Skólablaðið - 01.07.1914, Side 10

Skólablaðið - 01.07.1914, Side 10
106 SKOLABLAÐIÐ til sú kensla lagðist þar niður, og Gunnar Hinríksson, vefari. Einar níu legundir veínaðar hafa ve.rið kendar og segja þeír, sem vit hafa á, að bæði kennarar og nemeridur hafi sóma af þeirri vinnu, svo góð sé hún og vel vönduð, og furðu miklu afkastað á svo stuttum tíma, því vinnutíminn var ekki nema 4 stundir á dag, en margt af þessum vefnaði afar sein unnið. Þar sem stund hefur verið lögð á það, að kenna nemend- unum vel að setja upp vef, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þessar konur geti kent öðrum seinna meir, eins og tii var ætiast. Þarna ættum við þá að hafa fengið 10 góða kennara í vefnaði. Það er fyrsta skiiyrðið fyrir útbreiðslu kenslu í heimilis- iðnaði, að góðir kennarar séu til. Óskandi að eitthvað af þessu fóiki notfæri sér nú það, sem það hefur numið. Trésmíðakenslan komst að þessu sinni skemmra á veg. Fáir fullorðnir tóku þátt í kenslunni, og fiestir þeirra höfðu öðrum störfum að gegna, svo að dagiegur vinnutími þeirra var mjög takmarkaður, allt of stuttur til þess, að þeir gætu orðið vel að sér í þeirri grein. Úr bréfl,- Svo skrifar einn kennarinn: . . . Og þó ekki sé langt héðan til stóru skólanna sumra, þá eru þeir mjög lítið notaðir. Andleg deyfð heldur mikil, og engin vanþörf á að unnið sé að andlegri vakning. Eg veit vel, að um mig munar ekki mikið, en það eru svo fá- ir sem berjast fyrir uppfræðslu alþýðunnar, að þeim má ekki fækka. Og eg skal ábyrgjast, að því fé, sem varið er til þess að auka víðsýni almennings, er ekki illa varið Eg þykist hafa unnið að því, að gera menn félagslyndari, og fróðari um sum efni. Og þó nemendur ekki væru margir þá eru skilyrðin heldur eigi góð. Eg veit, að í búnaðarskól- anum eru oft ekki fleiri en 20—30 nemendur, og kosta þeir þó mörg þúsund ár hvert og sé eg ekki búfræðinga hér ganga á undan í neina átt. En eru í sveitinni ca. 18.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.