Skólablaðið - 01.07.1914, Side 6

Skólablaðið - 01.07.1914, Side 6
102 SKÓLABLAÐIÐ nauðsyn; hjá því verði ekki komist. Oft gjalda skepurnar hugsunarleysis, gáleysis og skeytingarleysis mannanna, og þykir þó ekki svo rrjög vítaveri; það þykir afsakanlegt af því að til kvalanna var ekki stofnað af ásetningi. En hvernig sem mennirnir líta á orsakirnar og hvatirn- ar til illrar meðferðar á skepnum frá sínu sjónarmiði, þá kemur það í líkan stað niöur fyrir skepnurnar, sem verða fyrir misþyrmingum. þeini stendur á sama hvort þær eru kvaldar af ásettu ráði manna, í eigin ábata skyni, eða af ill- mensku einberri, eða af gáleysi eða skeytingarleysi um líð- an þeirra. Ósköpin, sem dunið hafa yfir þúsundir skepna í mörg- um sveitum þessa lands á liðnu vori, gefa tilefni til alvar- legra hugsana. það er hægur vandi að kasta þungum steini, dæma hart um illa meðferð bænda á fénaði, en það er hægra um að tala en í að komast í öðru eins árferði og þessu. Satt er það. En hvernig sem á það er litið, þá verður ekki komist hjá að viðurkenna að allar þær kvalir sem fénaðurinn hefur orðið að líða, hungurkvalirnar, sem hryllilega víða hafa endað með dauðanum, em af manna völdum. Og það er ómögúíegt að komast hjá því að kveða upp áfellisdóm yfir þeim mönnum, sem valdir eru að öllum líðunum skynlausra skepnanna, sem áttu að eiga athvarf hjá þeim. það er engin fróun fyrir þann, sem tek- ur sárt til dýranna þó að þeim mönnum sé hegnt, sem gera sig seka i miskunnarlausri meðferð á þeim. Eng- inn er að óska þess, nema þá af því, að hann hefur trú áað aðr- ar skepnur hefðu það gott af hirtingu böðlanna, að eigend- ur þeirra óttuðust hiriingarvöndinn og létu þeim því líða betur. Ókunnug er þeim sem þetta skrifar um það, hvort nokkur maður hér á landi hefur nokkurn tíma verið dóm- feldur fyrir horfelli á skepnum sínum. Hitt er alkunnugt að margur bóndi hefur horfelt og sumir oft, einstaka mað- ur er sagt að geri það á hverju ári. Horfellislögin halda því lítilli vernd yfir búpeningnum en það að sérstök lÖg hafa verið sett til að vernda þessar skepnur fyrir hungurdauða, sýnir hvað sek þjóðin hefur verið í þeim glæp að pinda

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.