Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 04.11.1959, Blaðsíða 9
rlBis iliðvikudaginn 4. nóvember 1959 Landhelgismálið í ljósi sögunnar. Framh. af 3. síðu. unar við skattlönd norska rík- ísins. íslendingar voru og litt hrifnir af erlendum sjómönnum á fiskimiðunum við landið. Ár- ið 1413 bannaði Eiríkur Dana- konungur íslendingum að verzla við erlenda kaupmenn, sem þeir höfðu ekki haft skipti við áður. Slík bönn voru bara út í bláinn, því Danir voru þá ekkert flotaveldi, og umboðs- stjórnin á íslandi því umkomu- • • aldrei verið mjög góður mark- aður í Björgvin, því Norðmenn höfðu gnægð fiskjar sjálfir í heimalandi sínu. Við kaupsigl- ingu Englendinga til landsins opnaðist íslendingum nýr og betri markaður fyrir fisk sinn því Englendingar buðu helm- ingi betra verð, en Norðmenn höfðu gert. Englendingar drápu því kaupsiglingu Norðmanna til íslands niður á fáum árum. Hið aldagamla efnahagssam- lands. til ársins 1425, eða á 16 til 17 ára tímabili. Skýrsla sú, er alllöng og eru þar talin upp margs konar ofbeldisverk þeirra. Svo nokkur séu nefnd má nefna: „Þeir eyddu Ólafs- fjörð og Hrísey, brenndu kirkj- urnar í Hrisey og á Húsavík og rændu kirkjuna í Grímsey. Þeir rændu fé og fólki og hnepptu í ánauð, sams konar strandhögg gerðu Englendingar víðar í ríki Eiríks konungs, einkum í Fær- eyjum og í Norður-Noregi. Hér á landi rændu þeir Dani og aðra umboðsmenn konungs hvenær sem þeir gátu. Þeir drápu suma, j eða særðu og fluttu nokkra i Dani í haldi til Englands. Kon- ~''8V ; :.D ~ ílllf: lítil til stórræða. Konungur varð því að neyta annara bragða til að stöðva þann leka sem kom in var í tollheimtuna hans á ís- landi. IV. Deilurnar hef jast um fiskveiðiréttinn við Islánd. Þegar Hinrik V. Englandskon ungur kom heim að unnum frægum sigri, við Agincourt, biðu hans í London sendimenn norsku krúnunnar, sem kærðu nýuppteknar löglausar fisk- J veiðar og verzlun Englendinga; við ísland, og aðrar fiskveiði- j eyjar Noregskonungs. Þar með hófust deilurnar um fiskveiði- réttinn við ísland og þeim er ekki lokið enn í dag. Hinrik V. varð vinsamlega við kærum frænda síns og bannaði Englendingum að sigla til íslands nema samkvæmt fornri venju. Þetta bann var á eftir tilkynnt í enskum hafnar- borgum. Því var samstundis mótmælt kröftuglega af Neðri málstofu enska þingsins. Enska stjórnin virðist ekki hafa gert neitt til að framfylgja banninu, á næstu árum. enda ■ virðist ensk sigling til íslands hafa aukizt stöðugt. fslenzkir annálar herma að árið 1419 hafi 25 ensk skip farizt við ísland á skírdag í ofviðri, en fátt er rit- að um enskan skipafjölda á ís- landsmiðum á 15. og 16. öld, en talið að þau hafi oft verið um 100. Eins og endranær var fiskur aðalframleiðsluvara íslendinga j um þessar mundir, en fyr- j ir íslenzka skreið hafði I Skip frá byrjun 15. aldar. band þessara landa var úr sög- unni fyrir fullt og allt. Eins og áður er sagt fögnuðu því íslendingar kaupsiglingu Englendinga, en börðust gegn fiskyeiðum þeirra á ýmsan hátt. Á alþingi reyndu íslenzk stjórn arvöld, að skipuleggja athafnir Englendinga með lögum og sam- ræma þær hagsmunum landsins og leyfisveitingum, en konungs valdið og Björgvinjar kaup- menn, með það á bak við sig, gripu fram fyrir hendur þeirra. Af því hlaust hin mesta skálm- öld hér, eins og fyrr er sagt og hélst svo út allar 15. öldina, og fram á þá 16. Nýr hirðstjóri var skipaður og sendur til íslands og þýzkur verzlunarerindreki með honum, en Lýbíumenn voru þá orðnir alls ráðandi um verzlunina í Björgvin. Þeir félagar, það er hirðstjórinn Hannes Pálsson og verzlunarerindrekinn Stephan Schellendorf, riptuðu tilskipun- um fslendinga og sviptu menn embættum, og reyndu að skera upp herör gegn Englendingum. Árið 1425 ítrekaði Danakon- ungur bannið við siglingum út- lendinga til norskra skattlanda. Englendingar létu síður en svo skipast við slík boð, þeir tóku landstjóra konungs, Hannes Pálsson, höndum, ásamt helztu aðstoðarmönnum hans og fluttu þá sem fanga til Englands. Út frá því ofbeldisverki samdi Hannes Pálsson skýrslu um yf- irgang og ofbeldi Englendinga, sem þeir höfðu framið á íslandi, frá þeim tíma að þeir byrjuðu að venja komur sínar til ís- ungsgarðinn á Bessastöðum eyddu þeir hvað eftir annað.“ Margt fleira er talið í þessari skýrslu,. sem Hannes Pálsson samdi vegna ofbeldisverka Eng- lendinga. Æðstu menn Englands voru þá tveir bræður: Henry Beau- fort, biskup af Winchester og Sir Thomas Beaufort, hertogi af Exeter, flotaforingi og ríkis- kanslari. Þessir menn fóru með völdin þá, vegna þess að kon- ungurinn, Hinrik VI var á barns aldri. Þeir fengu skýrslu Hann- esar Pálssonar og kæru hans til meðferðar 1425. Einnig var skýrslan og mál Hannesar lagt fyrir nórska ríkisvaldið. Þann 3. september kemur norska ríkisráðið saman til ! fundar, og tekur kærur Hannes- ar til meðferðar, frá þeim fundi er eftirfarandi sagt: „Tekinhafa verið vottorð frá mörgum trú- verðugum mönnum, sem sóru ! eið samkvæmt norskum lögum, I um sakir og greinar ofbeldis- verka Englendinga, frá Hulí, Jórvík og Lynn og öðrum stöð- um á Englandi, en þeir frömdu , þau á íslandi, og eyjimi þar í I kring. En þessar sakir og of- ! beldisverk væru eins og vér höf : um sannfrétt, kunngjörð skrif- 1 lega göfugu ráði Englands kon- ; ungs, og sérstaklega herra Her- j toganum af Exeter, aðmíráii i Englands, af virðulegum manni Hannesi Pálssyni, umboðs- manni herra konungs vors, í I Noregi og í Danmörku o. s. frv. | Vér höfum fundið ljóslega, með nákvæmri rannsókn og lög- ! legum vottorðum margra trú- verðugra manna, eins og fyrr greinir, að þessar grein- ar séu allar sannanlega réttar, að því viðbættu að þess- ir sömu Englendingar hafa einn- ig framið mörg önnur illvirki, en vér teljum þau ekki fram að sinni, sökum þess að það yrði svo langt mál, og leiðinlegt á að hlýða fyrir áheyrendur.“ Þann- ig hljóðar skýrsla Björgvinjar- ráðsins, af fundi, þar sem kæra og skýrsla Hannesar Pálssonar var tekin fyrir. Ákærur hans eru staðfestar í öllum greinum, og enska ríkisstjórnin fellst einnig á þá niðurstöðu, því hún bannar í orði kveðnu allar sigl- ingar til íslands, og er tilskip- un frá hertoganum af Exeter lesin upp í borgarráðinu í Lynn 15. apríl 1426. En þar með var ekki sagt að siglingar Englend- inga til fslands hafi verið stöðv- aðar, því þær héldu áfram eftir 1 sem áður, með margskonar á- rekstrum. Út af þessum ofbeldisverkum jukust deilur milli ensku og dönsku rikisstjórnanna, en þeim lauk með því að enska þingið setti lög 29. sept. 1429, þess efnis að Englendingar, sem girntust að kaupa skreið, skuli einungis sigla til „Stapúlunnar“ í Björgvin, innan norska ríkis- ins, en þar hafi hinn ágæti Ei ríkur konungur veitt Englend ingum sömu réttindi til verzl unar og Hansamönnum. Þess lög voru ítrekuð með samningi ! á milli stjórnanna 1432 og enskri tilskipun 1444. En öll voru þessi lög eða fyrirmæli að engu höfð af enskum sæförum, eins og bezt kemur fram í er- ' indi um ísland í The Libelle of Englyshe Polycye, sem talið er frá árinu 1436, en þar segir á miðaldaensku: „Of Yseland to wrythe is lytill nede, save for stokfisch, yit for sothein dede. Out of Bristow and costis many one, men have practised by nedle an by stone. Thiderwardes wythine a lytel whylle Wythine xij yere, as men were wonte of olde. Of Scarborough unto the costes colde; And now so fele shippes thys yere ther were, That moch losses for unfraught they bare.“ Þessu erindi hefur íslenzkur hagyrðingur snúið á íslenzku með hinni snilldarlegu hrynjandi íslenzkrar tungu — þannig: „Um ísland er þarflaus orðagnótt, utan hvað skreiðin er þangað sótt. Til heilla um braut og heim um ál, er heitið á stein og segulnál. Frá Býrstofu er skroppið á skammri stund og Skarðaborg um hin köldu sund, 'j og fleyi stýrt undan hrönnum hratt. Og hafa skulu menn fyrir satt, að svo mörg skip hafi siglt í ár, að sumra varð hluturinn minni en smár.“ Þetta kvæði segir berum orð- um, að enski sæfarar hafa ekki tekið fyrirmæli ríkisstjórnar sinnar alvarlega, því þeir sigla til íslands eftir sem áður, enda var ennþá engum flota beitt til að hindra þá, og ekki heldur tiltækilegur. En danska ríkis-j stjórnin átti þá einn leik á borði, og greip nú til hans. V. Danakonungur grípur til gagnráðstafana 1447. Þessi leikur var tiltækilegur vegna þess að Danir réðu yfir siglingaleiðinni inn á Eystrasalt Árið 1447 lét Danakonungur | hertaka nokkur ensk skip, á Eyrarsundi, og neyddi ensku ríkisstjórnina á þann veg til samninga. Vopnahlé vai' samið 1449 og skyldi haldast í tvö ár,; en á því tímabili var ákveðið, að enskir kaupmenn mættu hvorki sigla til íslands. Hálogalands, né Finnmerkur, án sérstaks leyfis Noregskonungs. En þar með gafst dansk-norska ríkisstjórnin upp við þá fyrirætlun að úti- loka algjörlega verzlun Englend inga við ísland. Eftirtektarvert er, að hvergi er rninnst á fisk- veiðar í samningi þessum. Hins vegar segir í lagabálki, sem kon- ungur sendir íslendingum árið eftir, að allir engelskir og írsk- ir menn sem til íslands sigli séu útlægir og friðlausir, og skip þeirra og góss upptækt, nema þeir hafi í höndum siglingaleyfi frá konungi. Um þessar mundir reyndi danska ríkisstjórnin, að efla umboðsstjórn sína og skatt- heimtu á íslandi en án sýnilegs árangurs. Þótt ríkisstjórnirnar ensku og dansku semdu, þá skorti bæði löndin ennþá flota til að halda hinum framsæknu og óbilgjörnu ensku sæförum í skefjum. Fiskiskipin og kaup- skipin voru vel vopnuð og bú- in harðskeyttu og samvizku- lausu liði, sem fór sínu fram. ,,Hansasambandið“ var eina veldið í Norður-Evrópu, sem gat skákað Englendingum við strendur íslands. En íslands- verzlunin freistaði ekki ennþá færustu borga þess. Norska skreiðarverzlunin var í höndum Lybiku, og virtist hafa fullnægt skreiðarþörfunni á meginland- inu. Ef það reyndist ógjörlegt að einoka íslandsverzlunina í Björgvin, töldu Lýbikumenn hag sínum bezt borgið með því, að hún hafnaði í Englandi, en þar ráku Lýbikumenn enga teljandi fiskverzlun. Eftir 1449 gátu enskir sæ- farar keypt sér leyfi til íslands- ferða hjá Danakonungi, en fæstir þeirra hirtu um það. ís- landssiglingarnar urðu því á- fram stöðugt deiluefni á milli ríkisstjórnanna, og ennþá var sezt að samningaborðinu 1465. í þeim samningum, sem nú voru gerðir, segir að Englendingar megi sigla til íslands með leyfi Dana konungs, en hvorki til Hálogalands né Finnmerkur, nema í hafsnauð. Þessi greinar- munur á norsku skattlöndunum er sennilega gerður að ósk Hansamanna. Englandskonungur staðfesti Framh. á 11. síðu. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.