu til- liti. En slíkt er þó naumast alls kostar rjett, þvi að blaðalaus prjedikun heyrir ekki fremur til einum tíma en öðrum. Það er annars undarlega mikil áherzia, sem hann leggur á þetta atriði. Að hans hyggju á blaðaprjedikunin mikinn þátt í hnignun kirkjurækninnar og hins kirkju- lega lífs nú á tímum. A hverju byggir hann þessa skoð- un sína? Það er þó varla á því, að á 18. öld voru kirkjur betur sóttar en nú, en þá prjedikuðu prestar al- mennt blaðalaust. Já, þá prjedikuðu þeir blaðalaust, en prjedikuðu svo sumir hverjir, að biskup varð að skipa þeim að prjedika af blöðum. Það er og aðgætandi, að sú gáfa er ekki öllum gefin að halda langar ræður upp úr sjer, svo vel sje, enda þótt þeir hafl nokkuð hugsað þær áður. Það er víst varla nema örfáir, sem eru færir um það, svo vel fari. Það er því ósanngjarnt, að heimta það af hverjum einum. Það er kunnugt, að margir prestar í öðrum löndum hafa lítið um blöð í stólnum; en allflestir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.