Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 4
ö BLÁKLÆDDIR Sjálendingar, (Frambúningur og SBU-búning- ur) og rauðklæddir Framarar, (búningur danska landsliðsins), léku í gærkvöldi á Laugardals- vellinum og er ekki hægt að segja annað en liðin hafi heldur valdið vonbrigðum með leik sín um, einkum danska úrvalið, þar sem uppistaða liðsins er frá Köge, einu bezta félaginu í 1. deildinni dönsku, en hinir frá góðum liðum í 1. og 3. deild. Er ekki að efa að danskir geta! mun betur ef vilji er fyrir hendi, I eða kannske þeir hafi smitazt! af slappleika Framara í leikn- j um. Léleg knattspyma er mjög • smitandi. Úrslitin 2:0 verða að j teljast allsanngjöm eftir mark-1 tækifærunum. Leikurinn gekk þannig að Danir sóttu mun fastar en Framarar, en tækifærin í Ieiknum urðu ekki ýkja mörg, en Danir áttu fleiri af þeim og misnotuðu flest. LEIKUR FRAM OG SBU VAR HELDUR SLAKUR Danir sóttu. Strax á 3. mínútu áttu SBU- marktækifæri. Halldór missti bolt- ann innfyrir sig og miðherjinn andersen brenndi af í góðu tæki- færi. Grétar skapaði fyrsta tæki- færið, sem umtalsvert var á 14. mínútu, er hann fór einn upp kant- inn og gaf góðan bolta fyrir til Ásgeirs Sigurðssonar, sem skallaði fast, en gleymdi að „nikka“ í átt að markinu og boltinn fór nær sömu leið til baka'og hann kom. Orla Madsen, framvörður, var kom inn nokkuð framarlega á 15. mfn- útu og átti skot yfir. — ekki fjarri lagi, en aðeins of hátt. ,Pragtmál“. Eitt af því fáa sem við fengum Fram átti sín upphlaup og sín tækifæri. Hurð skall nærri marki Dananna. 1 netið fór knötturinn — en ofan á markið. hælum, þegar Hallgrímur Schevmg spymti háum knetti að Sjást hér Sjálendingar fylgjast með knettinum. að sjá í leiknum í gær var skot fyrirliða liðsins, miðherjans Hans Andersens á 21. mfnútu. Andersen skaut af ca. 20 metra færi, eld- snöggt og fast og Geir markvörður Fram vissi ekki fyrri til en bolt- inn lá í netinu og netahreinsarar hans komnir á vettvang. Skot Andersens var stórglæsilegt og nokkuð sem Danir kalla „pragt- mál“ eða glæsimark eins og segja mætti á íslenzku. Vörn á vörn ofan. SBU sótti nú talsvert og áttu tækif^eri eins og t. d. á 24. mín- útu. Þá var aðeins einn maður eftir til varnar, Birgir Lúðvíksson, einn þriggja bræðra í leiknum, en hann bjargaði á línu og enn lá við að Sjálendingar skoruðu á 28. mín- útu. Á 38. mínútu skaut Mogens Nielsen ágætu jarðarskoti, sem Geir naumlega varði. , i og hér er það síðara — Hans skallar í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Framarar vörðu eigin skot. Baldur Scheving var kominn í gott skotfæri, skotið reið af, laust en þó ekki óhættulegt enda ekki af löngu færi og þvagan fyrir markinu gat auðveldlega truflað markvörðinn, ..... en þá þurfti Grétar miðherji endilega að slysast fyrir boltann og drap hann snyrti- lega fyrir markvörð Dananna, sem ella hefði verið settur í nokkurn vanda. Þannig lék ólánið Fram- ara í þetta skiptið. Danir jöfnuðu metin hvað þessu viðvfkur, þegar Aabe innherji skaut hörkufast í góðu færi, en í bakið á Halldóri Lúðvíkssyni, en Hansen miðherji náði knettinum í upplögðu færi og skaut hátt yfir. Mínútu síðar áttu Danir svo enn himinhátt skot yfir. Guðmundur yfirgaf völlinn. Framarar misstu einn framherja sinna, Guðmund Óskarsson, út af ' í leikliléi en inn kom ungur maður, ; Þorgeir Lúðvíksson, en hann er i bróðir Birgis og Halldórs, sem : leika með Fram. Framarar komu andstæðingun- um strax í nokkra hættu á 5. ,mín- útu en skot þeirra var yfir. Þorgeir Lúðvíksson fékk allgott færi og er ekki hægt annað að segja, en hann hafi reynt að nýta það til fullnustu. Hann skaut í allgóðu færi innan , vítateigs er Börge Andersen h. ; framvörður varð að lúta í lægra i haldi í viðureign uih knöttinn. í i þet.ta skipti sýndi markvörðurinn Mogens Johansen hvers hann var megnugur og varði fallega í horn. Þetta var á 38. mínútu. Fallegur skalli — 2:0 og Andersen enn að verki. 5 mfnútum eftir þetta tækifæri Framara, sem reyndist þeirra sfð- asta í leiknum, kom síðara mark Dananna og var það laglega skor- að eins og hið fyrra. Forsaga marksins hófst hjá bakverði hægra. megin, hann sendi upp kantinn og útherjinn gaf háan og fallegan bolta fyrir markið og hinn. eld-. snöggi Hans 'Andersen skoraði, með skalla f homið án þess að markvörðurinn hefði nein tök á að verja. Svipað tækifæri kom svo á sfðustu mínútu og sami maður skallaði en ekki á sama stað í markinu og boltinn hrökk í Geir. Danska liðið hlýtur að vera betra! Leikur danska SBU var ekki neitt líkur því sem menn höfðu vonað, enda er dönsk knattspyrna í góðu gengi, bæði hér heimá og úti um allan heim, og nægir þar að benda á silfurverðlaun Dana á Rómarleikjunum 1960 og sjálfir - höfum við komizt í kynni við fjöl- mörg góð dönsk lið. Liðið lék ekki jákvæða knattspymu og skemmti- legar leikfléttur sáust vart. Kannske erum við að fara fram á of mikið eftir að vera nýbúnir að sjá Tékkana, sem hér voru, en samt finnst manni að það liggi í loftinu, að Danirnir séu mun betri en þessi leikur sýndi. Beztu menn þeirra í þessum leik vom Hans Andersen, eigandi beggja mark- anna, Erik Nielsen innherji og markvörðurinn Mogens Johansen, enda þótt lítið hafi til hans kasta komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.