Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 24

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 24
104 um er leiðast; því um leið og þeir rjettu bátinn við, kom það í ljós að blöðrurnar höfðu haldið honum á floti. Grísinn var al- heill og rýtti í sífellu; hann hafði í dauðans fáti farið svo langt sem hann gat, hniprað sig upp í kjalsogið og haft þar ofurlítið af lopti. Tobías virtist líka, þar sem hann reið yfir kjölinn, að ein- hver rymdi og styndi fyrir neðan sig. Það fyrsta sem þeir gerðu var, að sprengja allar blöðrurnar, það kom hár hvellur um leið og þær sprungu undir árahlummun- um. Utanbúðarmaðurinn, sem átti að ábyrgjast rnjelið, og nú varð að leita þess við grunn niðri, sagði við Tobías að skilnaði, að þó hann aldrei gæti skrúfað verðið út úr honum, þá skyldi hann þó fullkomlega fá tiltækið borgað; hann skyldi klaga hann fyrir hrepp- stjóranum, svo hann fengi makleg málagjöld; það væri ekki víst, að honum yrði kápan úr því klæðinu að sleppa, hvaða óþokka- brögð sem hann hefði í frammi, þremilsins húðarselurinn! Tírninn fetaði jafnt og stöðugt áfram, og Tobías þokaðist alla- jafna aptur á bak. A endanum varð hann þó að lækka seglin! . . . Það var spauglaust að eiga við kaupmanninn þann daginn; — hann var ekki á því að líða neina sníkjugesti nje óráðvanda menn í búðinni sinni; og Tobías var þó svo fífldjarfur að ánast þar inn með kerlinguna og alla krakkana þeirra. »Ef þú ekki snautar strax burt með allt hyskið þitt, skaltu sannarlega eiga mig á fæti, þorparinn þinn! Ut með þig á augna lifandi bili!« Hann ætlaði nú bara að biðja hann, að hjálpa svo lítið upp á sig, — hann var bæði bjargarlaus og . . . — »Og svo ætlarðu að setjast að hjerna við búðarborðið með allt hyskið? Með þvi móti gæti jeg fengið hálfa sveitina ofan á mig. Þú heldur ef til vill að það sje eitthvað ætilegt í skúffun- um og þú manst líka eptir mjelpokanum á loptinu, húðarselur- inn þinn. Ef þú ferð ekki út samstundis, þá —« »Jeg er nú húsnæðislaus líka.« »Það kemur mjer ekkert við, — farðu til þess, sem fleygði þjer út; hann sjer þjer fyrir húsnæðinu, sem þú vannst fyrir með mjelpokanum.« »O -—- þjófapakkiðl Er ekki strákurinn kominn i harðfiskinn!«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.