Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 14
u alstaðar með rjettri álierzlu og þeim hljómblæ, seín sam- svarar efninu. Eitt er það í þessari grein, sem annars er margt gott í, er mjer flnnst ekki til um. Það er þar sem höf. segir nálægt niðurlaginu: »Vjer þurfum ekki að sökkva oss niður í fornöldina, eða fálma fyrir oss í huldum heimum, til að finna dýrð Gruðs«. Þetta er satt, eins og orðin hljóða; en mjer finnst liggja eitthvað meira í því, ein- hverjar dylgjur, sem eiga ekki við. Það skyldi ekki liggja í því, að vjer þurfum ekki heilagrar ritningar með, ekki kristindómsins, ekki yfirnáttúrlegrar opinberunar; náttúr- an nægi oss? Sumir hafa að minnsta kosti skilið þetta þannig, og það sýnist liggja nærri. Skyldi þetta vera að- al-hugsunin í orðunum: »Burt með hina gömlu prjedik- unaraðferð?« Sje svo, þá er það fjarstæða. Það er reynd- ar víst, að náttúran er líka guðleg bók á sinn hátt, sem hefir mörg fögur blöð og merkileg og margar greinar ágætar, sem vert er að minnast og gefa tilefni til þýðing- armikilla hugleiðinga; enda geta það varla heitið góðir kennimenn, sem aldrei gjöra dásemdir Guðs í náttúrunni að umtalsefni, að minnsta kosti við og við, þegar svo ber undir, einkum þegar einhver sjerstök ástæða er til þess. En fyrir það væri öldungis ófært, að prjedika sífellt út af veðrinu eða þess konar, og yfir leitt að láta hugleiðingar um hina ytri náttúru kringum oss rýraa burtu hugsun- inni um guðlega forsjón, um frelsarann og verk hans, um synd og náð, um kristilegt hugarfar og líferni, um kross og mótlætingar, um dauðann og eilífðina og annað, er beinlínis lýtur að andlegum efnum; því að náttúran bendir oss að eins á eiginlegleika Guðs suma hverja, en fræðir oss að öðru leyti alls ekkert um hitt annað, sem vjer þó þurfum að vita eða trúa oss til leiðbeiningar, huggunar, betrunar og sáluhjálpar. En þetta gjörir Guðsorð; þetta gjörir hin gamla bók: heilög ritning. Það er því ekki þýðingarlaust fyrir oss, að »sökkva oss niður í fornöld- ina« og »leita fyrir oss í huldum heimum«. Til þess að verða varir við dýrð Guðs, þarf þess raunar ekki. Vjer verðum hennar varir í náttúrunni, þótt ekki sje nema að litlu leyti í samanburði við það, sem vjer ímyndum oss.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.