Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 11
n Fimmtudagur 28. júní 1962. VÍSÍR 179 dagur ársins. Næturlæknir er i slysavarðstof- unni. Sími 15030 Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavík- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags. Sími 11510. Næturvörður vikuna 23.-30 júní er f Vesturbæjarapóteki. Sunnudagsvakt er í Austur- bæjarapóteki. Kópavogsapótek ei opið alla virka daga daga kl. d,15-8, laugar daga frá kl. 9,15 — 4, helgid. frá 1-4 e.h. Sími 23100 Úfveirpið Fimmtudagur 28. júní Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Óperulög. 20.00 íslenzk tón- list: Lítil svíta fyrir strengjasveit eftir Árna Björnsson (Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur, Bohdan Wodiczko stjórnar). 20.15 Akureyr arpistill, I. (Helgi Sæmundsson rit- stjóri. 20.35 Píanótónleikar. 21.00 „Skuldin“, smásaga eftir 'Bernard Malanud, i þýðingu Málfríðar Ein- arsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 21.20 Einsöngur: Ingvar Wixell syngur öðru sinni úr „Vísnabók Fríðu“ eftir Birger Sjöberg. 21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar- an leikari). 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og fellur“ eftir William Shirer, VIII. (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Djassþátt- ur (Jón Múli Árnason). .23.00 Dag- skrárlok. Þjóðminjasafnið er opið alla daga vikunnar frá kl. 1,30-4. Listasafn Einars Jónssonai er opið daglega kl 13.30-15.30 Ameríska bókasafnið, Laugaveg \ I 13 verður lokað um óákveðinn tíma vegna flutninga. Tekið á móti bók- um til 29. júní. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunr.udaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16 00 Gagnfræðas. Austurbæjar Jðnþing Isiendinga | Tafifélag Reykjavíkur Landsprófsdeildum Gagnfræða- skóla Austurtæjar var slitið 14. þ.m. Innritaðir til prófs voru 87 nem endur. Af þeim luku 72 miðskóla- ,prófi, en 45 hlutu framhaldsein- kunn, 6 og þar yfir í landsprófs- greinum. Ágætiseinkunnn f lands- prófsgreinum hlutu tveir nemend- ur, Hans Kr. Guðmundsson, 9.07 og Ásmundur Jakobsson, 9.62, sem er hæsta meðaleinkunn lands- prófsgreina á landinu að þessu sinni. Fengu nemendur þessir verð launabækur frá skóla sínum fyrir ástundun og ágætan námsárangur. Kvikstifadir 24. Iðnþing íslendinga. Því var slitið á Sauðárkróki sl. laugardag. Hafði það þá verið háð í 4 daga og gert samþykktir í mörgum mál- um. Bjarni Benediktsson, iðnaðar- málaráðherra, mætti á Iðnþinginu og terði Landssambandi iðnaðar- manna kveðjur í tilefni af 30 ára afmæli Landssambandsins. í ræðu sinni fjallaði ráðherrann síðan um lánamál iðnaðarins. Gat hann þess, að nú færi fram endurskoð- un á lögum um Iðnlánasjóð og yrði væntanlega unnt að leggja nýtt frumvarp til laga um sjóðinn fyrir næsta Alþingi. Iðnþingið samþykkti að . sæma eftirtalda menn heiðursmerki iðn aðarmanna úr gulli: Einar Höst- mark, framkvstj. Norska iðnsam- bandsins, Guðmund H. Guðmunds- son, húsgagnasmíðameistara og Tómas Vigfússon, húsasmíðameist ara. Til Iðnþings mættu 70 iðnþings- fulltrúar. Fréttatilkynning frá skrifstofu for seta íslands. Hinn nýi sendiherra Rúmeníu á Islandi, berra Alexandra Lasa- reanu afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátfðlega at- böfn á Bessastöðum, að viðstödd- ,um utanríkisráðherra. Reykjavík, 23. júní 1962. Aðalfundur Taflfélags Reykja- víkur var nýlega haldinn. Starf- semi félagsins var þróttmikil á s.l. ári, þannig að þátttaka í skák- rnóturn félagsins hefur aldrei verið meiri, og fjárhagur þess fór batn- andi. Húsnæðisvandræði hafa mjög háð allri starfsemi félagsins, því að í þeim efnum hefur það verið á algjörum hrakhólum. Á næsta starfsári hyggst félagið hefja fjár liagslegt stórátak til að Ieysa þetta vandamál, og verður í því sam-. bandi leitað stuðnings allra unn- cnda skákíþróttarinnnar á félags- svæðinu. Þá hyggst félagið efla af alhug skákkennslu meðal unglinga og verður á þeim vettvangi haft samstarf við Æskulýðsráð Reykja víkur. Þótt skákíþróttin sé eðlilega höfuðviðfangsefni félagsins, þá hefur verið ákveðið að gefa með- limum kost á ikun annarra hollra íþrótta. Þannig mun félagi í sum- ar iðka knattspyrnuæfingar og keppa við fyrirtæki og aðra áhuga mannahópa í þeirri grein, en eðli- lega ekki taka þátt 1 opinberum knattspyrnumótum. Vonir standa til, að hinn landskunni knatt- spyrnumaður og skákmaður, Gunn ar Gunnarsson, bankamaður, veiti forstöðu þessum þætti í félagsstarf seminni. Jóhann Þórir Jónsson, eftirlits- maður, var endurkjörinn formað- ur félagsins, en með honum i stjórnina voru kjörnir þeir banka mennirnir Hilmar Viggósson og Jóhann Örn Sigurjónsson, Tryggvi Ný fataverzlun Minjasatn Reykjavíkurbæjat, Skúlátúni 2. opið daglega trð kl 2 til 4 e h uema mánudaga Tæknibókasafn INSÍ Iðnskólan- um: Opið alla virka daga frá kl. 13-19 nema laugardaga. Bókas&fn Kópavogs: — Otlán þriðjudaga og fimmtudaga i báðum skólunum. ITónabíó sýnir um þessar mundir kviltmyndina „Nætur- svall í París“. Myndin, sem þessum línum fylgir er af Bel- indu Lee, sem fer með hlut- verk í myndinni. AugBýsið s Vísi Ný fataverzlun hefur verið opn- uð að Laugaveg 95. Nefnist verzl- unin Riidolf h.f. Fataverzlun. Verzlunin er til Húsa í húsi því er áður stóð að Laugavegi 103, og Vagninn h.f. var í. - I verzluninni verður á boðstól- unum karlmannafatnaður og drengjafatnaður, herrafötin sem verzlunin mun verzla með, verða frá Andrési og verða tekin eftir pöntunum frá þeim er vilja fá saumuð föt og frakka eftir máli. Verzlunarhúsnæðið er. 120 fer- metrar að stærð og hefur allt verið endurskipulagt. Hefur Gunnar Theódórsson húsgagnaarkitekt teiknað innréttingar og trésmíði hefur annazt Guðbjörn Guðbergs- soln. — Aðal eigandi Riidolfs h.f. er Bjarni Árnason, klæðskerameist- ari. — Rip, er nokkur von til þess, , muni að reyna allt, sem við get- að við komumst út héðan? j um til þess. — Við verðum umfram alla i — Ó, hérna lokast leiðin. Við komumst ekki lengra. — Nei. Þetta virðist vera þunn- ur skilveggur. — Haltu ljósinu stöðugu. Ég held ég geti losað þessa hérna. jUí: — Ef við ekki hefðum hitamæl- | inn, myndum við aldrei vita, hvað kalt vær. Arason, rafvirkjameistari, Jón P. Emils, lögfræðingur, Björn Víking- ur Þórðarson, gjaldkeri og Jónas Þorvaldsson, bókbindari. Trúlofanir Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Dagbjört Svana Engil- bertsdóttir (Guðmundssonar, tann læknis), Káteigsveg 16 og Thor- vald K. Imsland (Alberts Imsland) kjötiðnaðarmaður Selvogsgrunni 26. bfur u? sförfum Dr. Stefán Einarsson prófessor átti 65 ára afmæli 9. júní s.l. Læt- ur hann um þessar mundir af störfum í Johns Hopkins-háskólan- um í Baltimore og flytur alfarinn heim til íslands. I tilefni afmælisins gengust nokkrir samkennarar hans fyrir skilnaðarsamsæti undir forystu próf. dr. Kemp Malone, og sátu það margir samkennarar hans og flestir íslendingar búsettir í Balti- more. Sendiherra Islands, hr. Thor Thors, mætti í hófinu og flutti ræðu fyrir minni dr. Stefáns og minntist þess m.a. að hann hefur verið ræðismaður íslands í Balti- more 1 20 ár, en aðallega þakkaði hann ritstörf þau, er dr. Stefán hefur unnið íslandi þau 35 ár sem hann hefur starfað f háskólanum. Þá talaði og aðalkennari háskól- ans í germönskum fræðum, en hann er einn af nemendum Ste- fáns. Dr. Stefán Einarsson var um langt skeið prófessor f fornensku en var 1945 jafnframt skipaður prófessor í norrænum fræðum. Svo sem kunnugt er, lauk Ste- fán meistaraprófi úr norrænudeild Háskóla íslands 1923 og varði doktorsritgerð í Osló 1927. Sama ái réðst hann til Johns Hopkins háskólans og hefur starfað þar síðan. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 26. júnf .1962.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.