Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. júni 1962 VISIR Leitazt við að fullnýta síldina Að undanförnu hefur verið staddur hér í bænum Vilhjálm ur Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Siidarverk- smiðja ríkisins. Vilhjálmur varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1937 og er því 25 ára stúdent í ár. Hann varð efnaverkfræðingur í Kaup- mannahöfn árið 1942, varð inn lyksa í stríðinu og vann til 1945 í dönskum verksmiðjum. Eftir stríðið kom hann heim og starfaði hjá Atvinnudeild Há- skólans, til 1948, er hann var skipaður framkvæmdastjóri S.R. Blaðið hafði tal af honum fyrir skömmu til að spyrjast fyr ir um undirbúning síldarverk- smiðjanna undir væntanlega síldarvertíð. Við spyrjum fyrst um hvað sé verið að gera á Siglufirði. — Á Siglufirði hafa verið tals verð umbrot f vor. Við höfum verið að endurnýja vinnsluvél- ar og breyta ýmsu öðru í Dr. Paul-verksmiðjunni. í stóru verksmiðjunni, SRN, höfðum firði geta unnið úr um 22-23 þúsund málum á sólarhring. — Hvað er mikið í málinu, miðað við tunnur? — Eitt mál er 150 lítrar, en ein tunna er 120 lítrar, eða um 108 kiló. — Þið eruð með verksmiðju á Húsavík? — Við höfum þar litla 1000 mála verksmiðju. Breytingar og lagfæringar hafa farið fram á henni að undanförnu. Hefui verið skipt að nokkru um vél- búnað og ný 5500 mála sildar- þró er í byggingu. Hún er rek- in allt árið, sem fiskimjölsverk smiðja. — Hvar fá Húsvíkingar fisk i hana? — Þeir gera mikið út á hand- færi. Það hefur orðið mikil breyting á atvinnulífi þeirra á síðustu árum. Handfæraveiði á Sjálfanda er orðin aðal at- vinnuvegur þeirra, enda afla þeir vel. — Svo er það verksmiðjan á Skagaströnd? — Hún afkastar 5-6 þúsund • • við skipt um suðuker (sjóðara) og síuútbúnað. Sú breyting hef ur orðið á seinni árum að síldin er soðin með óheinum hita. Með öðrum orðum, kemur guf- an sem notuð er við suðuna, aldrei i beina snertingu við síld ina, heldur hitar hún hitafleti sem snerta síldina. Áður var gufan sett beint í síldina. Þetta er gert til þess að minnka það magn sem þarf til að eyða á eftir. — Þið eruð farnir að vinna mjöl úr soðinu? — í soðinu eru bæði upp- leyst og óuppleyst mjölefni. það er 90 prósent vatn og 10 prósent mjölefni. . íjölefnunum er náð úr, ýmist með eimingu eða þurrkun. Þau eru svo sett saman við síldarmjölið. Þetta eykur nýtinguna á hráefninu um einri þriðja. — Breyta þessi efni mjölinu? — Þetta eykur vítamíninni- hald mjölsins, því að mikið af þýðingarmiklum vítamínum er í þessum mjölefnum, sér t lagi B vítamín. S.R. voru lítils megn ugar á síldarleysisárunum, en á síðari árum hefur verið lögð mikil áher^la á að ná þessum efnum. Þetta er svo þýðingar- mikið að það má teljast óhugs andi að reka síldarverksmiðju núna án þess að fullvinna hrá- efnið á þennan hátt. — Hvað geta verksmiðjurnai á Sigiufirði unnið úr miklu magni á sólarhringr — Verksmiðjur S.R. á Siglu- málum á sólarhring. Hún hefur fengið mjög lítið hráefni frá því að hún var byggð Hún hefur verið stór baggi á okkar rekstri. — Ein þeirra verksmiðja sem bezt hefur gengið er verksmiðj an á Raufarhöfn? — Þar er 5 þúsund mála verksmiðja, sem byggð var 1940 þar erum við nú að byggja viðbótarmjölhús, sem tekur um 2500 tonn. Einnrg hef ur löndunaraðstaðan verið bætt með stækkun og lengingu bryggjunnar. Þessi verksmiðja hefur verið bezt staðsett af verksmiðjum okkar og hefur haft tiltölulega mest hráefni af þeim. Síðasta sumar voru brædd þar um 250 þúsund mál, en heildarbræðsla í verksmiðj- um S.R. var um 600 þúsund mál. — Síldin er stöðugt að fter- ast austar? — Síðastliðið sumar veidd- ust 88 prósent bræðslusíldar- aflans á Austfjarðamiðunum, sunnan Langaness. Þetta er I- skyggileg tala. Síldin hefur með hverju ári veiðzt fjær vinnsluslöðvunum. Vegna þess höfum við gripið til tveggja ráða.' t fyrsta lagi að stækka verksmiðjurnar á Austfjörðum og skipuleggja síldarflutninga til Norðurlands. — Hvernig verður með síldai flutninga í sumar? — Við höfum þegar ’.ryggt okkur nokkur norsk skip til flutninga. Það eru þó miklir erfiðleikar á því, vegna mikilla síldveiða Norðmanna við ís- land. Það er í athugun að fá íslenzku togarana til þessara flutninga. — Þið eruð að gera miklar breytingar á Seyðisfirði. - S. R. keypti í vetur síldar- verksmiðjuna þar, með það fyr ir augum að bæta aðstöðu síld- arflotans fyrir Austurlandi. Er nú unni að því að endurbæta hana, með nýjum vélum. Á- ætluð afköst hennar eru 5000 mál og er búizt við að hún verði tilbúin um miðjan næsta mánuð. Við bryggjur verksmiðj unnar er verið að koma upp aðstöðu til umskipunar á sild, verður hægt að umskipa þar um 10 þúsund málum á sólar- hring. — Hvernig gengur með verk smiðjuna á Reyðarfirði? — Þar erum við að byggja verksmiju, sem á að afkasta um 1250 málum. Mjög óvíst er að hún komist i gang á þessu sumri, vegna verkfalls járn- smiða. Landssmiðjan hafði það verk, svo að það stöðvaðist al- veg í verkfallinu. Á Seyðisfirði björguðu járniðnaðarmenn á staðnum okkur. Verksmiðjan væri ekki starfhæf í sumar án þeirra. — Kvað kostar þessi nýja verksmiðja? — Væntanlega um 14 milljón ir. Það má reikna með að hver þúsund mál í afköstum kosti 10-12 milljónir. — Hafið þið ekki ýmsa aðra starfsemi en síldarbræðsluna? — Á Siglufirði höfum við undanfarin ár rekið hraðfrysti- hús. Auk þess hefur S.R. séð um rekstur bæjartogaranna og svo erum við að byrja á niður- lagningu' síldar. — Hvernig hefur togaraút- gerðin gengið? — Hún hefur gengið misjafn lega hjá okkur, eins og öðrum. Annars heyrir sá rekstur undir Sigurð Jónsson, viðskiptalegan framkvæmdastjóra S.R. Mér er þó óhætt að segja að togararn- ir hafa verið ómetanlegir fyrir Siglufjörð f síldarleysinu Þeir hafa raunverulega haldið Siglu- firði gangandi á árunum frá 1953 til 1958, þegar síldin byrj- aði að koma aftur. Hraðfrysti- húsið hefur gengið vel allan tímann. — Hafið þið ! hyggju að kaupa annan togara i stað Ell iða? — Ekki býst ég við að Sigl- firðingar leggi út 1 það. Ég tel ekki ástæðu til þéss, á meðan svona horfir fyrir togaraútgerð inni? — Hvað er að frétta af niður lagningunni? — Hráefnið sem við notum til þess, er sykursíld eða krydd síld, sem söltuð hefur verið í tunnur. Hún er síðan tekin úr Vilhjálmur Guðmundsson. þeim, ílökuð, roðl'lett, bein- hreinsuð og lögð í dósir. Hún er ýmist sett í dósirnar í flök- um, eða svokölluðum gaffalbit- um og lögð í ýmsar kryddsós- ur. Þetta er raunverulega kæli- skápavara. Hún þarf að geym- ast í kæliskáp eða á köldum stað. Hún þolir ekki ianga geymslu við venjulegan hita þar sem hún er ekki geril- sneydd. — Er þessi framleiosla æti- uð til útflutnings, eða fyrir innanlandsmarkað? — Þetta er fyrst og fremst ætlað til útflutnings. Innan- landsmarkaðurinn er ekki svo mikill. Það sem við erum að gera með þessu, er það sama sem kaupendur okkar í Svíþjóð og víðar erlendis, hafa gert um áratugi, að útbúa síidina í neyt- endapakkningar. — Er aðallega notað handafl við þessa framleiðslu? — Þannig er það hjá Svíum, og hefur verið þannig hjá okk- ur fram að þessu Nú eru til bæði flökunar- og skurðarvél- ar, og við höfum hugsað okkur að reyna að fá einhverjar vélar á næstunni. Hér er raunveru- lega um að ræða tilraun. Það sem enn hefur verið framleitt er til að prófa undirtektir. — Hafið þið selt eitthvað út þegar? — Ekki höfum við gert það enn. Það er stutt síðan við send um fyrstu sýnishornin út. Við gerum okkur góðar vonir um þessa framleiðslu, því að hún virðist líka vel innanlands. Svifflug á Sandskeiði SVIFFLUGFÉLAG ÍSLANDS hef- ur nú enn á ný hafið starfsemi sína á Sandskeiði. Þar fer nú dag- lega fram kennsla í svifflugi og á góðviðriskvöldum og um helgar er þar oft piargt um manninn. Svif- flug er iðkað af mönnum og kon- ur úr öllum stéttum, urigum og görrilum. Kennt er einvörðungu á tveggja sæta kennslusvifflugu fél- agsins. Námskeiðsgjald fyrir 25 flug er 2.500 krónur, en 25 flug nægja yfirleitt til að kenna mönn- um að fljúga einir. Á sl. sumri voru flogin um 1500 flug á vegum félagsins, þar af um 1000 með nemendur og farþega á hinni nýju kennsluflugvél félags- ins. Samanlagður flugtími var um 340 klst., en það jafngildir'að flog ið hafi verið 22.000 km. eða rúm- lega hálfa leiðina kringum hnött- inn. Lokið var við 24 „B-próf“, 11 „C-próf“, 2 „silfur-C“ og 1 „Gull- C“, en það er hið fyrsta hér á landi og flaug það Þórhallur Fil- ippusson. Komst hann upp í 4.993 metra hæð yfir Sandskeið í Dylgju uppstreymi. Fyrra hluta gull C- prófsins, 300 km lengdarfluginu, lauk Þórhállur í Þýzkalandi á heimsmeistaramótinu 1960 er hann flaug þar í hitauppstreymi frá Köln til Flensborgar eða 447 km. vegalengd. Með sínu fyrsta einflugi lýkur nemaridinn „B-prófi“. Næsta stigið er „C-prófið“ en til þgss að ná því í þarf svifflugmaðurinn að halda | sér á lofti án þess að missa hæð ! í a.m.k. 20 mínútur. Nú liggur ; leiðin opin til afreksstiganná. Til | að hljóta „Silfur-C“ þarf að upp- fylla þrjú skilyrði, þ.e. 5 klst. þol flug, hækka sig um 1000 metra og fljúga 50 km. vegalengd í bein; Iínu. Mest má ljúka tveimur skil yrðanna í einu og, sama fluginu Fyrir „Gull Co“ lrarf að hækka sig um 3000 m og fljúga 300 km. lang flug. Lengsta vegalengd, sem flogir hefur verið f svifflugi er 861 km. i beina linu. Flaug það Bandaríkja- maðurinn Johnson árið 1952. — Mesta hæð, sem náðst hefur er 14.100 metrar, en það er helmingi meiri hæð en normal-flughæð Visc ount flugvéla Flugfélagsins í milli laridafluginu. Þetta flug flaug | Bandaríkjamaðurinn Paul Bikle. j formaður ameríska svifflugsam- I bandsins, en hann stjórnar flug- \ tilraunastöðinni á Edwards-flug- i vellinum þar sem x-15 og aðrar ! nýjar vélar eru reyndar. | Þeim, sem áhuga Jiafa á að kynna sér svifflug hérna og iðka þessa fallegu fþrótt, er bent á að hafa samband við starfsmenn fél- | agsins á Sandskeiði, eða fá upp- ■ Austurstræti 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.