Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 181 ingarlöndunum kring um okkur. Eina ráðið er að fara við og við til útlanda og siá hvað þar gerist. Eg tókst á hend- ur slíka ferð síðastliðið sumar og kynti mér ástand skóla og uppeldishorfur á ■Englandi, Frakklandi og Hollandi. Þegar þar var komið fann eg fljótt sárlega til hve aftariega við stóðum í flestum greinum, og þó ekki síður til hins, að lít- il von var tii, að úr því bættist hjá okkur, því óvíða verður vart við sannan umbótaáhuga í þeim efnum. Margir af þeim, sem eiga að fara með uppeldismál okkar, hugsa mest um að spara féð, og láta fara sem fara vill um kensluna. Enda er feikna munur á aðstöðu í stórlöndunum, sem hafa ráð á, að hafa fjölda vel mannaðra eflirlits manna, sem kynna sér hverja nýta nýjung úm leið og hún kemur upp, og bera hana sfðan heim til kennaranna allsstaðar í landinu, eða aðstöðu okkar með fátæktina alia og þá óheillavæniegu hneigð, að vilja helst beita kröftunum til að glíma við ein- kisverð viðfangsefni. En í þetta sinn var eg þó kominn út yfir pollinn til að reyna að fá áhrif öðru vísi en gegnum dönsku síuna venjulegu. Vil eg nú í stuttu máli lýsa, hvernig kendar eru hinar algengustu námsgreinar hjá þeim þjóðum, sem eg heimsótti; langmest verður þó lánað frá Englum, því að þeir þóttu már í flestu fara þannig að, að óhætt væri að breyta eftir, enda eru þeir næstir okkur í skaplyndi og venjum Nú eru í aðalatriðunum aðeins til tvær tegundir skóla. Fyrst eru skólar sem skoða sig eins og nokkurskonar mann- legar steinsteypuverksmiðjur; þar eru börnin lekin og sett öll í sama mótið, kalt og dautt; þetta mót endar með prófi, og þegar því er lokið, þá er ölium þessum nýbökuðu stein- um velt út í veröldina; halda menn oft að þeir fari vel í vegg, því að þeir séu svo líkir. Annarsvegar eru skólar, sem ganga út frá að mennirnir séu ólíkir og að hver eigi rétt á að fá að vaxa eins og honuin ei vöxturinn áskapað ur, og að skólinn eigi að vera áframhald heimilis uppeldis- ins, þar sem barnið þroskist og verði fært um að svara fyrir sig hvar sem það lendir. En það má svara í sín- um eiginn róm.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.