Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 11
, Miðvikudaginn 4. nóvember 1959 visia .. ... ’’ :j : ' Frh. af 9. s. ekki ákvæðin um Eyrarsunds- tollinn. Kristján I. nam þá úr gildi öll siglingarleyfi enskra skipa. Englendingar héldu engu að síður til íslands. Þeir drápu því hirðstjóra konungs, Björn hinn ríka vestur í Rifi á Snæ- fellsnesi, þegar hann var að krefja þá um skipatollinn. Þessi atburður hefur orðið frægur í íslenzkri sögu vegna manndóms ekkju hans, Olafar ríku, sem í stað þess að „gráta Björn bónda“, safnaði liði og fór að Englendingum og drap marga þeirra og hneppti aðra í varð- hald. Kristján I. svaraði með því að láta hertaka 7 ensk skip á Eyrarsundi 5.—8. júní 1468. Þannig hófst styrjöld milli Dana og Englenginga og dróg- ust norðurþýzkar Hansaborgir brátt inn í ófriðinn. Vopnahlé var samið 1473 með óbreyttu á- standi. Endanlegir friðarsamn- ingar náðust fyrst 1490. Við þá friðargerð veitti Hans I. Dana- konungur Englendingum leyfi til verzlu.nar og fiskveiða við ísland, ef þeir keyptu sér rétt til þeirra á 7 ára fresti. Þenna samningur varð að leggja fyrir alþingi við Öxará, til staðfestingar. En það er at- hyglisvert, að íslendingar felldu fiskveiðiheimildina niður úr samningnum. Á næstu árum hertu þeir baráttuna gegn er- lendum fiskimönnum við ís- land, með lagasetningum og voru duggarar dæmdir réttlaus- ir hvar sem þeir náðust, ef þeir ráku ekki verzlun. Samkvæmt íslenzkum lögum gátu því er- lendir fiskimenn keypt sér leyfi til fiskveiða með því að flytja íslendingum kærkominn varn- ing og kaupa af þeim fisk. Af enskum tollaskýrslum frá fyrri hluta 16. aldar sést, að fjöldi enskra fiskiskipa hefur notfært sér heimildina. Eins og fyrr er sagt, urðu all- ai- tilraunir norskra og danskra stjórnarvalda, til þess að hefta íslandssiglingar Englendinga á 15. öld árangurslausar. Einnig urðu því tilraunir þeirra 'til að beina Islandsverzluninni á forn- ar brautir til Björgvinjar ár- angurslausar. í styrjöldinni um 1470 tók Danakonungur að efla Hansamenn til íslandsferða, en Lýbika og Björgvinjar kontór- inn þýzki beitti sér eindregið gegn öllum beinum siglingum á milli íslands og Hansastað- anna. Hansamenn voru því ekki hættulegir keppendur Englend- ingum fyrst í stað við ísland. Allt fram á 8. tug 15, aldar eru Englendingar að' mestu ein- ráðir á hafinu við ísland, frá því að þeir hófu siglingar þang- að um 1409. Þótt siglingaleiðir lokuðust vegna styrjalda og sjóræningjar lægju fyrir kaup- förum, við eyjar og annes, þá var Englengingum ávallt ein leið allörugg. Það var leiðin, sem lá norður og vestur í haf til íslands og landanna sem fslend- ingar höfðu fundið, en þau voru öll varnarlaus fyrir ásókn hirma harðsvíruðu ensku sæfara. sem voru vel voonum búnir, en konungsvaldið dansk-norska, sem hafði tekið sér húsbónda- réttixm, yfir fslendingumí haföi ennþí. eíigác flote til að vnria rétt sinn. Þeir leituðu því lið- sinnis Hansaborganna, sem breytti viðhorfunum fljótlega. Eftir að Hansamenn hófu siglingar til íslands tók enska stjórnin að efla öryggi íslands- flotans, þess var gætt að hann væri vel búinn að vopnum og vistum, og senda herskip með honum til varnar. Elzta heim- ildin um slíkar öryggisráðstaf- anir er bréf Richard III. til sjó- manna í héruðunum Norfolk- og Suffolk, frá 23. febrúar 1484. Um aldamótin 1500 höfðu tugir og jafnvel allt ag 100 skipum látið úr höfn í Englandi og siglt norðvestur yfir Atlantshafið. Slíkar siglingar voru nýjung í vestur-evrópskri sögu. Nýtt flotaveldi var að rísa á legg, og leið þess lá í vesturátt. Um aldamótin 1500 eru Englending ar komnir lengst í að ná ítökum á íslandi, af þeim ástæðum, sem eru áður greindar. Það er varnarmáttleysi íslenzkra stjórnarvalda. En nú voru að verða tímamót á þessu sviði, því Hansastaðirnir voru komnir til sögunnar. Eftir það má segja að fari að halla undan fæti hjá Englendingum hér á landi. Hamborgarar og Brimarar voru þegnar Danakonungs, og Lý- bikumenn voru í bandalagi við hann. En þeir voru eina aflið sem hafði flota, sem var fært að mæta Englendingum á hafinu. Það sem gerði gæfumuninn, var það að Þjóðverjarnir komu vin- samlega fram við landsmenn, og virtu þá, og voru traustir og heiðarlegir í viðskiptum sínum, við þá. Þeir greiddu fyllsta verð fyrir allt sem þeir fengu hjá landsmönnum og lögðu sig lítt fram til fiskveiða, en keyptu skreiðina góðu verði. Englend- ingar beittu hins vegar allskon- ar yfirgangi og ribbaldahætti og fóru oft um fámenn héruð með báli og brandi. Fríverzlun og landhetgi. Frá fréttaritara Vísis Oslo í gær. Við erurn mjög undrandi að Bretar vilji ræða fríverzlunar- málið og landhelgismálið á sama vettvangi, sagði formað- ur ■ samtökum noskra útvegs- manna á ársþingi þeirra á dögunum. Þetta eru óskild mál og verða ekki rædd sameiginlega. Við lýsum ýfir ánægju okkar á stefnu ríkisstjórnarinnar að halda þessum málum algerlega aðskildum á alþjóðaráðstefnu eða í samningaviðræðum. Treg veiði í reknet Reknetaveiðar ganga enn mjög stirt. Bátarnir voru úti i fyrrinótt út af Selvogi. Hæsti afli á bát mun hafa verið tunnur, og Sigurbjörg Akranesi var með rúmar 50 tunnur. Flestir fengu lítið eða ekki neitt. Síldin er mjög léleg, blönduð millisíld, 17 til 20 pró- sent að fitu. Enginn bátur var úti í nótt. Nökkrir hugðust liggjá úti en komu inn vegna veðurs. BeSgísk sendiráðskona ger landræk. Pólska stjórnin hefur vísað úr landi belgiskri sendiráðs- konu. Hún er ráðunautur við sendi- ráðið og er sökuð um að hafa notað aðstöðu sína til þess að koma úr landi óheimilum upp- lsingum. Um þetta snýst þai Vegna gæða hefir Ötker lyftiduft í meira en 42 löndum fengið hrós og verið eftirsótt af húsmæðrum. Baksturinn heppnast vel. 1 Ötker lyftiduft, bæði rkökur og ; smákökur. j Hafið ávallt við hendina auka dós, af Ötker lyftidufti, þá komist þéf aldrei í vandræði með baksturinn. Vágestur í Vest- urhöfn. Á hverju ári horfa 20 milljónir manna í Bándarikjunum á hin 16 úrvals baseball lið keppa víðsvegar í Bandaríkjunum. Það er óhætt að fullyrða að aðrar 20 milljónir manna horfi á kappleiki fvrsta flokks baseball flokka og skólaliða. Baseball má teija vinsælustu íþrótt í Bandaríkjunum. Leikurinn er í aðalatiiðum líkur „slagbolta eða ,,kíluboIta“. eins og hann er kallaður í Reykjavík, enda mun kílubolti vera útþynnning af baseball. í leiknum eru tvö lið, annað á velli, hitt heima. Þeir sem heima eru, reyna að slá boltann með kylfu og hlaupa síðan yíir reitina þrjá og heim aftur, án þess að þeir sem eru úti á velli geti snert hann með boltanum. Niu leikmenn eru í hvoru liði. Það liðið sem nær flestum hlaupum milli reita vinnur. Kjarni boltans er úr korki og vaftnn með þræði og klæddur leðri. Leikmenn nota stóran glófa á þeirri hendi sem þ$ir grípa boltann með . - I nótt var brotist inn í veit- ingastofuna Vesturhöfn við Grandagarð. Hafði þjófurinn getað krækt upp glugga, og smokrað sér inn um hann. Tók hann þar til að gramsa í vörum, og stal 18 pökkum af vindlingum, 85 pökkum af sígarettum, smá- vegis af sælgæti og um 450 krónum í peningum. Ekki virðist hann hafa gert sig ánægðan með þetta, því hann mun hafa komið auga á næsta hurð, sem reyndar lá út í bakdyragang, og hana braut hann upp með offorsi og skemmdi. Þjófurinn hefur ekki náðst ennþá, en það verður vafalaust ekki langt þangað til. Tuttugu og fjögur sovézk ungmenni cru komin í heim sókn til Brctlands og dvelj- ast þar, með brezkum ung mennum til þess að kynnast áhugamálum þeirra og lífs- venjum. Hópurinn dvelst mánaðartfana i landinu. TIL SÖLU Allar tegundir BÚVÉLA. Mikið úrval af öllum tfar-o undum BIFREIÐA. BfLA- og BÚVÉLASALAH Baldursgötu 8. Síml 23136, Samkomur KRISTNIBOÐS sambandið. Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8.30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. —■ Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. (183 PB æ k u r , . ANTIQUAKiAT GAMLAR BÆKUR til sölu. — Hver er maður- inn? Ferðabækur Eggerts og Bjarna Pálssonar. Ferða- bók Sveins Pálssonar. Fagr- ar heyrði eg raddirnar. Vaka. Landnám Ingólfs. Ljóðabækur, rímur og fl. — Fornbókaverzlunin, Hafnar- stræti 16. Gengið inn fíá Kolasundi. (196 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.