Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. júní 1962. 5 V'SSIR \* ; Danimir sýndu lakari leik en almennt var búizt við. Þó var það að þejr höfðu alltaf yfir- tökin í Ieiknum og Geir í marki átti annríkan dág. Þurfti hann þá bæði að beita höndum og fótum. Framarar úthaldslausir? Það er nú að koma á daginn að Framarar, toppliðið I íslenzku 1. deildinni, hefur ekki úthald í 2 x 45 mínútna leik .Eða hvernig eiga hinir fjölmörgu áhorfendur á Laug- ardalsvellinum f gær og eins á mánudaginn, er Fram lék við KR, að skilja það að liðið skuli gjör- samlega hætta öllu vinámi f síðari hálfleik. E. t. v. hefur leikurinn við KR líka haft sitt að segja, enda ekki nema 2 kvöld sfðan sá erfiði leikur þeirra fór fram og 2 menn meiddir, Hrannar, sem lék ekki að þessu sinni og Gumundur Ósk- arsson, sem lék annan hálfleikinn, eins og fyrr greinir. Beztir af Fröm urum að þessu sinin voru Halldór og Sigurður nýliðinn í stöðu h. bakvarðar, mjög mikið efni er þar á ferðinni og Geir f markinu átti ágætan Ieik og gat ekki að mörk- unum gert. 1 framlínunni voru Baldur og Grétar langbezt vakandi, en það var ekki nóg hinir voru ekki með. Guðbjörn Jónsson dæmi leikinn og gerði það allvel. Valbjöm meí nýju stöngina í kvöíd Frjálsíþróttamót ÍR fer fram á Melavellinum í kvöld, fimmtudag- inn 28. júní og hefst aðalkeppnin kl. 8,30 síðdegis, en aðalkeppnin í hástökki og spjótkasti byrjar kl. 7,30. Keppt verður í eftirfarandi grein um: 200, 1500, 4x100 m boðhlaupi, 80 m hlaupi sveina, 100 m hlaupi unglinga, kúluvarpi, spjótkasti, sleggjukasti, Iangstökki, hástökki, stangarstökki. Allir fremstu íþróttamenn lands- ins mæta til keppninnar, þ.á.m. Vil- hjálmur Einarsson, Valbjörn Þnr- Iáksson, Kristleifur Guðbjörnsson, Gunnar Huseby, Guðmundur Her- Leikurinn tölum Bæði mörk Dananna skoraði miðframherjinn Hans Andresen, einn bezti maður þeirra. Hér kemur fyrra markið - langskot, sem Geir er ekki langt frá því að verja . . . Mörk SBU 2 FRAM 0 Skot á mark 11 10 Skalli á mark 3 3 Varið 6 6 Homspymur 8 5 Aukaspyrnur 12 10 Innköst 25 14 mannssou, Jón Pétursson, Þorvald- ur Jónasson og Olfar Teitsson. Valbjöm Þorláksson mun nú nota hina nýju trefjastöng sína, en hann hefur að undanförnu æft sig af kappi og má því búast við miklum árangri, er hann hefur náð tökum á hinni nýju stöng. Vilhjálmur Einarsson er nú óð- um að komast f góða æfingu og er nýbúinn að sigra í keppni um for- sctabikarinn. Má þvi vænta eftir- tektarverðs árangurs í Iangstökki. Gaman verður að sjá hvaða keppni hinir ungu bráðefnilegu íþrötta- menn Úlfar Teitsson og Þorvaldur Jónasson veita Vilhjálmi í lang- stökki. ! í kúluvarpi og spjótkasti má og búast við harðrí og jafnri keppni. Þar mætast enn sem fyrr hinir gamalreyndu kappar, Gunnar Huseby og Guðmundur Hermanns son. Má vænta góðs árangurs hjá báðum og víst er að keppnin verð ur afar hörð. í kúluvarpi keppir einnig hinn stórefnilegi unglingur Kjartan Guðjónsson, sem á þessu suinri hefur bætt mjög árangur sinn, úr 11,60 m í 14,30 m. Er hann óðum a ðnálgast bezta ár- angur Gunnars Huseby og Vil- hjálms Vimundarsonar, er þeir voru á hans aldri og má nú búast | Framh. á bls. 10. ! s I * * s I „FRAM-BUNING" foss var hins vegar alveg eins og hann hefur verið um alda- raðir, stórkostlegur, ægifagur og tignarlegur allt í senn. Eitt skyggir þar þó á þessa trölls- legu fegurð og er þar átt við hinar ósæmilegu skúrbygging- ar, sem þar standa og kannske líka veginn sem liggur að foss- inum, en það virðist vera göm- ul hestagata, sem krækir fyrir hverja smáþúfu. Undruðust full trúarnir leikni bílstjórans sem rólegur sat við stýrið. Stað- hæfðu sumir í gamni að brúin á einni ánni hefði verið mjórri en bíllinn, sem samt komst yf- ir. Um kvöldið var snæddur kvöldverður í Skíðaskálanum í Hveradölum en síðan haldið til Reykjavíkur. En það var gert margt fleira en að skoða náttúrufyrirbæri og undur mannanna. í veitinga sal Greips bónda við Geysi var haldinn fundur og var fram- sögumaðurinn Torsten Tégner, ritstjóri Idrottsbladet í Stokk- hólmi og ræddi um efnið „í- þróttamaðurinn — íþróttaleið- toginn — íþróttafréttamaður- inn“. Var það almenn skoðun manna að íþróttafréttaritarinn á ekki að vera í félagsstörfum íþróttafélaga samtímis. Tégner var hins vegar á ann- arri r.koðun og taldi að íþrótta- fréttaritaranum væri nauðsyn í starfi sínu að hafa náin kynni af félagsmálum íþróttafélaga og gæti þetta vel farið saman. Sama væri um íþróttamanninn að hann gæti líka verið íþrótta fréttarjtari um leið. Margir tóku til máls en allir voru á sama máli: Að þessir þrír hópar eigi alltaf að vera aðskildir, það sé a.m.k. æski- legt. Annar dagur möts íþrótta- fréttamanna. Þriðjudagur 13. júní. Þátttakendur fóru þennan dag til frægra sögustaða og skoðuðu merkisstaði í nágrenni Reykjavíkur. Eldsnemma morg uns var að sjálfsögðu farið i Sundlaug Vesturbæjar eins og alla aðra daga mótsins, en að sundi Ioknu var haldið sem Ieið liggur upp í Áburðarverksmiðj una í Gufunesi. Var verksmiðj- an skoðuð og sýndi framkvstj. Hjálmar Finnsson hina merki- legu framleiðslu, ” sem þar á sér stað og þótti fulltrúum mik ið til koma, er „engu“ er breytt í áburðinn KJARNA, en hann er búinn til úr andrúmsloftinu ef svo má segja. Frá Áburðarverksmiðjunni og furðuverkum hennar var haldið að Hlégarði þar sem Ás- björn Sigurjónsson iðjuhöldur á Álafossi, forsprakki í Aftur- eldingu og síðast en ekki sízt formaður HSl, tók á móti gest- um og bauö til hádegisverðar. Fór vel á því að Ásbjörn kynnti alíslenzkan mat fyrir fulltrú- um, „marineraða“ síld í lauk og hverarúgbrauð með. Þótti mönn um þetta hið mesta hnossgæti. Ásbjörn kynnti í ræöu íþróttalíf Mosl’ellinga, sem er í miklum blóma. Áfram hélt ferðin og nú var haldið fyrst að Geysi f Hauka- dal, þar sáu fulltrúarnir Sóða, lítinn goshver nálægt Geysi, gjósa. „Meistarinn“ sjálfur Geysir, var ekki viðlátinn, enda mun hann helzt gjósa, þegar sem fæstir sjá til. Furðulegt að ekki skuli unnið að því að lækka yfirborð skálarinnar í Geysi og þar með vekja þétta heimsfræga fyrirbrigði. Gull-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.