Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 2
178 SKÖLABLAÐID áður í málinu alt aðra merkingu, því samnefni er — homonym\ (t. d. mar = hestur og rnar = sjór) og hitt er líka slæmt, því næst liggur að hugsa sér, að það tákni það eitt, sem er algert einnefni eins og h d. bæjarnafnið Kyennabrekka. í þessurrr kafla er talað um fóll og tölur orðanna, kyn þeirra og viðskeytta greininn og held eg það sé alt rétt. Svo koma beygingardæm- in og er þeim fiokkað eftir ef. eint. einu. Má það eflaust gera þótt mjög ófullnægjandi sé sú niðurskipun. Yfirleitt finn eg á bók þessari alla sömu galla seni á bók H. Briems hérað framan og að auki nokkra fleiri. Dæmi til æfingar eru hér tekin nokkur en hvernig í ósköpunum getur höf. ætlast til að barn, sem að- eins hefir lært að hneigja orðið heslur, geti líka hneigt rétt t. d. orðin hóll, karl, drottinn, söðull o. s. frv. á meðan því hefir ekkert sagt verið um hljóðvörp og tillíkingar, samdrátt og fleira þessháttar? Það er ofætlun. Eða að sá sem einungis hefir lært að hneigja orðin: »vinur og tíð« geti hæglega hneigt orðin: köttur, fjörður, önd o. s. frv.? Hér rekur að því sem áður var sagt, að hijóðfræðin þarf að koma fyrst i íslenskri málfræði, svo unt sé að hagnýta sér vel beigingardæmin. I sögnum er sýnd hneiging á kalla og finna og svo er engin frekari fiokkaskifting gerð, og er slíkt allsendis ónógt í íslensku máli. Þar finn eg líka sárfá æfingardæmi, sem varla hefði þó veitt af að væri mörg og úr ýmsum flokkum tekin, eftir því sem þarna er frá öllu gengið. Um lýsingarorð og greini, atviksorð og töluorð er lítið hægt að segja, nema þetta sama sem við nafnorðin, að beyg- ingardæmi á einu lýsingarorði dugir lítið til góðrar fræðslu, á meðan engin kunnátta í hljóðfræði er fengin. Frá fornöfnunum er heldur vel gengið í bókinni og næst þeim er talað um for- setningar, samtengingar og upphrópanir, sem alt er gott, þótt fá- ort sé. Þriðji kaflinn er Setningafrœði. Þar eru margar góðar bend- ingar, sem nemendur þurfa ávalt að fá við stílagerð, en nokkuð fljótlega er þar víða farið yfir jafnþungt efni, seni sumt er í orðskipunarfræðinni, því ýmislegt hefir hún, sem er einna erfið- ast í allri málfræðinni. Oott hefði verið að gefa kennurum þá leiðbeining, að ritmálið er venjulega því fegurra og liðugra,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.