Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 8
104 SKOLAABLÐIÐ Varla er hugsanlegt að fjárbóndi, sem hefir lesið sögu þor- gilsar Gjallanda um „Kolu“ reki hóp af horuðum og nöktum ám. komnum að burði, út á jarðleysi í hretviðrum til þess að leggjast þar afvelta — og krókna. Skyldi nokkur kennari í skólunum í Gullbringusýslu hafa vakið eftirtekt barna og unglinga á æfi sauðfjárins þar á þessu iiðna hörmungar ári ? Eða á Suðurlandsundirlend- inu ? Eða í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu ? Eða á Snæ- fellsnesinu ? Yerðlaun og bros. Fyrir tveimur árum veitti skólinn í Vr'stmannaeyjum nokkr- um siðprúðustu nemendum síaum dálítil verðiaun, og var þess getið í bkóiahlaðinu 1912 (bls. 74). í vetur efndi forstöðutnaður skólans til kvöldskemtunar í þeim tilgangi að verja ágóðanum >i! verðlauna handa skólabörn- um í annað sinn. Áskotnaðist honum svo mikið fé, að 23 nem- endur gátu fengið hlutdeild í verðlaununum; en þau voru í þetta sinn ýmsar valdar barnabækur. Svo var til stilt, að hver fengi þá bók, er hann átíi ekki áður, eða hafði ekki lesið. Auk nafns hlutaðeigandi barns var hver bók með þessari áletrun: »( viðurkenningaskyni fyrir gðða hegðun frá lýðskóla Vestmannaeyja, 1913.* Við útbýtingu verðlaunanna, sem fór fram daginn fyrir Þorláksmessu að nokkrum mönnum viðatöddum, var einungis tekið tillit til hegðunar barnanna, en hvorki gáfna né kunnáttu. Þau börn, er hafði gengið námið miður, gátu því náð í verð- laun eins og hin, og voru það góðar sárabætur þeim sem höfðu orðið, þrátt fyrir góðan vilja, að dragast aftur úr öðrurn, sökum skorts á námsgáfum. Öllum börnunum yfir höfuð var þetta, að því er virtist, ánægjulegur jólaglaðningur, þó hann væri ekki dýr eða íburðarmikill.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.