Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 3
ð Fimmtudagur 28. júní 1962. ''ISIR Fagnaður á | 6» Elns og við sögðum frá fyrir nokkrum dögum hcr í blaðinu þá héldu ísiendingar í London 17. júní fagnað sinn með ný- stárlegum hætti að þessu sinni. Leigðu þeir sér skemmtisnekkju og föru í kvöidhúminu eftir Thamesá við dans og söng eftir að góðar veitingar höfðu verið þegnar hjá hinum ágæta fuli- trúa lands vors í London, Henrik Sv. Björnssyni og konu hans. Potturinn og pannan í undirbúningi fagnaðarins var Björn Björnsson stórkaupmað- ur sem fjölmörgum löndum er kunnur og unnnið hefir mikið starf í ísiendingafélaginu, en formaður þess er Jóhann Sig- urðsson, umboðsmaður Flugfé- Iagsins í London. Ferðin á ánni heppnaðist mjög vei og tóku þátt í henni ýmsir kunnir borgarar, Krist- mann Guðmundsson rithöfund- ur, Einar Pálsson skólastjóri og rithöfundur, Hilmar Garðars lögmaður o. fl. Birtum viö hér í Myndsjánni í dag nokkrar myndir frá ferð- inni. Frá vinstri: Páll Aðalsteinsson skipstjóri f Grimsby, frú Steinunn Briem, kona Krist- manns Guömundssonar, frú Nanna Zöega, kona Þórarins Olgeirssonar ræðismanns í Grimsby, ungfrú Helga Finnsdóttir, dóttir dr. Finns Guðmundssonar, Kristmann Guð- mundsson og kona Páls Aðalsteinssonar. Frú Elinborg Ferrier, ásamt þremur ungum blómarósum. Frá vinstri: Frú Elinborg Stefánsson, frú Ingunn Sveinsdóttir, kona Haralds Böðvars- sonar, frú Hulda Bjömsson, Jökull Jakobsson blaðamaður, Einar Pálsson rithöfundur og Bjöm Bjömsson stórkaupmaður. K> ' ' • Karl Strand læknir, sem búið hefur í London um 20 ár og fjölmargir Islendingar hafa leitað læknisráða hjá. Á þessari mynd má sjá t. h. Jóhann Sigurðsson form. félagsins er situr andspænis konu sinni, Hilmar Garðarson lögmann o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.