Skólablaðið - 01.07.1914, Qupperneq 2

Skólablaðið - 01.07.1914, Qupperneq 2
9S___________________SKOLABLAÐIÐ__________________________ Kenslubækurnar í náttúrufræði og landafræði eru lítíð annað en nafnaregistur. Þessi registur eru lœrð í lexíum, blað fyrir blað, og hlýtt yfir. Barnið lærir í cinni lexíu 70 nöfn: á átn, vötnum, fjörðum, jöklum, bæjum, fuglum og dýrum, og það er jafn frótt í landafræði og náttúrufræði eftir sem áður. Kenslu- stundin fer öll í að »hlýða yfir* þessar mörgu lexíur, þegar hvert barn hefur sína; lexíunum þarf að »troða« í þau ö!I. Það er þreytandi verk fyrir kennarann, og börnin verða að dauðum ílátum, sem þó haida ekki neinu af því, sem í þau er troðið. Meisinn heldur heytuggunni, sem í hann cr látin, en séu börnin gerð að meisum, hripar það eins víst úr þeim á stuttri stund, sem í þá meisa er látið, þó að troðið sé. Lexíulestur er auðvitað nauðsynlegur við námið, en hann er varasarnur. Það er svo hætt við að hanr. verði misbrúkaður; það er hann, ef öl! kenslan lendir í yfirheyrslu. Einhver hefur líkt honum þegar illa er á honum haldið við þá aðferð til að kenna börnum að þekkja stóra mynd: Við tökum myndina og klippum hana sundur í hundrað smá ferhyrninga. Hver ferhyrn- ingur er ein lexía. Barninu er sýndur einn þessara ferhyrninga í senn, út af fyrir sig, og látið kynna sér hann vel og vand- lega. Síðan er honum stungið niður í skúffu, og nýr ferhyrn- ingur tekinn til athugunar, ný Iexía lærð. Og svo koll af kolli, þangað til allir ferhyrningarnir eru athugaðir: allar lexíurnar lærðar. Svo er ætiast til að barnið hafi fengið rétta hugmynd um myndina í heild sinni; mynd setn það hefur aldrei séð — ööruvísi en í srwápörtum! Vitanlega fær ekkert barn og enginn maður rétta hugmynd um útlit myndarinnar af þessu. En eitthvað á borð við þetta getur kensla námsgreinanna verið, ef ekkert er gcrt annað en »hlýða yfir;« ekkert gert aunað en að troða lexíum í börnin. Og þegar kennarinn vinnur nú þetta óskemtilega verk al- vöruþrunginn, ef til vill súr á svipinn, stekkur aldrei bros, ávítar, hótar og segir aldrei örfandi vingjarnlegt orð — er þá líklegt að þetta strit hans og barnanna beri góðan ávöxt? Herbergið er ditnt og kalt eins og kenslan og viðmót kennarans. Enginn hlýr eða bjartur geisli inn í barnssálina og ill líkamieg Iíðan. — Þessi þurra og kalda ítroðningskensla tnun nú ekki vera

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.