Skólablaðið - 01.07.1914, Side 5

Skólablaðið - 01.07.1914, Side 5
SKOLABLAÐIÐ 101 Óskandi væri, að sem .flestir nemendur kennaraskólans hagnýttu sér þá ágætu kenslu í söng, sem þeir eiga kost á í skólanum. það tækifæri býðst fæstum þeirra aftur. En þó að kennarinn, eða kenslukonan, sé nú ekki lærð- ur söngvari, þááhann samt sem áður ekki að leggja árar í bát. Hannábara ekki að fást við annað en hann getur. En eitt getur hann. Hann getur látið börnin syngja, og flestir geta veitt dálitla leiðbeiningu í því, þó að þeir kunni ekki tökin á að kenna eftir lærðra manna reglum. Geti hann vanið af ljótum kækj- um, þá er söngæfingin ekki einskis virði. Oft er eitthvað af börnunum svo söngnæmt, að það geti leitt söng hinna, ef röddin er hrein. Dæmi eru til að þetta hefur verið reynt og verið betur farið en heima setið. Dýraverndun. Enginn siðaður kristinn maður fer af áscttu ráði illa með skynlausar skepnur, síst af öllu þær skepnur, sem hann umgengst daglega og hefur lífsbjörg sína af. Hann skoðar þær þvert á móti sem vini sína, og finnur glögt til þess, að þær lifa á hans ábyrgð, um leið og þér lifa í hans þágu. Hann veit að þær hafa til alls góðs unnið og einskis ills. Hann fínnur að hann á ekki einungis að forðast að kveija þær eða misþyrma þeim sjálfur, heldur og ábyrgjast að aðr- ir geri þeim ekkert mein, — svo sem í hans valdi stendur. Flestum þykir svo sem óvenjulega illmensku þurfti til þess að kvelja skepnur af ásetta ráði og einhvernveginn vakir það fyrir almenningi að þessháttar grimd sé bæði ljót og hegningar verð. Einkum er hart dæmt um þær misþyrmingar sem framdar eru eins og af leik, eða til að þjóna sinni þrælalund. Ekki nærri því eins hart tekið á því að fara illa með skepnur / eigin hagsmuna skyni. það þykir ekki bera vitni um eins mikla mannvonsku, eins tak- markalausa grimd. það er meira að segja oft afsakað sem

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.