Skólablaðið - 01.07.1914, Síða 7

Skólablaðið - 01.07.1914, Síða 7
SKOLABLAÐIÐ 103 þær með fóðurskorti, en svo eru þessi lög þó máttlaus til að vernda skepnurnar. Á þessu horfellisári heyrist nú lítið um það rætt, að fénaðurinn sem feldur er hafi liðið kvalafullan dauða. Eigendunum er aftur á móti vorkent að hafa orðið fyrir skaðanum og illu árferði um kent. Víst er þeim vorkunn að verða fyrir miklu eignatjóni, sem illa mega við því. En meira vorkunnarmál er að hafa það á samviskunni að vera valdur að öllum þeim hörmungum, sem fénaðurinn hefir orðið að þola. Fyrir það eru mennirnir í sannleika brjóst- umkennanlegir, hvað sem efnahag þeirra líður . Með þjóð sem svona er ástatt hjá virðist ekki vera árennilegt að hugsa um dýraverndun. En þó verður að gera það. Og það er enganveginn vonlaust um sigur í bar- áttunni fyrir dýraverndun hér á landi fremur en annarstað- ar. Ef þjóðinni er að fara fram í menningu, þá er líka dýra- verndunin á framfaravegi. Tilfinningin fyrir vernd málleys- ingjanna hlýtur að skýrast og verða næmari með vaxandi menningu. En svo verður að gera eitthvað til að opna augun á fólkinu. Á einstaka stað hefir verið reynt að stofna „dýra- verndunarfélög". það er gott, en þau sýnast hafa verið svo magnlaus út á við; vekja áhuga félagsmanna, en vinna of lítið út á við; og svo deyja þau. það þarf að skrifa um dýraverndun og láta börn og unglinga lesa. það þarf að ala upp í börnum samúðartilfinningu með öllum dýrum, hvort sem þau gera sýnilegt gagn eða ekki, Hvert einasta barn á landinu ætti að lesa Dýrasögur eftir þorgils Gjallanda. Betri kenslubók í þessari grein er varla hugsanlegt að þjóðinni verði boðin í bráð. Efni þeirra er svo átakanlegt og verður hverjum manni minnistæðara fyrir snild höfundarins í meðferð þess. Önnur þjóð hefir orðið til þess að veita honum verðuga viðurhenningu fyrir þessar snildarlegu skáldsögur. Hans eigin þjóð ætti að minsta kosti að geta gert það að lesa þær. Ungir og gaml- ir hafa gott af því; og skepnurnar þeirra hafa gott af því.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.