Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 53 en að heimilin, eða aðstandendur barnanna, eigi að öllu leyti að standa straum af skyldanáminu, eða fræðslu barnanna til 12 ára aldurs; kostnaðinn við þetta nám má leggja út úr sveit- arsjóði eða bæjar; en síðan má taka hann lögtaki. (Sbr. 6. gr.) Samt sem áður eru í fjárlögunum (14. gr. B. VIII. b. 1) veittar 15000 kr. til farkenslu. »Farkensla« er annars hvergi nefnd í »frv. til I. um fræðslu æskulýðsins«, og er því varla ólíklega ti! getið að gleymst hafi að strika þennan lið út af núgildandi fjárlögum. Væri hið nýja fræðslufrumvarp samþykt, og staðfest, og lögin frá 1907 numin úr gildi, er sýnilega óheimilt að borga þessar 15000 kr. út til nokkurs skapaðs hlutar. Ungmennaskðlunum eru ætlaðar 20000 kr. Landsjóður á samkv. frumv. stjórnarinnar um fræðslu æskulýðsins að greiða Vs af reksturskostnaði þeirra barnaskóla, sem uú eru til, móti 2/s úr sýslusjóði, eða bæjarsjóði, eins og áður er sagt (sbr. 7. gr.). En svo á landsjóður og að greiða */s kostnaðar við ung- mennaskóla þá, sem samkv. frv. verða stofnaðir í ungmenua- fræðsluhéruðunum, að minsta kosti I skóla í hverri sýslu (sbr. 4. gr.). ■ • En hvað hrökkva þá þessar áætluðu 20000 kr.? 2. athugasemd við fjárlagafrv. segir, að þessi upphæð sé sett »aðallega eftir ágiskun«. Það er sennilegt; ‘.n viltur er sá, sem geta skal. Hér þurfti nú reyndar enga ágiskun að því er snertir þá barnaskóla, sem »upp eru koinnir«, og eftirleiðis er ætlast til að heiti »ungmennaskólar«. Til að fullnægja þeirra þörf þurfti 30000 kr. veitingu. Skýrslur um kostnað við rekstur þeirra liggja á 1. skrifstofu í stjórnarráðinu. En þá ereftir að áætla styrk til ungmenna-fræðsluhéraðanna: */s af reksturskostnaði þeirra skóla, sem þar verða reistir. Og hvernig á ennfremur að fara með alla þá unglinga- skóla sem nú eru til? Eiga þeir að leggiast niður, eða á að endurskíra þá og’ kalla þá ungwí/zwöskóla, og láta landsjóð borga 2/o af rekstuiskostnaði þeirra? Þessara skóla er hvergi getið. Tillag til þeirra á gildandi fjárlögum (að upphæð 5000 kr.) strikað út þegjandi. Það má því að líkindum gera ráð fyrir, að þeir eigi líka að Iifa af þessum 20000 kr, ef þeir eiga að fifa; eins Hvítárbakkaskólinn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.