Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 57 y Oróaseg’gir. Allir kannast við, að til eru börn, sem eru svo óróleg og ókyr, bæði á heimilunum, og í skólum, að þeim verður lítið úr vinnu sjálr'um, og tefja fyrir vinnu annara. Þau eru hrekkjótt, og virðast hafa gaman af að gera öðrum ilt í skapi. Þessi börn eru einatt talin »slœm börn«, og þaú eru oft hirt á ýmsan hátt *til að betra þau«. En' þau betrast ekki. Lofa öllu fögru, en geta ekki við ráðið. Foreldrar og kennarar ættu að reyna að fara aðrar leiðir, taka til annara ráða. Áður en farið er að hirta og hegna, ættu foreldrarnir og kennararnir að athuga það, að í þessum barnabrekum þarf ekk- ert að vera ilt, ekkert hegningarvert. Þessir snáðar eru venju- lega fjörugir og brenna í skínninu af löngun til framkvæi da. Galdurinn er þá allur sá, að veita starfsþránni hæfilegt viðfangs- efni. Það er betra en hirting. Barn, sem fær að svala óróa- og ókyrðarlöngun sinni með hæfilegu starfi, hættir að vera óróa- seggur og lærir að brúka timann vel. Sælir eru þeir foreldrar og þeir kennarar, sem hefur Iánast að breyta óróa, ókyrð, hrekkj- um og strákapörum í iðjusemi og þarflega vinnu. Svo segir einn kennarinn frá: I skólanum hjá mér var drengur, sem aldrei gat verið kyr, o^ einatt kom illu af stað. Eg talaði við hann og spurði hann meðal annars, af hverju kæmi þessi órói í honum. »Æ, það get eg ekki sagt yður; mér finst stundum eins og eg ætli að springa sundur; eg get ekki verið kyr«. — »Þú sér þarna tré niður með veginum«, sagði kennarinn. »Þegar þér finst þú »ætla að springa«, þá gefðu mér bendingu með fingrinum. Eg skal kannast við hana. Hlauptu svo niður að trénu og snertu það snöggvast; hlauptu svo heim að skólanum, og í sætið þitt.« Næsta dag varð ókyrð talsverð í kenslustofunni. Kennarinn sér að drengurinn réttir upp fingurinn. Hann gefur drengnum til kynna með höfuðhneigingu, að hann megi fara út. Drengurinn fór út, hljóp sem fætur toguðu niður að trénu, snerti það, og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.