Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 4
L ffSIB Miðvikudaginn 4. nóvemberiíftSS Nýir útvarpsþættir um vísindi, bókmenntir og listir. Uíirn a tínt i rerdnr dagiega i nt- rurpin n í rrtur. Vetrardagskrá útvarpsins hófst með þessaii viku, og verð- mr að venju gerð grein fyrir henni í stórum dráttum, Érindi. Sunnudagserindin, að loknu liádegisútvarpi, verða nú aftur tekin upp og hefst nýr flokkur, um kjarnorku í þágu tækni og yísinda, 8 alls og verður lokið nm jól. Erindin bera þessi nöfn: 3. Undirstöðuatriði kjarnfræða, 2. Geislahætta og geislavernd, 3. Notkun geislavirkra efna í læknisfræði, 4. orkulindir, 5. Geislavirk efni og iðnaður, 6. Geislavirk efni og gróður jarð- ar, 7. Geislavirk efni og tímatal, 8. Eðlisfræðisstofnun Háskóla íslands. Þorbjörn Sigurgeirs- son prófessor skipulagði flokk- irm, og flytur hvert erindi eitt érindi. Annar fastur erindatími verð uir á fimmtudögum kl. 20.30 og á öðrum tímum eftir atvikum, urn daginn og veginn verða á- fram á mánudögum en á breytt um tíma, kl. 21.40. Leikrit. Að vanda verða leikrit á Jaugardagskvöldum. Leiklistar- Stjóri er Þorsteinn Ö. Stephen- sen, og hefur hann valið bæði öndvegisverk og skemmtileik- rit: Framhaldsleikrit verða á miðvikudagskvöldum, og hafa tvö verið valin. Hið fyrra er leikfærsla eftir Tommy Tweed á sögunni „Umhvefir jörðina á 80 dögum“ eftir Jules Verne. Flosi Olafsson hefur þýtt fyrri hlutann verður leikstjóri. Hitt leikritið er frumsamið íslenzkt og nýtt af nálinni. Þessi tvö leikrit endast sennilega vetur-' inn út. Upplestur. Utvarpssagan verður lesin vikulega, og byrjar nú ný ís- lenzk saga, sem endast mun til jóla, „Sólarhringur“ eftir Stef- án Júlíusson, höfundur les. Kvöldvakan á föstudögum hefst með lestri fornrita, og mun Oskar Halldórsson kand. mag. lesa Gísla sögu Súrssonar. Smá- saga vikunnar verður á fimmtu dögum, byrjað á „Hernaðar- sögu blinda mannsins“ eftir Halldór Stefánsson, enda verð- ■ur vandað til valsins. Þá hefst kynning þjóðskálda, verða 18. aldar skáld kynnt í vetur, einu sinni í mánuði, þeir Eggert Ólafsson, Jón Þorláks- son, Bjarni Thorarensen, Svein- björn Egilssn, Bólu-Hálmar og Sigurður Breiðfjörð. Þá verður Iausavísnaþáttur annað veifið ^ á kvöldvökunni, Sigurður Jóns- j son frá Haukagili flytur, en auk þess ljóðalestur hér og þar í dagskránni. Sunnudagsþættir. Þættir þeirra Sveins Ásgeirs- sonár („Vogun vinnur — vog- an tapar“) og Sigurðar Magn- ússonar („Spurt og spjallað i' útvarpssal“) koma aftur á dag- skrá og verða á sunnudögum til skiptis. Nýir þættir. „Með ungu fólki“ nefnist nýr þáttur, sem verður á hverjum miðvikudegi, málfundir ungs fólks eða frumsamið efni þess í bókmenntum og tónlist. Er þess að vænta, að unga fólkið notfæri sér þennan vettvang. Guðrún Helgadóttir ritari menntaskólarektors stjórnar fyrsta þættinum, en síðan sjá fleiri um hann. „Vettvangur raunvísinda“ heitir nýr þáttur, sem ungir vísindamenn, Halldór Þormar og Örnólfur Thorlacius annast og fjallar um nýjungar í nátt- úruvísindum. Það verður ann- an hvern mánudag. „íslenzku handritin" verður væntanlega fjallað um í sér- þætti, og hefur Dr. Jakob Benediksson gert tillögur um viðfangefni, en ýmsir flytja. Þá verður þáttur um trygg- ingarmál, og mun Guðjón Hans- en tryggingafræðingur annast þáttinn. Leiklistarþáttur, hliðstæður myndlistarþættinum, verður nú tekinn upp, fluttur af Sveini Einarssyni tvisvar í mánuði. Hann hefur lagt stund á leik- bókmenntir og leiklistarsögu. Aðrir þættir, sem verið hafa að undanförnu, munu halda áfram1 íslenzkt mál, hæsta- réttarmál, búnaðarþáttur, skák og bridgeþættir, morgunleik- fimi og hússtörfin. Barnatímar. Barnatíminn á sunnudögum verður kl. 17.30, en auk þess verður barnatími hvern virk- an dag kl. 18.30, nema á laug- ardögum kl. 18.00. Á mánu- dögum er tónlistartími barna, á þriðjudögum segir amma sögur, á miðvikudögum fram- haldssaga, á fimmtudögum efni fyrir yngstu börnin.á föstudög- um mannkynssaga barna, á laugardögum tónstundaþáttur og síðan útvarpssögulestur. Nýtt fólk annast hina stuttu þætti. Tónlistin. Hinir nýj menn við tónlistar- deildina, Árni Kristjánsson tón- listrastjóri og fulltrúinn dr. Hallgrímur Helgason hafa skipulag't tónlistardagsskrána í vetur í stórum dráttum þannig: Sinfónisk músík verður á þriðjudögum og fimmtudögum, Sinfóníuhljómsveitin og út- varpshljómsveitin leika. Hin síðarnefnda ieikur skemmtitónlist á mánudögum, söngur ísl. einsöngvara á fimmtudögum, en á laugardög- um verður söngur fiægra er- lendra söngvara og leikur Lúðrasveit Reykjavíkur,- Létt músik verður í 4 þátt- um: í léttum tón, Lög unga fólksins, íslenzkir dægurlaga- höfundar og Djassþáttur. Nýir þættir: TónfræðslUtími hiustenda, Skáldskapai'þættir í tónum og framsögn, Við org- elið, Sólósónötur Bachs. Tvo síðasttöldu þættina annast dr. Páll ísólfsson og Bjöm Ólafs- son. Nýja þætti um músíkvís- indi og alþýðusöng, Nútímatón- list, Þorlákstíðir og gömul tón- handrit flytja dr. Hallgrímur Helgason og dr. Robert Abra- ham Ottóson. Þá mun Jón Leifs flyja sögusinfóníu sína með skýringum og hliðsjón af fornbókmenntum. Sigurður Markússon fagottleikari mun annast tónfræðsluþætti barna með tilliti til hljóðfæranna í sinfóníu hljómsveit. Loks er að nefna Musica sacra, eða kirkjutónlist, sem Fél. ísl. org- anleikara annast. Eitt bezta vín- ár 20. aldar. Unnið af kappi vi5 vín- uppskeru í Þýzkalandi. Fregn frá Nierstein í Þýzka- landi í október hermir, að þar virnii allir sem vettlingi geti valdið á vínekrunum, þar sem vænst sé mestu drúfnaupp- skeru eftir styrjöldina. „Við og við taka menn sér örstutta hvíld til þess að dreypa á víni“, sem eigendur vínekr- anna leggja til. Einu áhyggjur manna eru, að skyndilega geri næturfrost og spilli drúfna- uppskerunni, eða að starrar komi í stórhópum og valdi spjöllum á ökrunum, en slíkt og fleira hefur oft áður orðið til þess að valda stórtjóni. Það má þakka miklu sólar- sumri með hæfilegi'i úrkomu við og við, að drúfurnar eru óvanalega góðar, þrútnar af safa. Menn búast við að þetta verði eitt af beztu vínárunum í Rín- arhéruðunumá þessari öld, sam- bærilegt við 1911, 1921 og 1953. ★ Samkomulagsumleitunum í stáldilunni var haldið á- fram í gær. Samkomulags- umleitanir í fyrradag báru engan árangur. Verkfallið liefir staðið í 110 daga. Hirðing tanna: Indverjar gerðu sér tann- bursta 3000 árum f. Kr. Tannhirðing á Yesturlöndum aðelns nokkurra áratuga gömut. Til er í ævafornum indversk- um ritiun lýsing á hirðingu tanna og niunns. Þar er skýrt frá notkun tannbursta, sem menn gerðu sér úr viðartágum með því að tyggja enda þeirra þar til trefjarnar losnuðu sund- ur og mynduðu þannig einskon- ar bursta. Við burstun var not- að duft eða krem til að auð- velda hreinsun. Þessi rit eru frá 4000—3000 f. Kr. Ekki eru samt liðnir nema fáir áratugir frá því að vest- rænar þjóðir hófu að leggja á- herzlu á hirðingu munns og tannanna enda er hún ekki síður mikilvæg heldur en almennt hreinlæti. Þó ber svo við að í einum af skólum höfuð- uðstaðarins, sem valinn var af handahófi áttu aðeins 4 af hverjum tíu börnum í 7 ára bekk tannbursta og aðeins einn af tíu burstaði tennur sínar reglulega. Því eru líkur til þess að enn vanti nokkuð á að þessa sjálfsagða hreinlætis sé gætt sem skyldi hér hjá okkur. Hafi Indverjar hinir fornu fundið hjá sér þörf til þess að halda tönnum sínum hreinum, þá er okkur, sem nú lifum nauðsyn á því, vegna hinnar miklu neyzlu á sykri og fín- möluðu korni, sem að lang- mestu leyti veldur tann- skemmdum. Sjúkdómar í tönnum og tann holdi munu nú hrjá að minnsta kosti 99 af hundraði manna á tvítugsaldri og fara vaxandi. Viðgerðir og viðhald tanna er orðinn stór útgjaldaliður hjá flestum, sem vilja halda þeim, aðrir vanrækja tennur sínar, lýtast við það í andliti og stofna heilsu sinni í hættu. Með réttri hirðingu tanna m^ að verulegu leyti draga úr tannskemmdum, tannsteins- myndun og tannholdssjúkdóm- um. Það er því ekki úr vegi að lýsa í fáum orðum þessari sjálf- sögðu hreinlætisráðstöfun. Tennur skal bursta eins fljótt og unnt er að máltíð lok- inni. Ein tegund af bakteríum í munni breytir sykri og mjöl- efnum í sýru á nokkriun mín- útum, en sýran leysir upp gler- unginn, sem er yzta varnarlag tannarinnar. Því fyrr sem slík- ar fæðuleifar eru hreinsaðar burt, því minni líkur eru til að tannskemmdir hljótist af. Við burstun ber að gæta þess að hár burstans nái inn milli tannanna í skorur og ójöfnur i á öllum flötum þeirra og' f jar- | lægi leifar, sem þar kunna að ! leynast. Ein aðferð er sú að leggja burstann þannig að tönnum þeim, sem hreinsa skal, að hár hans beinist að | rótum þeirra og leggist skáhalt | að tannholdinu, en dragist síð- ! an niður eftir því og eftir yfir- borði tannanna í átt að bitfleti | þeirra. Þannig eru tennur efri ' góms burstaðar niður, en neðri tennur upp á við, bitfleti skal i bursta fram og aftur. I Þess skal gætt við burstun jaxla að utan að munnurinn sé hálflokaður, þá slaknar á kinn- um og auðvelt er að beita burst anum rétt; hætt er við að ekki I fáisf1svigrúm fyrir burstann ef munnurinn er galopinn og var- ‘ir og kinnar þandar. Tannbursti á að vera nægi- lega lítill til þess að auðvelt sé að koma honum að öllum flöt- um tanna að utan og innan. Burstunarflötur hans skal vera beinn og hárin stinn. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa og láta þá þorna vel milli notkunar. I góðu tannkremi er sápa, er auðveldar hreinsun tanna. Ennfremur eru í því bragðbæt- andi efni. Varast ber að leggja of mikinn trúnað á ýktar tann- kremsauglýsingar. Verði fund- ið upp tannkrem með sannan- legum eiginleikum til varnar tannskemmdum, mun tann- læknirinn segja sjúklingum sínum frá því. En eigi má gleyma því að burstunin sjálf er aðalatriði við hirðingu tanna, en val tannkrems síður mikilvægt. Gagnlegt er að hafa þessar reglur í huga: að bursta strax að máltíð lok- inni, og umfram allt að sofa með hreinar tennur, að bursta hverja færu, sem burstinn tekur yfir minnst tíu sinnum, að draga hár burstans eftir yf- irborði tannar í átt frá tann holdi til bitflatar. (Frá Tannlæknafél. fslands). Frú Mary Louise Streicher verður yfirhjúkrunarkona á spítala- skipi, sem Bandaríkjamenn ætla að senda til SA-Æsíu á næsta ári. Það á að verða fljótandi hjúkrunafskóli þar. Fast starfslið verður 15 læknar, 20 hjúkrunarkonur og 20 aðstoðarmenn — auk 35 lækna, sem aðeins verða á skipinu 4 mánuði í senn. Yfir 700 lijúkrunarkonur hafa hoðizt til fararinnar og 300 læknar. Rekstur skipsins kostar 3,5 millj. dollara á ári, sem aflað er með frjálsum samskotum. Rússar ætla að kaupa eða leigja miklu fleiri brezkar kvikmyndir en áður. Er það árangur af brezkri „kvik- myndaliátíð“ í Moskvu. Og Bretar auka kaup á rúss- neskum kvikmyndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.