Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 16
er mikið í húfi. Til hvers er öll HOWt AFPUANCI6S: » *** . ■ #2 llils Fimmtudagur 28. júní 1962. FLYTUR USIS í morgun klukkan 9 komu stórir flutningavagnar að j húsi því á Laugavegi 13, þar sem Bandaríska upplýsingaþjónustan hefur verið síðustu árin. Var þegar hafizt handa um að flytja allt á burt úr skrifstofunum og var það flutt vestur í Bændahöllina, þar sem Upplýsingaþjónustan fær nú hús- næði. Fyrst var unnið við að flytja hið mikla filmusafn stofnunarinn- ar. Síðan var tekið til við að flytja skrifborð úr skrifstofunum og loks mikinn fjölda trékassa, þar sem 5 þúsund binda bókasafni var raðað niður með réttum skrásetningar- númerum. Stærri húsakynni. En bókasafn Upplýsingaþjónust- unnar hefur verið vinsælt og mik- ið sótt. Á síðasta ári komu þangað 39 þúsund manns. Blaðið átti stutt viðtal við Ray Stover yfirmann Upplýsingaþjón- ustunnar og sagðist hann hlakka til að koma i' hin nýju húsakynni, sem væru stærri og bjartari en gömlu húsakynnin. Hann kvaðst vonast til að skrifstofan gæti opn- að og bókasafnið farið að starfa um miðjan júlí-mánuð. Stækkun safnsins. Blaðið talaði einnig stuttlega við Mr. Carlsson menningarfulltrúa. Hann sagði að þegar stofnunin væri flutt vestur í Bændahöllina igæfist tækifæri til að stækka og bæta bókasafnið. í því eru nú um 5 þúsund bindi. Unnið verður smám saman að því að stækka það, en safnið fær milli 50 og 100 nýjar bækur í hverjum mánuði. •— Ég vonast til þess að innan fárra ára verði það komið upp í 10 þús. bindi. Leggjum við áherzlu á að hafa þar ætíð nýjustu bækurnar, sagði Carlsson og vonum að safn- ið verði áfram vel sótt á hinum nýja stað, enda virðist mér að þarna við Melatorgið sé að rísa upp menningarmiðstöð Reykjavík- Þorvaldur Guðmundsson forstjóri og Ragnar Ragnarsson, fulltrúi við anddyri Hótel Sögu. Þið hafið það eftir áreiðanlegum heimildum í Vísi í gær að Hótel Saga opni um miðjan júlí, sagði Þorvaldur Guðmundsson í viðtali í morgun. Það vinna allir að því af öllum mætti, ekki sízt iönaðarmennirnir og verkamennirnir við bygging- una, að svo geti orðið. En það er ótrúlegt en satt hélt hann áfram að það gæti oltið á 3 — 5 milljón- um, sem okkur vantar tilfinnan- lega, hvort landið missir af þeim ferðamannastraum í sumar, sem hægt væri að taka á móti ef Hótel- ið gæti tekið nógu snemma til starfa. Við vonum auðvitað að það takist að afla þessa fjár og hótelið geti tekið til starfa, eins og til stendur, og það verður einskis lát- ið ófreistað í þvi sambandi. Enda landkynningin, sem er að vísu sjálfsögð en kostnaðarsöm, til hvers er verið að hæna menn til íslands, og þeir eru reiðubúnir að heimsækja landið hópum sam- an, til hvers er að mar'gfalda far- þegapláss millilandaflugvélanna, ef ekki er svo hægt að taka á móti útlendum ferðamönnum hér heima vegna þess að ekkert hótelpláss er fyrir hendi. Það væri ömurlegt um að litast á þessu iandi, ef ekkert hefði verið byggt og allt staðið í stað síðan 1930 eins og reyndin hefir orið í gistihúsamálum Reykja víkurborgar. Það veltur áreiðan- lega á miklu fyrir flugfélögin, og aðra aðila, sem flytja ferðamenn tii landsins, og ekki sízt fyrir þjóð- arbúið í heild að Hótel Saga geti tekið til starfa í sumar, því að ekki munu gestirnir láta sig vanta. Þess vegna er unnið af öll- um mætti og öllum ráðum að því að hægt verði að opna gistihúsið sem allra fyrst og vildi ég nota tækifærið og þakka öllum sem að því vinna nú, og hafa unnið með sérstökum dugnaði og áhuga. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að þetta verði látið stranda á fá- einum milljónum, jafnmikið fé og komið er í þessa framkvæmd og jafnmikið og þetta fyrirtæki gæti gefið af sér þegar á þessu sumri. Þetta sagði Þorvaldur Guðmunds- son efnislega rakið. Okkur vantar þriggja til fimm milljóna króna lán, sagði hann berum orðum, þeg- ar í stað, og þá mun ekki standa á því að hótelið taki til starfa nógu snemma í sumar. Öll byggingin kostar ia:‘»!ið minna í erlendum gjaldeyri en einn nýsköpunartogari og hér er þess að gæta að hótelið aflar beint og óbeint milljóna tuga í erlend- um gjaldeyri árlega. Eins og kunnugt er verður Þor- valdur Guðmundsson forstjóri hlns nýja og glæsilega hótels, Ragnar Ragnarsson verður fulltrúi hans og Gunnar Óskarsson sér um mót- töku gesta. Ragnar hóf nám sitt sem þjónn í Leikhúskjallaranum og starfaði þar lengi. Auk þess var hann á Hótelskóla í Sviss og síðan vann hann á D’Angleterre í Kaup- mannahöfn. Gunnar hefir verið við gestamóttöku á Keflavíkur- hótelinu undanfarin ár. Yfirmat- sveinn verður Halldór Vilhjálms- Frh. á bl, 2. /r ■ Á svipuoum slóðum Síldveiðiflotinn var á svipuðum slóðum og í gær. Þó var veiðisvæð- ið allmiklu stærra. Veður var gott og fór einnig batnandi á austur- svæðinu. Þar var ekki vitað um neina veiði s.l. sólarhring. Síldarleitinni á Siglufirði var kunnugt um afla 36 skipa með samtals 25.650 mál og tunnur. Vit- Ásgeir RE 5Q0 mál hafði út af Bakkafjarðarflóa, en $ 1843 nýir áskrifendur hafa nú bætzt 1 hópinn frá því 1. maí. Áskrifendasöfnun stendur yfir þessa dagana á Seltjamamesi og í Skerjafirði. & Eftir 13 daga verður næst dregið í áskrifendahapp- drættinu, þann 10. júlí. Vinningurinn er íssltápur frá verzluninni Heklu í Austurstræti að verðmæti 12.900.00 krónur. AHir áskrifendur blaðsins, hér og úti á landi, eru þátttakendur. ^ Vísir er fjölbreyttasta dagblaðið. Gerizt áskrifend- ur strax í dag. Gjaldið er aðeins 45 krónur á mán- uði. — Síminn er 1-16-60. þar voru Norðmenn í bátum. að var um eitt íslenzkt, sem kastað Siglufjörður: Guðbjörg IS 300 tn. Helga Björg HU 600 - Reynir ÁK 700 mál Guðbjartur Kristján 800 - Birkir 600 - Helga RE 1300 - Rán ÍS 600 tn. Pétur Sigurðsson 1000 mál Hringver 850 - Manni 700 - Súlan SA 1200 - Ólafur Magnússon AK 700 - Þórkatla 700 - Guðfinnur KE 600 - Höfrungur 600 - Tálknfirðingur 500 - Ólafur Magnússon EA 1250 - Árni Geir 900 Hannes lóðs 700 - Gullver 700 - Seley 1000 - Sunnutindur 800 - ' Baidur EA 300 - Fram GK 450 - Bjarmi EA 450 - Svanur RE 600 - Dofri 600 - Hvanney 650 - Leifur Eiríksson 750 - Anna SI 800 - Vattarnes SU ' 1000 - Búðafell SU 650 - Sigurður SI 700 - Hrafn Sveinsbjarnarson 550 - Guðbjörg GK 550 - I §

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.