Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 2
50 SKÓLABLAÐIÐ synleg, og er beinasti vegurinn til þess að kenna bðrnum að hugsa. Frumvarpið krefst þess ekki, að alþýðumenn verði »sendi- bréfsfœriri, scm kallað er. Skriftarnámið er þá fiestum óþarft, dauð kunnátta, og reyndar lestrarnámið slíkt hið sama. Hve margir menn og konur eru ekki til á landinu, sem aldrei líta í bók af því að jafnvel auðvelt lesmál er of erfitt viðfangsefnt fyrir huga, sem er óæfður í því að hugsa, og sem aldrei snerta á penna, þó að þeir hafi lært að að skrifa, — nema þá til að skrifa nafnið sitt — af því að svo var skilið við kenslu þeirra í móðurmáli, að þeir höfðu ekki fengið æfingu í að setja skrif- lega fram hugsanir st'uar, aðeins kent að skrifa eftir forskriftunii eða »eftir heyrn«, þ. e. a. s. annara orð. Kristin fræði, þau er áskilin eru til fermíngar, eiga 12 ára börn að hafa numið. Þessi krafa virðist óhæfileg hvernig sem á er litið. Skilningsþroski barna á þeim aldri er alt of lítill tií þess að heimta þetta. Trúarlærdómarnir og siðalærdómarnir eru full erfiðir fyrir 14 ára börn. Og hvað þýðir það að láta svo 2 ár líða til fermingar? Hví þá ekki ferma bömin 12áia? Það gæti komíð nokkurn veginn heim við þá athugasemd við frumv. þetta. að þá sé ætlast til að börnin taki til að stunda það. er þau ætla sér að hafa sér að atvinnu í lífimi, smátt eða stórt, líkamlega vinnu, eða andlega,« — 12 ára börn að vefja sér lífsstarf og stöðu! 2. gr. Skyldunáminu er lokið við 12 ára aldur. En þá gerir 2. gr. frumvarpsins ráð fyrir frekara námi í ungipennaskól- um fyrir þá, er þess óska. Þéir Skólar eru ætiaðir nemendum frá 12 ára aldri og alt að 18 ára. Námsgreinar hinar sömu og- með gildandi fræðslulögum er heimtað að 14 ára böm haft numið; kröfurnar í náttúrufræði og landafræði lítið eitt meiri, ef til vill; en þó engan veginn meiri en fögin frá 1907 gera til 14 ára unglinga, er sótt geta fásta Skóla. Éngu því viðbætt nám 14 ára barna nema Iítilsháttar h'kamsæfingum. Ungmennaskólar þessir taka því núverandi barnaskólurn í engu fram að því er nám snertir, en mundu hafa einn óþægi- legan ókost umfram þá, nefnilega þann, að nemendur þeirra mundu verða á miklu meira mismunandi aldri. Það þarf ekkí mjög mikinti kunnugleika til skólavinnu til þess að geta sk lið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.