Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 8, ágúst 1962. Konan, sem hér birt- ist mynd af, hefur unnið mikið afrek — svo mik- ið, að Kennedy forseti ákvað fyrir nokkrum dögum að sæma hana æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna. Hún heitir Frances O. Kelsey og er læknir að menntun. Hún var starfsmaður matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, þeg ar bandarískar Iyfjaverksmiðjur fóru fram á það að mega hefja framleiðslu á nýju undrasvefn- Iyfi, sem hefði reynzt svo ágæt- lega í Evrópu. Lyf þetta var þá komið í almenna notkun í Þýzka landi og kallaðist þar Conter- Frances O. Kelsey. Hún hefur unnið til heiðursmerkis gan, en í hinum enskumælandi heimi kallast það Thalidomid. ★ Lyfjafyrirttekin bentu á sér- staka kosti þess. Það verkaði mjög vel sem svefnlyf, en hafði ekki sömu slæmu eftirverkanir og önnur svefnlyf. Engin hætta var á því að fólk yrði forfallið i það og það hafði engin ban- væn áhrif þó það væri tekið inn í stórum skömmtum, eins F og mörg svefnlyf. Þau bentu á það, að notkun Iyfsins væri orðin almcnn í Þýzkalandi, það væri selt án lyf- seðils í apótekunum og þar leysti það mikil sálræn vanda- mál. Fyrirtækin bjuggust við að lyfið fengi viðstöðulaust sam- þykki heilbrigðisyfirvaldanna, því að í Evrópu hafði ekki orð- ið vart neinna óhollra áhrifa. ★ En fröken Kelsey var ekki viss. Hún Iagðist gegn því að Eitt hinna vansköpuðu barna. lyfið yrði leyft í Bandaríkjun- am, einfaldlega vegna þess, að það væri gnn ekki þrautprófað. Ári síðar varð það ljóst i Þýzkalandi, hve geigvænlegt þetta lyf var. Af völdum þess fór nú að fjölga stórkostlega i Þýzkaiandi fæðingum vanskap- aðra barna. Ef barnshafandi mæður höfðu notað Contergan- svefnlyf á hættulegasta tima- bili meðgöngutfmans, kringum mánuð eftir getnað, áttu þær á hættu að böm þeirra fæddust handieggjalaus eða með af- skræmda fætur. Á tveimur til þremur árum hafa um 4 þús- und börn i Þýzkalandi fæðzt vansköpuð vegna notkunar þessa svefnmeðals. ★ Það var einnig notað i Eng- landi en aðeins eftir lyfseðli, — þar hafa nærri þúsund böm fæðzt vansköpuð af völdum þess. Áhrifa þess gætir í fleiri löndum, "þar sem það var tekið takmarkað í notkun, eða ef fólk hafði verið á ferð i Þýzkalandi og haft það heim með sér. Þannig fór fyrir bandarískum hjónum, þau keyptu nokkrar Framh. á bls. 5 Hátt á 2. tug ökumanna Whiskystríð geysar í Hamborg Óvenjuleg styrjöld er háð um þessar mundir í Hamborg, og er hún verð- lagsstyrjöld whiskikaup- manna. Fyrir aðeins þrem mánuðum kost aði þriggja pela flaska af whisky 24.50 mörk, en svo brauzt styrjöld- in allt í einu út, og nú er svo komið, að whiskyflaskan er boðin í verzl- unum fyrir 16,75 mörk. Innkaups- verð á flestum tegundum er um 16.50 mörk, og hefir verið svo um árabil, svo að augsýnilegt er, að kaupmenn verða svo að segja að gefa með hverri flösku, sem þeir selja við hinu lága verði, meðan á „stríðinu" stendur.. Þeir segja ann- ars, að þeir fái ekkert við þessu gert: „Það er hörð samkeppni, sem hefir neytt okkur til að lækka verð kærðir fyrir ölvun Vegalögreglau og Reykjavíkur- lögreglan tóku samtals 17 drukkna ökumenn við stýrið um verzlunar- mannahelgina. Þá • verða og all- margir mcnn kærðir fyrir ölvun á ýmsum stöðum og skemmtisam- komum, en ennþá er ekki vitáð hve margar þær kærur eru. Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglu- stjóra hefur gefið Vísi upplýsingar um löggæzlu og störf lögreglunn- ar á einstökum stöðum úti á lands- byggðinni um þessa miklu skemmt ana- og ferðahelgi, en eins og skýrt var frá í Vísi í gær voru 14 fl'okkárl lögreglumanna sendir víðsvegar út á landsbyggðina til eftirlits og löggæzlustarfa,.... en fyrst og fremst þó á þá staði, þar sem undanfarin ár hafði borið á mikilli ölvun og óspektum. Réttindalausir. 'Reykjavíkurlögreglan og vega- lögreglan er héðan var send tóku samtals 15 ölvaða ökumenn, þar af 8 í Reykjavík einni. Tveir þeirra voru réttindalausir og annar þeirra á stolnu farartæki. Þá tók Akur- eyrarlögreglan 2 ölvaða ökumenn, sem báðir höfðu lent i árekstrum, þannig að alls voru 17 menn tekn- ir drukknir við stýrið unt þessa einu helgi. Verður ekki annáð sagt en að það sé sæmileg uppskera! ið jafnt og þétt“. Verðlækkunin hefir að sjálfsögðu leitt til þess, að kaup manna á whisky hafa aukizt stórum, og það svo mjög, að kaupmenn eiga erfitt að fullnægja eftirspurninni. Annars hefir whiskyneyzla aukizt stórlega í Vestur-Þýzkalandi undanfarin tíu ár. Árið 1951 voru fluttir inn 100,000 lítrar af whisky (rúmlega 133,000 flöskur), en á síðasta ári var lítratalan komin upp i 2,3 millj- ónir, og gert er ráð fyrir, að hún fari í 3 miiljónir á þessu ári, en seld ar verði um 4 milljónir flaskna. Annars er ekki gert ráð fyrir, að ,,stríðið“ standi lengi, því að ekkert fyrirtæki getur staðizt það til lengd ar að selja whisky á innkaupsverði. Munu innflytjendur að líkindum gera samning með sér um fast verð eins og gert var fyrir nokkrum árum varðandi sölu á frönsku konjaki. (DAD). Brezkir fasistar hrakt ir úr sumarbúðum Hinn nýi fasistaflokkur Colins Jordans, National-socialistaflokkur- inn, var hrakinn í gærkvöldi frá sumarbúðum, sem hann hafði kom- ið sér upp í Winchcombe í Glou- cestershire, eftir hálfrar klukku- stundar ryskingar. I þeim var rif- inn niður hakakrossinn, sem blakt- að hafði yfir búðunum í nokkra daga. Skoti var hleypt af. 1 fyrstu fréttum var sagt, að flokkur Jordans hefði tvístrazt og lagt á flótta, en síðar kom í ljós, að lögreglan hafði bjargað þeim, og var hópurinn kominn til Chelt- enham í gærkvöldi, í um 20 km. fjarlægð og öllu hafurtaski fasista í sumarbúðunum verið safnað sam- an til brottflutnings og hefur Jord- an fallizt á, að freista ekki að láta flokk sinn safnazt saman á ný í sýslunni. Jordan er 38 ára og mikill Hitl- ers-aðdáandi, og reynir í öllu að líkja eftir þýzknazistiskum fyrir- myndum. Hakakross er í fána flokksins og flokksmenn hafa Iát- ið gera sér einkennisbúninga sams konar og flokksmenn Hitlers báru. Brezku fasistaflokkarnir eru nú þrír og allir litlir, en hafa þegar valdið truflunum og erfiðleikum. Jordan var rekinn úr brezka Þjóð ernissinnaflokknum (British Nat- ional Party) vegna Hitlersdýrkun- ar sinnar, en BEP er stærsti flokk urinn með um 3000 skráðum félags mönnum. Formaður hans er And- rew Fountaine, auðugur maður, og kom flokkurinn saman nýlega á landssetri hans í Narford, Nor- folk. Þriðji flokkurinn er Einingar flokkur Sir Oswalds Mosley. Jordan vill halda útifund á Traf- algartorgi 19. ágúst og BEP 2. sept. Ólíklegt er að þessir fundir verði leyfðir. !■■■■■ ■■ Ovístað Kennara skólinn verði til- búinn á réttum Ástandið utan bæjar. Þá gaf Ólafur Jónsson Vísi upp- lýsingar um ástandið á helztu stöðum þar sem fólk hafði safnazt saman um helgina. Á Þingvöllum fór allt fram með hinni mestu spekt og lögreglan þurfti ekki að hafa afskipti af einum einasta manni sökum ölvun- ar. Þó var mannfjöldi þar svo mik- ill og umferð bifreiða að lögreglan telur slíks vart eða ekki dæmi. Á Þórsmörk var talið að 3500 — 4000 manns hafi verið um helgina. Þar þurfti lögreglan að hafa af- skipti af nokkrum drukknum mönnum og 18 hafa verið kærðir. Þar hafði lögreglan aðstöðu til að flytja menn burt ef þörf krefði, en hún sá ekki ástæðu til að grípa Framh. á 5. síðu. tíma Áhöld eru nú um, hvort hægt verður að taka hina nýju byggingu Kennaraskólans í notk- un á réttum tíma í haust. Sá áfangi bygg- ingarinnar, sem nú er kominn upp, er um helmingur þeirrar bygg- ingar, sem þegar hefur verið teiknuð og hefur verið unnið að því í sumar að gera hann kennsluhæfan. Vinna hefur nú stöðvast við bygginguna vegna verkfalls tré- smiða. Kemur töf þessi sér mjög illa, þar sem svo mikið er enn óunnið við bygginguna að óvíst er að takast megi að ljúka henni ef eitthvað dregst að vinna hefjist að nýju. Helgi Elíasson, fræðslustjóri, skýrði blaðinu svo frá í morgun að þessi bygging væri sú mikil- vægasta á sviði skólamála í landinu. Sagði hann að ekki væri gagn í því að byggja nýja skóla ef engir kennarar væru til sem gætu kennt í þeim. Tel- ur hann að alla áherzlu þurfi að lefegja á að ljúka bygging- unni sem fyrst. Kennaraskólinn sem nú er not aður, var tekinn í notkun árið 1908. Er hann löngu orðinn of lítill til að gegna sínu hlutverki og hefur skólinn orðið að not- ast við leiguhúsnæði hér og þar um bæinn. Hefur þetta valdið verulegum erfiðleikum við rekst ur skólans, sem væru bætt úr með hinni nýju byggingu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.