Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 6
182 SKOLABLAÐIÐ Pessi síðasttalda tegund ryður sér meir og meir til rúms í heiminum. Og það er hún, sem reynt verður að lýsa * hér. Tökum fyrst blæinn á skólunum ensku. Byggingin stór, há, loftgóð og fögur. Stórir garðar og leikvellir við, stundum aðrir stærri utanborgar, ef skólinn er í bæ. Börnin koma kl. Q á morgnana, þau raða sér i ein- faldar raðir úti í garðinum, en eru ekki sett í herraðir eins og hjá Pjóðverjum. Pá ganga raðirnar reglulega, en nær skipunarlaust, inn í miðhöll skólans, eða samkomusal. Spilar eínhver kennaranna á piano meðan börnin ganga inn í bekkina; ennfremur þegar þau ganga út, og má því segja, að hver tími byrji og endi með hljóðfæraslætti. Skólinn er þar eins og góð móðir, sem vekur börnin til starfa dagsins, ekki með hvellum hörðum skipunum, heldur með göfgandi aðdrætti sönglistarinnar. Skólatíminn er venjulega 5 tímar á dag, frá kl. 9—12 og 2—4. Heimavinna er lítil fyr en í seinustu bekkjum. Skólinn leggur til öll áhöld ókeypis, bækur, ritföng, teikni- áhöld o, s. frv. Pess vegna standa öll börn jafnt að vígi, fátæk og rík. Síðari hluta dagsins leika börnin sér og njóta lífsins, æfa hnattspark á grænum völlunum utanbæjar, synda í baðstöðum, sem börnurn eru opnir ókeypis, fara rannsóknarferðir með kennuruin sínum út f sveitina, til að sjá og fá útskýringu á því, sem fyrir augun ber. Þekking og trú. Allir skynsamir menn, sem fást við uppeldi barna, murru óska þess fremur flestu öðru — óska þess innilega —, að starf þeirra beri sem bestan ávöxt, og að áhrifin, sem börnin verða fyrir á barnsaldrinum, endist senr lengst þeim til gagns og blessunar í lífiriu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.