Vísir - 08.08.1962, Page 2

Vísir - 08.08.1962, Page 2
VISIR Miðvikpdagur 8, ágúst 1962. //////sm///////;WW///A =0 ör^TT^a f///////Æg////^ TTTd // Mfe nrff/rf Beck" — heimtuðu úhorfendur í fyrstu leik St. Mirren, þegur hunn vur ekki með „We want Beck .......... We want Bcck ......... hljómaði í Love Street í síðari hálfleik St. Mirrcn og enska atvinnuliðsins Norwich United á laugardag- inn. Leikurinn hafði verið með eindæmum svæfandi og leiðin- legur, ekki sfzt af hálfu St. Mirren-línunnar, og Ioks var þolinmæði áhorfenda þrotin og vildu áhorfendur fá Þórólf inn á en Don Kerrigan miðherja út af. Þórólfur var kominn úr æf- ingagallanum sem hann haföi utanyfir búningi sfnum og var greinilegt að setja átti hann inn á, en slfkt mun vera leyft í svo- kölluðum „frlendlices“ eða vin- áttuleikjum. Það var þá sem Don Kerrigan setti undir sig höfuðið og rauk í áttina að Norwichmarkinu og lagði lag- lega fyrir til McLean sem skallaði f mark og jafnaði fyrir %t. Mirren, en leiknum lauk 1:1. Eru skozku blöðin sammála um að St. Mirren megi. eflast að miklum mun í sóknarlcik sín- um, eigi liðlð að halda sæti sfnu í 1. deild, en deildarkeppnin hefst á Iaugardaginn kemur. St. Mirren reyndi nýjan leik- mann á laugardaginn Roy Kemp á v. kanti, og var hann aligóður að sögn. Þóróifur hefur enn ekki leik- ið og leikur vart með iiðinu á laugardag enda er larjdsleikur- inn við írland daginn eftir, en þá verður Þórólfur með. , ; - r ROY KEMP - nýliðinn hjá St. Mirren í hinum nýja og glæsiiega búningi liðsins. Londsleikurinn íslnnd — írlnnd Þrír andstæðinganna eru fráManch United Á sunnudaginn fer fram í Dublin á írlandi landsleik ur frlands og íslands, en leikurinn er liður í Evrópu- Fimmtarþraut, 4 x 100 m. og 4 x 400 metra boðhlaup Meistaramóts Islands á Laugardalsvelli kl. 19. Aðalhluti mótsins fer fram um helgina, en f kvöld eru meðal þátt- taifenda í fimmtarþrautinni þeir Valbjörn Þorláksson, Kjartan Guð- juíisson og Jón Þ. Ólafsson. keppni landsliða og munu írar leika aftur hér sunnu- daginn 2. september n.k. á Laugardalsvelli. Landsliðs nefndir beggja aðila hafa lagt fram lið sín og verður ekki annað sagt, en að nokkur hrollur fari um okkur, er við lesum um írska liðið, enda þótt segja megi, að engri orrustu sé tapað fyrr en lokið sé. ÍRLAND. írarnir hafa valið landslið sitt, sem leika á gegn Islendingum á sunnudaginn. Það lítur þannig út: Kelly (Preston), Dunne (Man. Utd), Traynor (Southampton), Saward (Huddersfield), Hurley (Sunder- land), McGrath (Blokb. Rovers), Hale (Doncaster), Giles (Man. Utd.), Fogarty (Sunderland), Tuohy (Newcasle). Eins og sjá má, þá eru allir leikmennirnir úr liðum í ensku deildarkeppninni, þar af þrír frá hinu heimsfræga félagi Manchester United. Markvörðurinnv er frá Preston, þekktum klúbb og viður- kenndum, og Southampton, félag vinstri bakvarðar er eitt sterkasta liðið í l.'deild. Dunne hefur tvisv- ar áður leikið gegn íslandi, kom m.a. hingað 1958. Saward lék lengi með Aston Villa og vann m.a. bik- arkeppnina með þeim 1957 f hin- um eftirminnilega leik gegn Man. Utd. Hann hefur um árabil verið fyrirliði írska liðsins, en nú er fyrirliði miðvörðurinn Hurley, sem Framh. á 10. síðu. /þróttir • • og sogur Myndirnar, sem hér fylgja eru frá Reykjadal, þar sem nokkrir beztu frjálsíþróttamenn okkar á- dvöldust samt þjálfurum. Önnur myndin sýnir Sigurð Sigurðsson útvarpsmann taka upp söng Val- bjarnar og félaga, „Show me the way to go home“, en með Sigurði sem er lcngst til vinstri að stilia tæki sín, eru Valbjöm Þorláksson, Gabor hinn ungverski þjálfari ÍR og lengst til hægri er Cox, þjálf- arinn sem er hér á vegum Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna og mun sjá um þjálfun þeirra sem keppa fyrir íslands hönd á EM. Hin myndin sýnir ungan fim- leikamann stökkva „flikk-flakk“ en í baksýn eru hin glæsilegu húsakynni í Reykjadal og þátttak- endurnir um hclgina. Fyrsti sigurinn Á laugardaginn var fór fram golfkeppni á velli Golfklúbbs Reykjavíkur við Öskjuhlíð. Var um að ræða höggleik með fullri for- gjöf. Voru þátttakendur 13 að tölu. Úrslit urðu óvænt. Sigurvegari varð ungur Reykvikingur, Vil- hjálmur Hjálmarsson stud. arch., með 72 högg nettó (43 + 42 — 13 = 72), sem má teljast góður árangur hjá svo til nýliða í greininni. í öðru til þriðja sæti urðu þeir Hall- dór Guðjóhsson og Smári Wiiiim með 76 högg nettó. Næsti golfkappleikur hjá G. R. er Oiiukeppnin, sem hefst með 18 holu höggleik næsta laugardag kl. 14. Úrslit verða leikin 18. ágúst. L0KASENNAN AÐ HEFJAST Ármann vann Ieik sinn gegn KR í Handknattleiksmóti íslands (kvennaflokki) í Kópavogi f gær með 5:2. Hefur Ármann því náð forystunni í keppninni og hefur nú 10 stig, en FH hefur 8 stig og ein- um leik færra. Er nú greinilegt að leikur FH og Ármanns annað kvöld verður úrslitaleikur mótsins, en hann verður Ieikinn í Kópavogi eins og flestir leikir mótsins. I 2. flokki vann Fram FH í gær- kvöldi með 4:1, en leikurinn hefur ekki mikla þýðingu, því Ármann og Breiðablik munu keppa til úr- slita á iaugardaginn, enda hafa þau lið unnið sinn hvorn riðilinn. Péfur Biörnsson ú HorðurSnndn- métið í golfi í Rungsted Norðurlandameistaraniót í goifi 1962 verður háð 15.— 17. ágúst næstkomandi á golfvelli Rundsted Golfklub skammt fyrir utan Kaup- mannahöfn. t í fyrsta sinn um langt árabil verður þar nú þátttakandi frá Is- landi, Pétur Björnsson, sem varð þriðji á íslandsmeistaramótinu í Vestmannaeyjum í júlí s.l. og sig- urvegari í Berserk, þ. e. keppni um "það, hver slær kúlu lengst, tekur þar nú þátt af ísiands hálfu. Pétur er eini Islendingurinn, sem þarna verður í ár, og má segja, að hann brjóti ísinn fyrir íslenzka kylfinga, því sennilegt er að flpiri eða færri sæki mót þetta héðan1 næstu árin. Forgjafarhámark þátttakenda er 4. t Austur-þýzkir verðir skutu í gær til bana dreng, sem var að reyna að flýja á sundi yfir til V.-Þýzkal. Drengimir voru þrír og komst einn yfir ána, en um afdrif hins þriðja er ekki kunnugt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.