Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 10
10 VISIR Fimmtudagur 28. júní 1962. Börnin bíða eftir Vísi. Kappið leynir sér ekki í andlitum þeirra. / harðrí samkeppni Vísir, Vísir, hrópar ljóshærð- ur snáði um leið og hann kem- Ingólfsstræti og Bankastræti og ferðinni er ekki linnt fyrr en niður á Lækjartorgi, en þá hafði hann minsta kosti hlaup- ið á þrjár frúr og stigið á tærn ar á einni. Hann fæst ekki um það, sam keppnin er hörð, rétt á eftir honum kemur stór hópur sölu- barna niður Bankastræti og það kemur nýtt Iíf í Miðbæinn. Á hverju horni og um allan Mið- bæinn eru röskir strákar og tápmiklar tclpur með blaða-| poka eða þykkan stafla af Vísil undir hendinni og hrópa Vísir, Vísir, nýjustu fréttir. — Ogl engin getur neitað því að blað-l sölubörnin setja mikinn svip á| Miðbæinn. Það er sól og gott veður og mikið af fólki í bænum, Klepps vagninn er að staðnæmast niðri vip Lækjartorg og í sama mUnd þyrpist heill skari blað sölubarna að með útrétt blöð' í hendinni. Um leið og einhver gerir sig líklegan til að kaupa I blað er hann umkringdur sam stundis og öll segja biöjandi tón, viltu kaupa af mér. ★ — Nei, ertu vitlaus maður, ég fer beint með þá heim, þar sting ég þeim niður í skúffu og geymi þá. — Hvað gerurðu svo þegar skúffan er orðin full. — Það veit ég ekki, ég tók | svolítið úr henni um daginn og | keypti mér badmintonspaða. Nú má Ólafur ekki lengur ? vera að tala við okkur, þáð er | mikil sala og Vísir rennur út f eins og heitar lummur. Það er ekki auðhlaupið að tefja krakkana og taka af þeim mynd, en loksins getum við krækt í einn strák fyrir utan Pósthúsið, og þegar við spyrj- um hann nafns segist hann heita Ólafur Stefánsson og eiga heima að Hólmgarði 52. — Ertu búinn að selja Vísi lengi? — Ég hef selt hann flesta daga síðan í febrúar. — Ætlarðu að kaupa þér gott fyrir peningana, sem þú færð fyrir að selja í dag? Þegar við göngum yfir Lækj artorg, sjáum við stafla af Vísi og ljóshærðan koll gægjast upp úr og tvo fætur fyrir neðan. Þegar við köllum á snáðann kem ur hann á harða hlaupum og býður okkur blað. — Megum við ekki taka mynd af þér, spyr ljósmyndar- inn. — Ekki nema þú kaupir eitt blað, svarað snáðinn og það varð ekki hjá því komizt, annað hvort að kaupa blaðið eða fá ekki að taka myndina, og við völdum fyrri kostinn. — Hvað heiturðu? — Lárus Róbertsson og er Sjö ára. — Ertu búinn að selja Vísi lengi? — Nei, ég var að byrja í dag, og tók fjörutíu blöð. Jæja bless — og hann var þotinn að strætisvagni sem var að koma ★ Sá næsti sem við töluðum við hvaðst heita Jóhann Gunn arsson og eiga heima í Kópa- vogi. — Selurðu mörg blöð, Jó- hann? — Já, ja. —■ Hvar selurðu helzt? — Heldurðu að ég fari aðl segja þér það, ég hef margaJ „fína“ leynistaði, sem ég sel á." — Hvað ætlarðu að gera viði peningana sem þú færð fyrir* að selja? — Ferðast eitthvað í sumar, ] svo kaupa á mig föt og margtj fleira. „Styrjöld óMcleg en almannavarnir s/alfsagðar" í gær var skipaður í for- mannssæti nefndar til undir- búnings almannavarna í Reykja vík ungur kjamorkuvísindamað ur, dr. Ágúst Valfells. , Hann er nýkominn heim frá margra ára háskólanámi vestan hafs og lauk þar doktorsprófi í vor. Hann er sonur forstjóra B. Valfells og Helgu konu hans. Ágúst tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1953 og sigldi þá um haustið til Kanada, hóf nám i efnaverkfræði við McGill-há- skólann í Montreal og tók B.S.- próf 1957. Þá hélt hann suður til Bandaríkjanna og innritaðist í frægasta háskóla raunvísinda þar, Massachusetts Institute of Technology (M.I.T.), hélt þar á- fram efnaverkfræðinámi og lauk M.S.-prófi 1959. Að því loknu flutti hann sig til há- skólabæjarins Ames I Iowa, og hóf starf og rannsóknir við ríkisháskólann í rannsóknar- stofnun, sem Kjarnorkuráð Bandaríkjanna (A.E.C.), og í vor útskrifaðist hann doktor í kjarnorkuverkfræði (nuclear engeneering) frá Iowa State University. Ágúst hefir unnið hér heima nokkur sumur og m. a. vann hann við rannsóknir þær á þungavatnsvinnslu hér, sem fóru fram sumarið 1959. Vísir átti stutt samtal við dr. Ágúst í morgun og spurði hann, hvað hann hyggði um almanna- varnir og komst hann þá m. a. svo að orði: „Eins og ástandið er í heim- inum, er sjálfsagt að gera ráð- stafanir til almennra varna. Þeim, sem bezt til þekkja, þyk- ir ólíklegt, að nokkurt stór- veldanna hrindi af stað styrjöld að yfirlögðu ráði. Samt er sú hætta að alltaf geti gerzt eitt- Agust vaiteiis. hvað sem eykur líkurnar fyrir slíku. Sá atburður getur svo leitt af sér annan alvarlegri, og þannig koll af kolli, þar til at- burðarásin gerist svo hratt, að menn ráða ekki við að stöðva hana, áður en til stríðs kemur. Styrjaldarlíkur eru litlar sem betur fer, en ef svo illa skyldi fara, yrði of seint að hefjast handa þá um gagnráðstafanir. Hins vegar getur munað öllu að hafa verið við slíku búinn." Skátakaffi •.rgji.’.nar varö ve; oldcar ljóshærð hnáta, Ragn- Skátaheimilið nýja, Hraunbyrgi við Hraunbrún í Hafnarfirði er til sýnis, sunnudaginn 1. júlí frá kl. 14 — 24. Stjórn Hraunbúa væntir þess alveg sérstaklega, að foreldr- ar skátanna og bæjarbúa almennt, og þá ekki sít eldri skátar komi í heimsókn þennan dag. Þá verður selt skátakaffi í hinni rúmgóðu heiður Guðinundsdóttir, Gnoða vogi 30. — Eru margar stelpur, sem selja blöð? — Frekar fáar. — Eru strákarnir ekki frek- ir við ykkur? — Iss, þeir geta það nú ekki, ef þeir eru eitthvað að steyta sig tökum við bara í hnakka drambið á þeim. Þegar við spyrjum hana hvað hú nætli að gera við sölu launin, stendur ekki á svarinu — Það er ákveðið. hún ætlar á skátamói ; surnai :-g hlakkar mjög til. * setustofu skátaheimilisins, fyrir i pa, sem vilja. Þeir bæjarbúar, sem vildu styrkja skátana með því að gefa ; heimabakaðar kökur, kaffi, sykur eða kex, eru vinsamlega beðnir um i að gera einhverjum skáta aðvart og verða kökurnar þá sóttar heim til þeirra. Jafnframt verður tekið á móti kökugjöfum föstudags- kvöldið 29. júní eftir kl. 8 og eftir hádegi laugardaginn 30. júní. Sími skátaheimilisins er 51211. Ylfingar, ljósálfar, skátastúlk- ur og drengir, foringjar og eldri skátar. Safnið kökum og komið síðan og hjálpið til við hin marg- víslegu störf um þessa helgi. Stjóm Hraunbúa. IþróKir — Framh al bls. 2. við nýju drengja- og unglingameti hjá Kjartani. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta á Melavellinum minnst hálftima fyrir keppni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.