Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 1
SKOLABLAWIT) -----Ssss®--- FIMTI ÁRGANGUR 1911. Reykjavík, 1. desember. 12. tbl. um íslenskar málfræðisbækur í móðurtungu vorri, er út hafa komið á siðustu árum (1908—1011). Frh. 4. íslensk málfrœði hatida byrjendum. Jónas Jónasson hefir samið. Akureyri 1909. Bók þessi fær mikils til of harðan dóm, og um leið alls- sendis órökstuddan, hjá Jóni Ölafssyni, í formálanum fyrir bók þeirri, er hér var fyrst talað um, en þótt eg álíti þann dóm ósann- gjarnan, þá er eigi þar með sagt, að mér líki bókin. Alt formið á henni bendir til þess að höf. ætlist til þess að kenslan, er hún veitir, líkist sem mest munnlegri tilsögn, og jafnvel að bók- in geti komið í stað hennar og menn geti þannig af bók þess- ari lært málið kennaralaust. En þetta er misskilningur, þvíhvernig sem efninu er raðað niður í bókum, geta þær aldrei jafngilt góðri tilsögn munnlegri, heldur þarf hana alt að einu og engu síður við þessa bók en liinar, er raða efninu á venjulegan hátt. Fyrsti kaflinn í bókinni heitir: »Setningar ag liðir þeirra*. Þar er kent um ræðupartana, frumlag og andlag og fleira þess háttar, og er surnt af því beinlínis þau atriði, sem þyngst eru f málfræðinni fyrir byrjendur og hefði því fremur átt síðar að standa. Annars er lítið um þenna kafla að segja og dæmin mörgu, sem tekin eru til æfingar, eflaust ti! bóta. Annar kaflinn heitir: »Orðin« og er það beygingafræðin. Illa fer þar á orðinu samnefni fyrir sameignarheiti og sérnefni fyrir eiginnöfn. Hið fyrra rekur sig beint á það, að orðið hefir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.