Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 1
12 síður 49. ár. Miðvikudaginn 4. nóvember 1959 243. tbl. Hér er nýtt skip — Hið nýja skip Norðlendinga, Drangur kom til Akureyrar um s.l. helgi, og var nokkuð sagt frá skipinu þá í Vísi. Hiér birtist mynd af Drang, þar sem hann liggur við hafnarbakkann á Akureyri, — Skipið er ætlað til siglingar á Eyjafirði fyrst og fremst, til Skagafjarðar og Grímseyjar. Báturinn tekur um 40 farþega^ nema ef sérstaklega stendur á, þá getur hann tekið 70 manns. Drangur er 191 brúttó lest, ganghraði 10—11 mílur að jafnaði. Bæjarsjóður í Eyjum styrkir báta til haustróðra. Tekur á sig að greiða % af hugsan- legum taprekstri. Frá fréttaritara Vísis. Vcstm.eyjum í morgun. Bæjarstjórnin samþýkti ný- Icga að styrkja haustiitgerð frá Vestmannaeyjum fram til 15. desember n.k. Styrkurinn er í þvl fólginn að bærinn tekur á sig að greiða fjórða hluta af hugsanlegum taprekstri hvers báts, sem gerð ur er út á þessu tímabili frá Evjum, gegn því að fiskvinnslu- stöðvarnar taki á sig að greiða Svíar styðja 12 mílur. Fregn frá Stokkliólmi hermir, að lýst hafi verið yfir á fundi ytri Iandanna sjö um fríverzlunarmálin, að Svíar teldu eins og Norð- menn, að færa bæri fisk- veiðilandhelgina út * 12 mílur. Talsmaður Svía sagði einnig á bessum sama fundi, • að þeir styddu Norðmenn í afstöðu þeirra, að því er varðaði sölu á frosnum fiski innan fríverzlunarsvæðis ytri Iandanna sjö. (Áður hefur verið sagt hér í blað- inu frá viðræðum Norð- manna við Breta um þessi mál). fjórða hluta móti helming báts- ins. Auk þess greiðir bærirm eina krónu á kíló í beitukostn- að. í fyrra var sami háttur hafður á, þá greiddi bærinn hetming af tapi bátanna. Alls voru gerð- ir út 32 bátar á þessu tímabili og voru greiddar 360 þúsund krónur vegna tapreksturs bát- anna. Stöðug vinna. Tilgangurinn með þessum styrk er að halda stöðugri vinnu í Eyjum á þessum tima árs, sem er venjulega daufasti tími árs- ins hvað athafnalif snertir. Hef- ur þetta gefið góð raun, skap- að mikla vinnu og tekjur hjá fjölda bæjarbúa. Þegar togar-, arnir voru gerðir út frá Eyjum, greiddi bæjarsjóður i sama til- gangi til þeirra 2,6 milljónir króna á ári. Mikil fiskigengd. í morgun var fjöldi báta, að- allega trillur á handfærum í hafnarmynninu og á ytri höín- inni og öfluðu vel. Fiskur og síld gengur nú í höfnina. Má segja að höfnin sé full af síld. Guðbjörg fékk 400 til 500 tunn- ur í nót í höfninni í gær. Flutti m.b. Júlía síldina í bræðslu til Grindavíkur. Sagt er að Fiski- mjölsverksmiðjan í Eyjum hafi ekki síldarpressu og geti þess- vegna ekki tekið við síld í bræðslu. Irnian skamms hefjast umræður um myndun nýrrar vinstri stjórnar. Gjafir til flótta- manna 30 þús. Þetta er „aðeins bTrjuiiiii*4. Samkvæmt uppl. frá Bisk- upsskristofunni árdegis hafa safnazt rúmlega 23 þúsund kr. til Flóttamannahjálpar — en ókomin er skilagrein um söfn- un í mörgum kirkjum, m. a. sumum kirkjum í Reykjavík. Má heita, að þetta sé aðeins byrjunin. Eftirfarandi veitir hugmynd um undirtektir: Á samkomu í KFUM og K í Rvk söfnuðust 6606 kr., og frá kirkjugestum í eftírtöldum kirkjum: Keflavík 4401, Innri- Njarðvík 1355, Borgarnesi 450, Þjóðkirkjan í Hafnarf. 1000, Stóra-Núpi 1150, Hallgríms- kirkju í Rvk kl. 11 2578 og kl. 2 716, Dómkirkj. kl. 11 6827, Fríkirkjunni 2600 og í Háteigs- söfnuði 830. írlraun með Könnuð VII frestað. Tilraun til að skjóta nýjum Lönnuði í loft upp í gær var restað. Átti að gera tilraunina í Vand nberg tilraunastöðinni í Kali- irníu. — Veðurskilyrði voru hagstæð. Átök í Berlin 7. nóv? Lögregla og herlið til taks. í fregn frá • Vestur- Berlín segir, að rnenn þar í borg bíði ineð nokkrum ugg 7. nóvember, en þann dag er 42. ára afmæli byltingarinnar í Rússlandi. Menn búast nefnilega við, að Austur- Þjóðverjar geri þá nýja tilraun til að draga að hún á járnbrautarstöðvunum hinn nýja fána sinn, en í honum er að sjálfsögðu hamar og sigð. — Kunnugt er, að vestrænu setu- liðsstjórnirnar í borginni komu nýlega saman á fund með Willy Brandt borgarstjóra, til þess að ræða horfurnar. Ákvörð un þeirra var, að koma í veg fyrir þetta með valdi, ef þörf krefði. Lögreglan framkvæmir verkið, en brezkt, bandrískt og franskt herlið verður til taks á næsta Ieiti til aðstoðar. Framsóknarflokkurinn hefir forustu við þær tilraunir. Þess mun ekki langt að bíða, að gerðar verði tilraunir til að setja á laggir nýja vinstri stjórn, og vera má, að þær tilraunir sé þegar liafnar, þótt ekki fari hátt. I gær sagði Alþýðublaðið frá því, að efnt hefði verið til fund- ar í miðstjórn Framsóknar- flokksins á föstudaginn, þegar úrslit í kosningunum lágu fyr- ir, og hefði Hermann Jónasson komizt svo að orði, að ekki væri um annað að ræða, að því er stefnuna snerti vegna kosn- ingabaráttunnar en að athuga möguleika á myndun nýrrar vinstri stjórnar. Þjóðviljinn segir einnig frá þessu í morgun, og er frásögn hans á þá leið, að Framsóknar- flokkurinn sé nú búinn að skrifa hinum flokkunum, sem voru með kommúnistum í vinstri stjórninni. Ennfremur segir: „Segir í bréfi Framsókn- arflokksins, að hann telji æskilegt, að mynduð verði vinstri stjórn að nýju. Mun miðstjóm Framséknarflokks ins hafa kosið fimm manna nefnd til þátttöku í slíkum viðræðum. Trúlegt má telja, að viðræður þessar hcfjist fljótlega." Þess er að minnast í sam- bandi við þetta, að fyrir kosn- ingar leituðu kommúnistar mjög á Framsóknarflokkinn um að mynda kosningabanda- lag og síðan stjórn að kosning- um loknum. Framsóknarflokk- urinn var hinsvegar ekki til- kippilegur um þær mundir, og taldi óhentugt að ræða málið, hvað þá meira. Nú telur hann hinsvegar óhætt að fara á stúf- ana, og verður fróðlegt að fylgj ast með því, hver endir verður á þessari tilraun hans. Axarfjarðarheiði ein ófær. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Hér er aðeins snjóföl, og í Fnjóskadal er snjór ekki nema í skóvarp, emla eru flestar hcið- ar færar. Bílstjórar Norðurleiðar segja, að yfirleitt sé fært sem á sum- ardegi. Nokkur snjór er í Vatns- skarði og á Öxnadalsheiði, og allar heiðar eru færar nema Axaríjarðarheiði. — og gamalt í nýju hlutverki. Þetta þrísiglu-barkskip, Gorch Fock, er nýsmíðað skólaskip vestur-þýzka flotans, smíðað í stað skólaskipsins Pamir, sem fórst af völdum hvirfilvinds 1957. — Myndin af Gorch Fock cr tekin á leið til Aberdeen nú um helgina. Stormur, sem fór með 80 km. hraða á klukkustund skall á, og varð að rifa öll segl} 23 talsins — og „sigla með nöktum rám og reiðum“. — Á skip- inu eru 80 sjóliðaefni. — Enn er við lýði sú skoðun, að seglskip séu beztu skólar sjómannaefnanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.