Skólablaðið - 01.07.1914, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.07.1914, Qupperneq 4
100 SKOLABLAÐIÐ Hér á sjálfsagt ekki við máltækið, að betra sé „að veifa röngu tré en engu“. í ár lauk enginn nemandi kennaraskólans kennaraprófi í söng. Og engin trygging er fyrir því, að neinn geri það eftirleiðis, þó að líkur séu til að einhverjir verði til þess. Erfiðleikarnir á því að búa sig undir söngkennarapróf eru margir: annríki mikið í skólanum við annað nám, hljóð- færaleysi og tímaleysi. Hver sem það nám iðkar þarf að hafa hljóðfærið heima hjá sér, svo að hann geti gripið í það í hvíldarstundum sínum. Oftast er auðið að leigja hljóðfæri, en það kostar fé. Fæstir hafa efni á að eignast þau. Ýmsir annmarkar eru á því að gera söngpróf öllum að skyldu, jafnvel öllum þeim, sem sönghæfir eru; en það verð- ur eina ráðið; og þá þyrfti að ætla þeim tíma og tæki- færi til námsins. Börnin læra ekki að syngja vel nema kennarinn geti leiðbeint þeim vel í því. það er að verða að fastri trú hér, að rétt að eins ein- staka barn geti lært að syngja, allur fjöldinn geti það ekki, Og svo þykir ekki vert að kosta tíma og fyrirhöfn til þess að eiga nokkuð við kenslu þessara örfáu barna. En sé kennarinn söngelskur og hæfur til að kenna, þá reynist honum annað. það sýna dæmin þar sem góðir söngkenn- arar eru til, þar má heita að allur skólinn syngi. Og hví- líkur ávinningur! En því miður sér margur ekki að það sé neinn ávinningur. Fýrir fáum árum var haldið upp á 25 ára kennaraaf- mæli skólakennara hér á landi. Einn af samverkamönnum hans hafði ort til hans kvæði undir nafni barnanna, og þetta kvæði áttu börnin að flytja honum. En haldið þið að börn- in hafi flutt honum það í söng? Sungið honum þökk fyr- ir starfið, og heillaóskir? Nei, eitt barnið var látið /esöþað fyrir honum! þetta er óhugsandi annarstaðar en á fslandi. Hið fyrsta sem skáldíð hetði hugsað um annarstaðar hefði verið að velja fallegt lag til að yrkja undir, svo að börnin gætu flutt kennaranum hjartans óskir sínar á máli söngsins. En til hvers er að bjóða það barnahópi, sem ekki kann það mál, sem aldrei hefur lært að mæla það?

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.