Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 8
8 Otgeíandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 18. | Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. | ‘ Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línurj. Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Heimsmót i réttu Ijósi Hinu svokaliaða heimsmóti æskunnar, sem komm- únistar efndu til í áróðursskyni austur í Helsinki, er nú lokið. Hefir mót þetta verið fróðlegt á margan hátt, því að það hefir leitt í Ijós, að slík mót eiga engum öðrum tilgang að þjóna en hagsmunum komm- únista. Þeir, sem kunna að hafa efazt um þetta, ættu ekki að þurfa að gera það héðan í frá. Menn, sem fóru á mótið frá Afrikuiöndum, komust fljótlega að því, að ef þeir aðhylltust ekki skoðanir kommúnista, áttu þeir ekkert erindi á mótið. Þeir voru hreinlega ekki viðurkenndir, og hafa kommúnistar þó mjög leitazt við að telja heiminum trú um, að þeir sé einmitt sérstakir vinir Afríkuþjóða. En annað varð upp á teningnum, er á hólminn var komið. Þá fengu komumenn að sjá heimsmótið í réttu ljósi, og það reyndist vera ósvikin áróðurssamkoma í þágu komm- únista. Einn hinna ensku þátttakenda í mótinu hefir látið svo um mælt, að þar hafi ekkert málfrelsi ríkt, komm- únistar máttu koma sínum skoðunum á framfæri, en hinir höfðu enga heimild til að taka til máls. Og Dani, sem sótti mótið, kvað kjarnorkutilraunir Bandaríkja- manna hafa verið fordæmdar, en samskonar tilraunir sovétstjórnarinnar voru taldar til fyrirmyndar, þar sem þær mundu stuðla að raunverulegum friði í heim- inum. Þetta er einkar fróðlegt, þegar haft er í huga, hvernig brugðizt var við í Moskvu fyrir fáeinum vik- um, þegar nokkrir friðarsinnar vildu efna til útifundar við Kremlmúra. Kommúnistum féll ekki allskostar vel sú barátta fyrir friði, sem þar skyldi háð, og voru íeynilögreglumenn fljótir að taka niður spjöld þeirra manna, sem þarna voru að verki. Og þeim var tilkynnt, stutt og laggott, að þeir mættu svo sem mótmæla heima hjá sér, en ekki á þeim stað, þar sem þeir voru staddir. Allir tryggir kommúnistar hljóta að vera harð- ánægðir með slíka röggsemi sinna mana, en hún ætti að opna augu annarra fyrir því, að friðarbarátta komm únista er fyrirlitlegur áróður, sem engan ætti að blekkja, er enn hefir heimild til að afla sér sannra frétta af heimsviðburðum, og draga sínar ályktanir af þeim. Rökrétt framhald Og það var rökrétt framhald og viðeigandi við lok heimsmótsins, að Rússar byrjuðu á ný tilraunir með kjarnorkusprengjur um það bil, þegar mótsgestir voru að tygja sig til heimferðar. Kommúnistar hafa vissulega unnið mikinn sigur í friðarmálum með hvoru tveggja!! VISIR Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Svarti dauði stingur sér niður í En slandi Hlnn látni vísindamaður Geoffrey Bacon Það vakti mikinn ugg meðal Englendinga, þeg ar skýrt var frá því í síð- ustu viku, að vísinda- maður einn í Salisbury í Suður-Englandi hefði sýkzt af svarta dauða og látizt. Það var von að brezkum al- menningi brygði í brún. í fyrra vetur hafði bólusóttarfaraldur komið upp í Englandi og valdið miklum truflunum og ótta. Þá voru það aðallega tvö héruð, sem urðu fyrir miklum óþæg- indum, borgin Leicester í Mið- Englandi og Suður-Wales, þar sem flest tilfellin voru. En ótt- inn við þennan ægilega miðalda sjúkdóm var svo mikill, að hvar- vetna þyrptist fólk á læknastof- ur til bólusetningar. Og nú í síðustu viku skaut annar miðaldasjúkdómur, plága mannkynsins fyrir nokkrum öld um, upp kollinum. Fólk les tilkynningarnar um þetta furðulega fyrirbæri og spyr, hvort nú megi búast við „plágunni miklu“. JJeilbrigðisyfirvöld Bretlands svara, að engin hætta sé á svarta-dauða-faraldri. En þau grípa jafnframt til mjög ákveð- inna og skjótra aðgerða til að hindra útbreiðslu veikinnar. Nú þegar hafa 42 manns feng ið mótefni og verið settir í sótt- kví vegna samneytis við sjúk- linginn. Og leitin heldur áfram að fólki, sem haft hefur sam- skipti við Bacon-fjölskylduna. Á sunnudaginn var birt tilkynning í Lundúnaútvarpinu til lækna i Libyu, þar sem þeir voru beðn- ir um að leita uppi tvær systur, Katrínu og Elisabetu Laird, sem höfðu nýlega komið á heimili Bacon-hjónanna, en síðan flog- ið til foreldra sinna í Libyu. Geoffrey Bacon veiktist skyndilega um fyrri helgi. Hann var fluttur í sjúkrahús á þriðju- daginn og hafði þá háan hita og lungnabólgueinkenni. Þar lézt hann á miðvikudagskvöldið. Hann var starfsmaður við rannsóknastofu hersins í sýkla- hernaði, sem er í bænum Pro- ton skammt fyrir norðan Salis- bury. Vegna starfs hans kom upp grunur um að hann kynni að hafa sýkzt í tilraunastöð- inni og var sá grunur staðfest- ur, þegar hermálaráðuneytið til- kynnti að rannsókn hefði Ieitt í ljós, að sjúkdómur hans hefði verið lungna svarti dauði. j^Jeðgöngutími sjúkdómsins er 10 dagar og hefur það vald- ið einna mestum ugg, að Pam- ela kona vísindamannsins er matreiðslukona í stórum heima- vistarskóla í Salisbury og er skammt síðan börnin fengu sum arfrí. — Heilbrigðismálastjórnin segir þó, að vegna þess hve meðgöngutími sjúkdómsins er stuttur hafi smitun þessi senni- lega orðið eftir að skólanum var slitið. Læknar fylgjast nú mjög ná- ið með heilsufari fólksins, sem sett hefur verið í sóttkvh Hefur því öllu verið gefið mótefni gegn sjúkdómnum og líkamshiti þess er mældur oft á dag. Það Iiggur í einangrunarálmu Salis- bury-sjúkrahúss. j sambandi við þetta hafa byrj- að umræður í Englandi um stofnun þá, sem Bacon starfaði við, rannsóknastofu í sýklahern- aði. Hafa sumir gagnrýnt það, að brezka hermálaráðuneytið skuli starfrækja . slíka stofnun., En hermálaráðuneytið hefur svarað gagnrýninni og heldur því fram, að óhjákvæmilegt sé að starfrækja hana. Hún var sett á fót fyrir 18 árum, þegar grunur lék á að Þjóðverjar myndu fara að beita sýklum i ófriðnum mikla. Var hlutverk hennar að framleiða mótefni gegn sjúkdómum, sem Þjóðverj- ar kynnu að beita. Nú er vafalaust talið, að Rúss ar hafi til taks margar tegundir sóttkveikju til notkunar í hern- aði og geta þeir skotið þeim hvert sem er um heiminn í eld- flaugum. Líkast til myndu þeir dreifa sóttkveikjunum úr eld- flaugunum með hænsnafiðri. — Það, væri ábyrgðarlaust, segja brezk hernaðaryfirvöld, ef eng- ar gagnráðstafanir væru gerðar. Bretar framleiða ekki sjálfir sýklavopn, en stöð þeirra í Por- ton hefur haft náið samstarf við vísindamenn bandaríska hers- / Kona hans Pamela. ins og veitt þeim aðgang að rannsóknum sfnum. Bandaríkja- menn framleiða og geyma mikl- ar birgðir af sýklavopnum ef á þyrfti að halda til að svara rús:: neskri sýklahernaðarárás. Sýning sænskra Svo sem frá var sagt í Vísi um síðustu helgi, er að hefjast í Ásmundarsal við Freyjugötu sýning á málverkum ok skúlp- túr-myndum 5 sænskra lista- manna. Verður sýningin opnuð gestum í kvöld, en almenningi á morgun og verður opin dag- lega kl. 14 — 22 næstu tvær vikur. Listamennirnii1 starfa allir í Gautaborg og hefir sýningin verið á ferðinni undanfarna mánuði, fyrst f Danmörk en kom hingað frá Noregi. Einn í hópnum er myndhöggvari, Lennart Ason, og vekja myndir hans sérstaka athygli. Þegar Ásmundur Sveinsson kom að skoða verkin, varð hann eink- um hrifinn af þessu verki eftir hinn sænska kollega sinn, en það nefnist „Fordæmdi hermað- urinn“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.