Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 10
10 VlSIB Miðvikudaginn 4. nó-vember 1959 :—; ; ■ ^ ■ ii ermina jS/íff/p ■ Black: ★ i‘/rrnu AD •. ; blHll • 11 An j 35 Virðingu fyrir þvi, sem kallaö er æra. Hann er alls ekki þröng- sýnn, — hann viðurkennir afdráttarlaust að það þarf allskonar fólk til að byggja heiminn. Þó hann hefði megnustu andúð á ýmsum kunningjum mínum þá gaf hann mér frjálsar hendur, af þvi að hann vissi að eg þurfti að læra af reynslunni sjálf. Hann hafði kennt mér ákveðin megin-boðorð, og hann hefði aldrei getað hugsað sér að eg bryti þau. Eg er hrædd um að hjarta hans mundi bresta ef hann ætti að upplifa að fólk starði á mig og benti á mig. Æ, Ross! Hún tók höndunum fyrir andlitið. — Skilurðu það ekki? Umtalið, blöðin — blaðamennirnir, sem mundu reyna að hafa tal af mér! Og verst af öllu væri þó með- vitundin um að hann hafði treyst mér — og að eg hafði brugðist honum. — Svona, svona, ástin mín — taktu þessu nú rólega. Hann tók um höndina á henni og læknisaugu hans voru ekki í vafa um að henni lá við örvæntingarkasti. Hann sagði fastmæltur og einbeittur: — Þú gerir miklu meira úr þessu en það er. — Ekki meira en Sonía getur komið til leiðar, sagði hún beisk. Hann hristi höfuðið. — Hún getur ekki með nokkru móti lagt fram nægileg skilríki til þess að fá hjónaskilnaö. — Getur hún ekki? Allt í einu mundi Caria það eina, sem hún haföi ekki sagt honum. Það sem Sonia hafði sagt um gestina í húsi Adersleys í Sussex. Það var rétt, sem hún hafði svarað Soniu, að gestirnir gengu út og inn hver hjá öðrum, þegar þeim bauð svo við að horfa. Ef maður vildi vera í friði, læsti maður að sér dyrunum, og þá hlóu hinir sig máttlausa, og gerðu allskonar tvíræðar athugasemdir. Auk þess voru jafnan miklar áfengis- veitingar þar, og það bar oft við eftir háttatíma að gestirnir söfnuðust saman hver annara herbergjum. Oftast hafði þetta verið í fullu sakleysi — þó ekki hefði allt verið jafn saklaust. Nóttina sem Betty Owins hafði séð Basil koma úr herbergi Cariu hafði hann verið þar með að minnsta kosti sex öðrum, sem hún hafði losnað við smátt og smátt því að hún var þreytt. Tiu mínútum síðar hafði Basil komið inn aftúr til þess að biðja um svefnpillu. Hún hafði skipað honum út samstundis og hann hafði fengið pillurnar, syfjuð og ónug. En hver mundi trúa því? Allt í einu fann hún að hún gat ekki sagt Ross þessa sögu — hún fann að hún gat ekki karfist svo mikils trausts af honum. Og þó hann tryði henni, mundi sagan gefa fólki tilefni til að hafa i frammi ljótar dylgjur, og við tilhugsunina um það fór um hana hiti og hrollur á víxl. — Hlustaðu á mig, Ross, sagði hún örvæntandi. — Eg get — get blátt áfram ekki afborið þetta. Það er ekki aðeins hann pabbi — eða þú sjálfur. Þó að þú vitir hve mikils virði þið báöir eruð mér. Það er eg — eg, sem er bleyða. — Vitanlega ertu engin bleyða, sagði hann. — Þaö er ofur eðilegt að þú eigir erfitt með að sætta þig við þessa tilhugsun, að finna einhverja lausn á þessu máli.... Hann tók utan um hana og þrýsti henni fast að sér. Hún lyfti andlitinu og munnar þeirra mættust. Eftir nokkra stund sagði hann hikandi: — Þér dettur vonandi ekki eitt augna- blik í hug að eg ætli aö horfa rólegur á, að eg eigi að missa þig? — Nei, eg þoli ekki að missa þig, Ross. Hún þrýsti sér að hon- um. — Eg elska þig svo heitt — þú ert mér meira virði en lífið. Ó, aö eg hefði ekki verið svona ótrúlega mikið flón! Þetta var óp frá hjartanu og það endurómaði í honum. En hann svaraði: — Þú ert mér líka lífið sjálf, og ekkert getur skilið okkur. Þú mátt ekki vera deig í þessu máli. Við verðum að berjast — og einhvemveginn skulum við sigra. Caria opnaði augun þegar stúlkan setti tebakkann á nátt- borðið. Svo lagði hún þau aftur. Hún þorði ekki að horfast í augu við nýjan daginn. — Er hr. Barrington farinn út, Simpson? spurði hún. — Já, ungfrú. Hann bað mig um að skila, að ef þér væruð ekki bundin langaði hann til að þér borðuðuð hádegisverð með sér í klúbbnum. Klukkan 13,30 stundvíslega. — Já. En eg fer ekki á fætur strax. Mér leið svo illa í nótt. — Það var leitt að heyra. Á eg að koma með morgunverðinn seinna? sagði Simpson vorkennandi. — Hvað er klukkan? spurði Caria. Og þegar hún hafði fengið að vita það, bað hún um morgunverðinn hálftíma síðar. — Og viljið þér gera svo vel að hafa baðið til tíu mínútum áður? En áður en Simpson var komin út úr herberginu fann Caria að henni var ómögulegt að sofna aftur. Hún hafði verið dauð- uppgefin þegar hún kom heim í nótt eftir samtalið við Ross. Hann hafði orðið reiðari og reiðari og afráðið að tala við Soniu til úrslita. Þegar Caria hélt því fram að það væri gagns- laust, hafði hann sagt að bezt væri að segja Barrington upp alla söguna og láta hann taka málið að sér. En þá hafði hún æðrast enn meir og endurtekið það sem hún hafði áður sagt um sjónar- mið föður síns og grátbænt Ross, þangað til hann lofaði að tala ekki við Barrington án hennar vitundar, en þó með því skilyrði aö hún ryfi ekki trúlofunina. Þannig stóð málið þegar þau skildu. Það yrði nauðsynlegt að fresta brúðkaupsdeginum, en að öðru kosti skyldi allt vera óbreytt. Sonia hafði komið sínu fram. Caria og Ross höfðu gert mála- miðlun með því að fresta brúðkaupinu. En málamiðlun er venju- lega engin lausn. Ross vissi að ef Caria fengi ekki frest á vand- anum mundi hún fá taugakast. Og af því að hann elskaði liana varð hann að taka tillit til vandans, sem hún var komin i. Og þó honum finndist þaö auðmýkjandi varð hann að viðurkenna, að það var frú Frayne, sem nú hafði bæði töglin og halgdirnar. Hneykslismál eins og það sem Sonia hótaði þeim mundi eyði- leggja fyrir þeim báðum, og þó að þau áræddu að berjast og láta hneykslið dynja á sér, var þó óhjákvæmilegt að taka tillit til Rogers Barringtons. Ross áfelldist fyrst og fremst Basil Frayne. Hann hefði langað til að lúskra þeim lubba eftirminnilega. Eitt vandamáiið var að finna hæfilega afsökun, ef þau yrðu að fresta brúðkaupinu. i Það var þetta sem Caria var að glíma við þarna sem hún lá og starði á þilið. Hún hafði verið þreyttari en svo að hún gæti hugsað skýrt, er hún kom heim í nótt. En nú varð hún að horf- a.st í augu viö beiskar staðreyndir. Þau urðu að búa til nothæfa áætlun. Verst var að faðir hennar var svo skarpskygn að hann lét ekki blekkjast af miður sennilegum skýringum. Jæja, ekki stoðaði að liggja svcna og sýta. Hún hafði enn ráðrúm til að hugsa þetta mál. Hún þurfti ekki að segja föður sínum frá því strax. Mestu varðaði að hann sæi ekki á henni að eitthvað amaði að. Hún afréð að fara gangandi í klúbbinn. Og þegar hún gekk yfir Berkeley Square minntist hún þess hve sæl hún hefði verið um þetta leyti í gær. í dag var enn meira sólskin. Grasið virtist enn grænna og trén enn frísklegri með nýja vorlaufið. Tveir menn gengu fram E. R. Burroughs TARZAIM - | ÖiljJM HÍWMJ ‘ , (§]$) -Austurstrasti ■ 3129 IN THE MOKNINS, OPEWEf THS CEl WAKILY JOINIEI7 ESCOKTS. THE PKSSONEKS ■L PGOK ANP TI-ÍEIK FSLINE Um morguninn opnuðu þeir klefadyrnar og fyrir utan biðu kettirnir. Hlé- TME LEOPAR7S INSTANTLY KESPCMPER ANP UR.GEP Tí-IEfA TO WAL< TOWAK.P THE TEfAPLE. barðarnir létu ekki á sér standa og smöluðu föngun- um á undan sér til hallar- innar. Þeir gengu inn í við-I hafnarsalinn þar sem fyrir voru þeir sem kvæntast áttu [ ásamt fleixú mönnum og svo hinar óhamingjusömu konur. „Gagn og gaman" í nýjum búningi. Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út nýja úfgáfu af Gagni og gaman, öðru hefti, sem Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri og ísak Jónsson skólastjóri hafa tekið saman. . Um 80 litprentaðar myndir eru í bókinni, gerðar af Tryggva Magnússyni og Þór- dísi Tryggvadóttur. Pi-entun annaðist Lithoprent. — Þetta er önnur bókin, sem ríkisútgáf- an lætur litprenta. Það er setl- un útgáfustjórnarinnar að gefa út á næstu árum fleiri litprent- aðar bækur. Meiri hluti myndanna í þessu hefti eru úr eldi'i útgáfu Gagns og gamans. Leskaflarnir, er myndunum fylgja, eru aftur á móti nærri allir nýir, þegar undanskilin eru ljóð og rím eft- ir skáldin Jóhannes úr Kötlum, Margréti Jónsdóttur og Sig. Júl. Jóhannesson. Fimmtíu og fjórar fyrirsagn- ir eru í heftinu og ná flestir kaflarnir yfir eina opnu. — Sögurnar eru valdar úr heimi barnanna, um stöi-f þeirra, at- hafnir ,og leiki, inni og úti heima og í skóla , ein eða með leiksystkinum, í dreifbýli, nú og áður fyrr. Fullorðnir koma þar við sögu, einkum mamma og pabbi, amma og afi. Einnig er vikið nokkuð að tímanum, eins og dögum, mán- uðum og tyllidögum (sumar- dagurinn fyrsti, bolludagur, öskudagur). — Orðin í öðru heftinu eru yfirleitt stutt, eins til tveggja atkvæða orð, og flestar línur eru sjálfstæð málsgrein, sem endar í punkti. En þetta auðveldar mjög lesti'- arnám fyrir algera byi'jendur: Það mun von höfundanna, að sé haglega á haldjð, geti byrjendur oi'ðið allsjálfbjarga í lestri, eftir að hafa farið yfir fvrsta og annað hefti af Gagni og gamni. Höfundar hafa reynt að miða samning Gagns og gam- ans, við beztu reynslu, sem fengin er hér heima, og haft hliðsjón af í-eynslu ýmmissa annarra þjóða, vai'ðandi lesti'- arkennslu og lestranám. Kampavíns- bardagi. Tólf frönsk fyrirtæki, sém framleiða kampavín, hafa höfð- að mál til bess að fá bann lagt við því, að spænskt fyrirtæki auglýsi framleiðslu sína sem kampavín. Fyrirtækið er Costa Brava Wine Co. í London. — Málið er komið fyrir hæstarétt, sem hefur frestað úrskurði í mál- inú. Undirréttur hafði úx-skui'ð- að, að kampavínsnafnið væxú ekki einkaeign Frakka, en vildu ekki una því. Bandaríkjastjórn tilkynnir, að aðeins 4 eldflaugasveitir, sem þjálfaðar eru í með- ferð eldflauga af Thor-gerð, verði sendar til erlendra bækistöðva. Þær verða all- ar á Bretlandi. — Upphaf- lega var gert ráð fyrir, að þær yrðu 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.