Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 13
93 mn Tobías niður á kot, sem hann átti úti í Kefirði, með ölium tilheyrandi »klausum og formúlum« fyrir eptirlifandi ekkju með tilheyrandi rjettindum. Hreppstjórinn hleypti nokkuð öðruvísi brúnum ári seinna, þegar hann um haustið kom út i Skerið og fann Tobías og Mörtu Malvínu með tvo unga í hreiðrinu. Þá var nú svo sem engrar vægðar von, ekki um annað að tala en skilja þau. Hreppstjórinn ógnaði með lagasverðinu brugðnu og biturlegu; skipaði Mörtu Malvínu heim til föður síns, sæfinnsins, sem bjó yfir í Seyðisfirði. Þar hafði Tobías áður talið sjer heirn- ili, allt þangað til hreppstjórinn skaut honum undir þakskeggið þarna á Skeri. Þangað hafði Tobías gaufað bæði í illu veðri og góðu, þó það væri margra mílna vegur og yfir fjall að fara. Þang- að hafði hugurinn dregið hann, allt frá þeirri stundu sem hann sá Mörtu Malvínu fyrst, einusinni þegar hann var á selaveiðum. En Tobías setti hart á móti hörðu; fór til meðhjálparans og bað um lýsingar, hjónavígslu og skírn, — allt i einni svipan. Presturinn hlaut að gera hvorttveggja að »pússa« og skíra og hringjarinn að segja já og amen; hann gat ekki annað, þó hann væri einn af hreppsnefndarmönnunum. Klerkurinn talaði mest um lausung og fátækt í vígsluræðunni — og Marta Malvína grjet; raunar skildi hún ræðuna ekki til fulls; henni fannst bara, að það væri svo einstaklega sælt og gleðilegt að vera reglulega gipt, og að eiga tvo drengi, sem hjetu Jóhann og Anrjes, nöfnin voru svo áreiðanlega viss og rjett á þeim; var ekki slett eins lauslega á þá eins og á hundinn eða grísinn. Nýgiptu hjónin reru heimleiðis; drengirnir lágu í skutnum með hagldabrauðsdúsurnar í munninum, og Marta Malvína var svo glöð og ánægð með sjálfa sig, að hún gat ekki stillt sig um að segja um leið og hún leit til drengjanna. »Hvað áttu annars mörg börn með konunni þinni Tobías?« En þau komust nú samt að raun um, að það varð þeim eng- inn auðnuvegur, að reka hreppstjórann í vörðurnar. Þau fengu að kenna á því bæði með húsaleiguna og gjöldin, og hefði »hrepps- kassinn« ekki verið — — það var ekki fráleitt að hann hjeldi ofurlítið í hemilinn á hreppstjóranum, eins og hann veigraði sjer við að steypa Tobíasi á höfuðið í hann. Skýin grúfðu sífellt í dimmviðrisbólstrum yfir höfðinu á Tobíasi, veðrið breytti sjer að vísu nokkuð til, en það var samt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.