Vísir - 08.08.1962, Side 4

Vísir - 08.08.1962, Side 4
4 V'ISIR Miðvikudagur 8. ágúst 1962, I; Ohamingjusama stúlkan. V Marilyn Monroe var alltaf ó- ■« hamingjusöm stúlka. Hún vai •! 36 ára er hún dó, hét rétti ■WAV.WA’AW.V.V.SW.V.'AW.V.V.V.'.V.1 .".’.V.V.V.'.V.W.V.'.'AW.W.'.V.V.V.V.'.V.V.VAV.V^AW.^W.W.WA'AV.V.V.W.V.VAV * :• ímynd lífsgleðinnar framdi sjálfsmorð Marilyn og þriðji eiginmaður hennar Arthur Miller Fréttin um hið skyndi lega andlát kvikmynda- dísarinnar Mariiyn Mon roe vekur óhug meðal þeirra milljóna um allan heim sem hafa séð hana á kvikmyndatjaldinu, — sem táknmynd lífsgleð- innar og fegurðarinnar. Marlyn er sennilega frægasta kvikmyndaleik kona þessarar aldar. Þó maður renni augunum yfir allar þær skæru stjörnur, er risið hafa upp á þessari öld kvik- myndanna, virðist engin þeirra hafa logað jafn skært og Marilyn. Svaf í Chanel 5. Hún var eins og þjóðsagna- persóna, kynbomban mikla, hnyttileg orð hennar og athafn- ir urðu heimsfleyg. Allur heim- urinn kannast við hið fræga svar hennar, þegar nærgöngull blaðamaður spurði í hverju hún svæfi á næturnar og hún svar- aði: í Chanel five. í kvikmyndunum var Marilyn Monroe jgfnan hamingjusöm og glöð Hún var ímynd lífsþróttar- ins og ástarhamingjunnar, sprell andi af fjöri. En við vitum nú að þetta var aðeins ímyndaður svipur, sem kvikmyndafélögin í Hollywood gáfu henni og áróðursmennirnir reyndu að telja almenningi trú um. vissi aldrei hver faðir hennar var og móðir hennar varð geð- veik og var sett á geðveikra sjúkrahús, er hún var smá barn. Sjálfri var Marilyn komið fyrir á munaðarleysingjahælí. Hún 'ólst upp án ástúðar í miskunn- arlausum heimi og varð sem barn fyrir svo miklum sálræn- um áföllum, að hún fór að stama. Alla tíð síðan hefur hún verið hrædd við heiminn. Hún játaði t.d. að hún yrði alltaf hrædd, þegar síminn hringdi. Síminn var ímynd hins ytra heims sem hún óttaðist. Þegar hún dó í rúmi sfnu í Hollywood hélt hún um símtólið. Ef til vill ætlaði hún á síðustu stundu að leita hjálpar umheimsins sem hún ótt aðist, en það var of seint, lífið fjaraði út af eitrinu. Fyrirhafnarlaus frægð. Og þó sigraði Marilyn Monroe heiminn fyrirhafnarlaust. Hún var uppgötvuð af ljósmyndara, þar sem hún vann í málningar- verksmiðju og varð fræg sem kvikmyndafyrirsæta. Myndir á almanökum af henni hálfnak- inni urðu frægar. Hún fékk árið 1947 smáhlutverk í kvikmynd sem kallaðist „Asphalt Jungle“, en stal senunni frá aðalleikur- unum. Svo var hún orðin fræg í Bandaríkjunum, um heim allan áður en hún vissi sjálf af. Hinn kunni bandaríski leik- stjóri Joshua Logan, sem stjórn- „Kynbomban“ Marilyn Monroe aði upptöku á nokkrum kvik- myndum hennar sagði um hana: — Ég hef aldrei unnið með kvikmyndaleikkonu, sem er eins nálægt fullkomleikanum og Marilyn. Hún hefur í sér bæði dálítið af Gretu Garbo og Charlie Chaplin vegna þess að hún kann svo vel að þræða milliveg gamanleiks og harm- leiks. Marilyn Monroe var fögur en óhamingjusöm Örlagarík kynni. Það mun hafa verið Logan, sem hvatti Marilyn til að fara á leikskóla til frægasta leikkenn ara Bandaríkjanna Lee Stras- berg í New York. Sú för varð örlagarík þ>ví að í henni kynntist hún leikritaskáldinu Arthur Mill er. Marilyn hafði verið gift ein- um frægasta íþróttamanni Bandaríkjanna, baseball spilar- anum Joe di Maggio. Hann var geðugur náungi, ólaglegur en góðlegur og talinn heldur heimskur. En við dvölina í New York var sem Marilyn þroskað- ist og yrði hafin upp yfir hann. Enda kom að því að hún skyldi við kraftana og heimskuna og giftist Arthur Miller. Það hjónaband var talið í- mynd þess að fegurðin og vitið sameinuðust. Marilyn dáði Art- hur Miller. Henni fannst hann líkjast Abraham Lincoln sem hún dáði framar öllu öðru, enda hengdi hún mynd af Lincoln fyrir ofan rúmið sitt. Miller féll hinsvegar algerlega fyrir líkam- legum töfrum hennar, hljóp frá konu 'og börnum til að komazt í faðm frægustu kynbombu Bandaríkjanna. Svívirti Miller. En hjónaband þeirra; gat ekki blessazt til lengdar. Áhugamál þeirra féllu ekki saman og þegar þau skildu í reiði og hatri urðu iýðnum ljósir hinir miklu skap- gallar kvikmyndaleikkonunnar. Slitin urðu við kvikmyndaupp- töku á kvikinyndinni „The Mis- fits' sem Miller hafði samið. Miller var viðstaddur kvik- myndaupptökuna og varð að þola þar hina hraklegustu fram komu Marilyn. Hún skammaði hann eins og hund og sýndi honum hverskyns fyrirlitningu og svívirðu. Eftir skilnað þeirra var Mari- lyn mjög lágt niðri. Hún lagð- ist um tíma inn á sjúkrahús fyr ir sálsjúká, lenti í ástarævintýr- um niður í Mexíkó. Það var auð séð að hún vissi ekkert hvað hún átti af sér að gera. Nýtt líf. Þegar kvikmyndafélagið Fox Maiilyn í síðustu kvikmynd sinni „The Misfits“ ásamt Clark Gable. Frh. á 6. síðu. WVAS%VAV.V.V^AWA>.V.V.WW.VAVAV.».V.V.'.W.V.V.’.V.V.'.V.VA%WAWA'AV...V.WV.V.V.V.VA%VAW.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.