Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 13
MiSvikudagur 8. ágúst 1962. SIR 13 lS°s er sælgæti sem allir ættu að reyno Takið pakka af ís og Coke heim með ykkur og búið til „ÍS-KÓK“. Það er auðvelt. Fyrir fáum árum kynnti Magnús Blöndal Jóhannsson, verðandi fé- lagsmaður f Tónskáldafélagi ís- lands, fyrir undirrituðum konu sína Bryndísi Sigurjónsdóttur. Þau voru bæði innan við þrítugt. Hún bauð af sér mikinn yndis- þokka þegar við fyrstu kynni og hafði til að bera þá hæversku samfara tilfinningasemi, er gerir einmitt konur oft svo aðlaðandi. Jafnframt birti hún dulda vilja- festu, sem auðsjáanlega var stjórn að af beztu greind. Hún vildi standa sig og fylgjast með öllu. Fögur kona var hún og tíguleg, en slíkt varð veigalítið við kynnin af skapferli hennar og eiginleikum. Sumir héidu, að framkoma hennar væri tilgerðarleg, vissu ekki að hún þjáðist af langvarandi, ólækn- andi sjúkdómi, sem hún vissi um og vildi ekki láta bera á. Svo lézt hún snögglega miðvikudaginn 25. júlí síðastliðinn eftir að hafa kynnt1 óskalög sjúklinga í útvarp- inu lai^gardaginn áður, — eins og hún var vön vikulega. Á röddinni heyrðist, að hún átti erfitt með tungutak. Bryndis fæddist í Reykjavík 9. júlf 1928, en Iauk gagnfræðaprófi á Akureyri. Hún fluttist 1946 til New York, þá F8 ára, heitbundin Magnúsi Blöndal Jóhannssyni, sem ' • / KVEÐJA \ \ minningar SátiaiiMsr konu farinn var áður þangað til tónlistar , einnig að annast óskalagaþátt sjúk náms. Fyrst stundaði Brýndis nám linga hjá Ríkisútvarpinu og flutti .yicj menntaskóla kvenna þar, en síðasta þátt sinn slíkan frá sjúkra- síðan við Columbia-háskólann, beðinum á Landsspítalanum. tungumál, bókmenntasögu og sálar Það varð ekki upplýst fyrr en fræði. Hún giftist Magnúsi 5. júlí i við andlát hennar, að henni hafði 1947, og þau hjónin bjuggu síðan um árabil verið kunnugt um sinn um sjö ára skeið í New York og eignuðust þar tvo syni: Jóhann nú 14 ára og Þorgeir nú 9 ára. Fljótlega eftir heimkomuna tók Bryndís að starfa hjá dagblaðinu Tíminn, en stuttu síðar fór hún ólæknandi sjúkdóm, sem henni tókst þó svo vel að dylja. Móðir hennar er Alexandra Jóns- dóttir gift Páli Ólafssyni starfs- manni hjá ríkinu. Með Bi-yndísi er héðan horfin með afbrigðum hjálpsöm og kær- leiksrík og viljastyrk kona, — dóttir, móðir og eiginkona. Hvað er hægt að segja bömum og eiginmanni og foreldrum Bryn- dísar til huggunar? Að hún hafi losnað við sínar þjáningar. Að dauðinn sé aðeins breyting á lífs- orku og lögmálum, umhverfing fyrirbrigða í alheimi, sem vér fáum ekki skynjað, af því oss vantar skilningavitin til að greina óendan leik tíma og rúms, — að vér mun- um ekki komast hjá því er fram líða stundir að samþykkja og skilja dauðann, sem bíður vor allra. Bryndísar Sigurjónsdóttur er saknað af öllum, sem hana þekktu. Reykjavík, 6. ágúst 1962. Jón Leifs. Fyrst er hellt í glasið til hálfs, svo er ísinn settur út í og hrært lítið eitt upp með skeið. Veljið hvaða bragð í ísnum, sem þér óskið. Bætið i „Coke“ eftir þörfum. Notið skeið og sogrör. Eftir augnablik er kominn Ijúffengur ís-drykkur, sem nú fer sigurför um Ameríku þvera og endilanga. Framh. af bls. 9. Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajök- uls. Takmarxkast hún að sunnan af Krossá, að vestan af Markar- fijóti og að aústan af Mýrdals- jökli. Þeir staðir sem flestir þekkja eru dalirnir þar sem venjulega er tjaldað. Fyrst kemur maður í Húsadal, síðan í Langadal og loks í Slyppugil, þar sem Far- fuglar hafa haft sína starfsemi og gróðursett trjágráður. Af þeim fjöllum sem eru í Mörkinni er Valahnjúkur lang kunnastur. Hann er 458 metra hár og Iiggur í suð-austur af Húsadal. Þangað fara lang flest- ir upp af þeim, sem í Þórsmörk koma. Útsýni er þar mjög fal- legt og sér yfir alla Mörkina. Blasa þar við skógi vaxnar hlíð- ar dalanna, auðnin á Krossár- aurum og sér til fjögurra jökla. MARGT AÐ SJÁ , Margt er að sjá í Þórsmörk og mun reynt að nefna það helzta. Er þar fyrst að nefna Sóttarhelli, sem er fremst í Mörkinni. Um hann er sú saga, að eitt sinn hafi 18 gangnamenn úr Fljótshlíð hvílt sig þar. Gekk þá fram hjá þeim tröllkona og fóru þeir að gera grín að henni. Einn þeirra vildi þó ekki taka þátt í því, og var hann sá eini er eftir lifði, er tröllkonan hafði beðið þeim bölbæna. Af þessu urðu menn hræddir við hellinn og fluttu þangað klukkur og vígðu hann. Sjást enn festingar fyrir klukkurnar og þrír litlir krossar. Segja sum- ir að hellirinn hafi verið notað- ur sem bænahús. Sönghellir nefnist annar hell- ir. Þar hagar svo til að vatn fellur niður um þakið og mynd- ar sturtubað. Er ekki óalgengt að ferðamenn fari þangað á nóttinni til að taka sér bað. Snorraríki nefnist hellir á leið inni yfir hrygginn milli Langa- dals o| Húsadals. Er hann í tveggja mannhæða hæð og hafa verið höggvin klifurþrep og handföng í bergið, svo að frem- ur auðvelt er að komast þangað inn. Á sömu leið er hellir,, sem nefnist Skuggi. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan gangna- maður undan Eyjafjpllum varð þar úti. Hinum megin við Krossá, beint á móti skála Ferðafélags- ins ,sem kenndur er við Kristján Skagfjörð, er Álíakirkja. Það er klettastrýta, sem er áþekk kirkju, til að sjá, og er hvelfing innan í henni. Einnig er Glugga- hellir í Slyppugili mjög sér- kennilegur útsýni'sstaður. Einn þeirra hluta sem flestir skoða í Þórsmörk er tré, sem nefnist Systurnar sjö, og er í Hamraskógum, skammt frá Markarfljóti. Það er eitt stærsta tré í Þórsmörk og eru sjö stofn- ar upp frá einni rót. Þegar farið er inn í Þórswiörk, er farið yfir Markarfljót og síð- an haldið upp með Merkurbæj- um. Skömmu fyrir innan þá er mjög sérkennilegt gil, sem nefn- ist Nauthúsagil. Innst í gilinu er stórt tré sem myndar brú yfir það og er hægt að ganga þar yfir. Fræ af þessu tré voru flutt að Múlakoti og er af þeim vaxinn hluti hins , blómlega garðs, sem þar er. Nokkru innar er komið að svo kölluðu Jökullóni. Það er svo nefnt vegna þess að niður í það falla ísjakar úr Eyjafjalla- jökli og má venjulega sjá þar jaka á floti. - Þegar haldið er áfram inn eftir aurunum, þarf að fara yfir- Jökulsá og Krossá, áður en komið er í Þórsmörk. Renna þær um sandana í mörgum kvísl um og geta verið varasamar yfirferðar þeim, sem ekki eru kunnugir. Mikið hefur borið á því að menn legðu í árnar, án þess að þekkja þær nokkuð. Telja kunn- ugir að ekki sé ráðlegt að fara lengra en að Nauthúsagili á litl- um bílum. Alla leiðina er venju- lega fært yfir sumarið á stórum bílum, en þó er talið mjög ó- ráðlegt að reyna að fara yfir árnar á nokkrum bíl, nema ein- hver kunnugur eða reyndur í vötnum sé með í ferðinni. Hefur oft legið við slysum og margir bílar stórskemmzt, vegna þess að menn hafa ætlað sér og bílum sínum meira en þeir ráða við. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.