Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 51 að 12 ára börn eiga enga samleið með 18 ára fólki. Ung- mennaskólahaldið verður því erfitt, og arðlítið eftir því fyrir- komulagi sem frumv. genr ráð fyrir. 3.-7. gr. Sérhvert bæjarfélag á að vera hvorttveggja í senn: barnafrcedslahérað og angniennafrœðslaliérað (3. og 4. gr.). Nú eru í öllum bæjarfélögum barnaskólar, er kenna alt það er 2. gr. heimtar að ungmennaskólar kenni. Þessa skóla verður því að nefna ungmennaskóla samkvæmt frv. (7. gr.) í þá ganga 7 til 14 ára börn. Samkvæmt 5, gr. virðist ekki auðið að ikomast hjá því, að tvær fræðslunefndir stýri þessum skólum hverjum fyrir sig: 5 manna barnafrœðslanefnd og 5 manna ungmennafncðslunefnd, og tilnefnir landstjórnin 2 ( barnafræðslu- nefnd, en 3 í ungmennafræðslunefnd. Barnafræðslunefndin á þá víst að stýra skölanum að þvf feyti, sem í hann ganga 12 ára börn og yngri, en ungmenna- fræðslunefndin að því leyti sem i hann ganga eldri börn en 12 ára. Ögjörlegt er að skifta t. d. barnaskóla Reykjavíkur bæjar milli nefndanna eftir bekkjum, því að í neðri bekkjum skólans er þó nokkuð af börnum, sem eru eldri en 12 ára, og heyra því undir stjórn ungmennafræðslun fndarinnar, og í efri bekkj- um skólans koma fyrir yngri börn en 12 ára, og heyra því auðvitað undir stjóru barnafræðslunefndarinnar. Samhentir mega þessir 10 nefndar.nenna vera og samvinnuþýðari en alment gerist, ef þessi skólastjórn á að ganga vel. Ef til vill' mætti óttast að úlfúð kvnni að rísa milli nefndann út af kaupinu, sem trumv. ædar þeim; þvi virðist svo misjafnt skift: barnafræðslunefnd c. 550 kr. á ári, en ungmennafræðslunefndin aðeins 150 kr. En það verða 700 kr. fyrir bæjarsjóð Reykja- víkur að borga. (Sbr. 10. gr.) 8. og 9. gr. eru n/n prðf. Kynlegt er það, að í 8. gr. er alt í einu farið að skrafa um barnaskðla, sem annars verða hvergi til eftir þessu frumvarpi. Það er því erfitt að sjá, hver þessi »barnaskólapróf« eiga að vera. Hvert barn, sem »stenst próf«, á heimting á prófskírteini; en ekkert stendur uin það, ihvað til-þess heyrir að »standast próf«, Ef prófskylt barn kemur ekki til prófs, sætir sá maður sekt- um, kem barnið hefur til framfærslu. Ekkert stendur um það,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.