Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 183 En starfið er erfitt. Og leiðirnar eru margar og misgreiðar. Enginn getar með fullrí vissu sagt, á hvað-beri að leggja mesta áherslu. Það verður ekki heldur gjört hér. En með þessum orðum vildi eg reyna, — ef ekki að leiðbeina,— þá að vekja menn til umhugsunar um nokkur mikilvægustu atriðin. — BBjÞegar vér ætlum í ferð, búum vér oss undir^hana. Búum oss út með »nesti og nýja skó«. Þykjumst ekki vel búnir, nema vér getum mætt öllum fyrirsjáanlegum örðugleikuin ferðarinnar og jafnvel styrkt samferðamenn vora, ef í nauðir rekur. jdaiLífinu hefir stundum verið líkt við fer^alag. Vissulega lengstó og örðugasta ferðalagið. Hefst það fyrst í raun og veru, er barnsjkónum er slitið, og maðurinn þarf að fara að standa óstuddur á eigin fótum. Undirbúning þessa ferðalags verður því að vandasem mest, ekki að eins til að geta klofið straum örðugleikanna, heldur og að rétta hjálpar'nönd þurfandi samferðamcnnum á lífsleiðinni. Ohjákvæmilega nauðsynlegt vegananesti er þekkingin. En hvers konar þekking? Er nóg að hafa þekking á sögu, náttúrufræði, stærðfræði, landafræði o. s. frv.? Ekki neina að nokkru ieyti. Hin almenna þekking, er skólalærdómurinn veitir, kemur þá að eins að notum, er hún þroskar manninn og göfgar, kennir honum að hugsa sjáflstætt, skilja orsakir og af- !eið:ngar hlutanna og hagnýta þessa þekkingu, sér og öðrum til gagns, í baráttu lífsins. Sú þekking, sem þó verður að vera undirstaðan og alt ann- að byggist -á, er þekkingin á sjálfum scr. Eir.s og verkamanninum er nauðsynlegt að þekkja áhaldið, sem hann vinnur með, vita-til hvers og hvernig á að beita því, eins er manninum nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig, vita hvaða öfl í honum búa og til hvers þau eru hæfust, svo að [hann nái þeirri fullkomnun, sem kraftar hans frekast Ieyfa. Það er einmitt skortur á þessari þekkingu — sjálfsþekk- ingunni —, sem er orsök þess, hvað illa mönnum gengur oft að velja sér lífsstöðu. Og lítilfjörlegustu atvik verða oft til þess að skáka manninum á þann reit í lífinu, sem hann getur ekkij.notiðj’sín nema að litlu leyti, og fer þá bæði sjálfur hann dg aðrir ^mjög á mis við gagnsemi verka hans og framkvæmda.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.