Vísir - 08.08.1962, Page 7

Vísir - 08.08.1962, Page 7
Miðvikudagur 8. ágúst 1962 V 'SIR - 7 JjYéttir berast nú úr mörgum löndum um fæðingu van- skapaðra barna. I fiestum tilfell- um er kennt um svefnlyfinu thalidomide. Þetta eru alvarleg- ir og sorglegir atburðir. í borginni Liege deyddi móðir nýfætt barn sitt af því að það hafði ekki handleggi. Réttvísi mannanna varpaði konunni í fangelsi og kirkjan fordæmdi hana. Þó sýnir skoðanakönnun að 94% belgísku þjóðarinnar sýkna konuna. Um sama leyti gerðist það á sjúkrahúsi í Saint Denis út- hverfi Parísarborgar, að skurð- læknir var að reyna að skilja í sundur tvær stúlkur, sem voru það sem kallað er „síams-tvíbur ar“. Þær voru vaxnar saman á, höfðinu. Skurðlæknirinn taldi sig um tíma verða að taka á- kvörðun, að fórna lífi annarrar stúlkunnar fyrir hina. Þegar skurðaðgerðinni var lokið taldi hann nær útilokað að önnur stúlkan myndi lifa af. En krafta verkið gerðist. Nú hálfum mán- uði eftir uppskurðinn lifa þær báðar í hinum sótthreinsaða súrefniskassa sfnum á sjúkra- húsinu. Þannig verður saga þeira einskonar dýrðaróður til lífsins. J>öntgen-myndin sýndi tvíbura sem voru samvaxnir á höfð inu. Samvöxturinn var á hlið höfuðkúpanna og mynduðu þær um 80 gráðu horn. Það var erf- itt að tilkynna móðurinni þetta. Hún sat í biðstofu sjúkrahúss- ins í Saint Denis. Yfirlæknirinn bað hana að koma inn. — Það eru tvíburar sem þér gangið með, byrjaði hann. Síðan skýrði hann hið alvarlega mál fyrir Emilíu Guerin. Þeir eru samvaxnir á höfðinu. Það er ó- hjákvæmilegt að taka þá með keisaraskurði. Konan var færð til aðal-skurð læknis sjúkrahússins, prófessor Duhamels, sem er 45 ára, meðal yngstu Iæknisfræðiprófessora Frakka, risi vexti, 188 sentimetr ar. - Það voru aðeins tvö ár síðan hann hafði fengið til meðferðar síamstvíbura er voru vaxnir með sama hætti saman á höfð- inu. Og þó koma slík tilfelli aðeins fyrir eitt á móti þremur miljónum fæðinga. Það var ár- ið 1960, sem Duhamel prófessor hafði fengið samskonar tilfelli tímans. Börnin tvö, sem voru stúikur vógu samanlagt 17 merkur og virtust við góða heilsu.. nema hvað þær voru fastar saman. Þær voru fluttar úr skurðstof- unni áður en móðirin vaknaði af svæfingunni. Það var ekki talið heppilegt að hún sæi þær, þar sem útilokað var talið að bæði börnin gætu lifað. Eina Móðir barnanna stytti sér stundir í hinni örvæntingarfullu bið við útsaum á borðdúk. til meðferðar. Hann reyndi að aðskilja börnin, en það mistókst og þau dóu bæði. Nú ætlaði hann að reyna aftur og sjá hvort sér tækist ekki betur. TF’eisaraskurðurinn fór fram á áttunda mánuði meðgöngu- vonin var að hægt væri að bjarga lífi annars á kostnað hins. Þetta var hræðilegt val. Það var vitað að ekki mætti draga skurðaðgerðina Iengi, því að börnin geta ekki lifað lengi þannig samföst. Við sjálfstæðar hreyfingar hvors barns fyrir sig myndi koma að því, að höfuð- kúpan hrykki í sundur og þá myndi dauðinn koma skjótlega. Hér sést Duhamel prófessor yfir litlu systrunum, þar sem j þær liggja aðskildar í súrefniskössum sínum. byggðara en hitt, eða hefði ein- hverja frekari vansköpun. En þessi nákvæma rannsókn leiddi í ljós, að bæði börnin voru heil- brigð og jafn sterkbyggð. Þá var farið að athuga tauga viðbrögð barnanna og reyna að kanna hvernig heili þeirra væri byggður. Smámsaman fóru rök að hníga að því að það væri vinstri stúlkan sem ætti að lifa. Tauga viðbrögð hennar virtust eðli- legri en systur hennar. Enn fremur voru talstöðvar heila hennar utan við samgróninginn, meðan talstöðvar systur hennar snertu hann og var þetta talið þýðigarminkið atriði. JJm mánuðúr var liðin frá fæð- ingu tvíburanna, þegar Duhamel prófessor tók ákvörð- un sína. Áður en skurðaðgerðin hófst kom sjúkrahúspresturinn í sótthreinsuðum kyrtli að litlu stúlkunum. Hann dreypti vígðu Fyrir nokkru gerðist merkilegur viðburður á sjúkrahúsi i París. Læknir framkvæmdi einn erfið- asta uppskurð sem hægt er að hugsa sér. Hann skildi í sundur tvíbura sein voru vaxnir saman á höfðinu. Frásögnin ef því er eins og dýrðaróður til lífsins. Það varð því að skilja þær í sundur hið fyrsta, hentugasti tíminn þegar níu mánuðir voru liðnir frá getnaði. Og þá myndi koma að því að læknirinn yrði að taka ákvörðun sína, hvor þeirra ætti að lifa. J^öng læknisskoðun fór fram á börnunum, hvort annað þeirra væri á nokkurn hátt veik vatni á stúlkuna hægra megin og sagði: „Francosie, skíri ég þig í nafni Föður, Sonar og Heilags anda." Og síðan sneri hann sér að vinstri stúlkunni, þeirri sem skyldi fá að lifa: „Isabella skíri ég þig...“ Móðir barnanna hafði óskað eftir því að skírn færi fram fyr ir uppskurðinn. „Þá verður Röntgenmyndin sýndi að tvíburamir voru samvaxnir á * höfðinu. Guð með þeim, litlu stúlkunum mínum í erfiðleikum þeirra.“ Hún fékk enn ekki að sjá börnin, en sht í nálægu her- bergi meðan uppskurðurinn fór fram og bróderaði borðdúk. J Tndir stjórn kvenlæknisins Boin Segaux voru börnin deyfð hvort í sínu lagi, þar sem lítið sem ekkert blóðrásarsam- band var á milli þeirra. Þá var litlum pípum stungið í æðar þeirra til blóðgjafar og skurðað gerðin hófst. Prófessor Bernard Duhamel hafði ekki farið langt þegar hann varð var hinna verztu tíðinda. Hann komzt; að raun um að engin himna skildi að heilana tvo. Aldrei hafði hann heyrt talað um slíkt tilfelli sí- amskra tvíbura. Uppskurðurinn myndi verða miklu erfiðari en hann hafði búizt við. Erfiðasti uppskurður sinnar tegundar er nokkru sinni hefur verið fram- kvæmdur. Það var um ekkert að velja. Skurðlæknirinn yrði að ganga meira en ella á heila stúlkunnar til hægri. Skurðhnífurinn gekk skjótlega í gegnum hið mjúka heilaefni. Heili stúlknanna var samfastur á svæði sem var um 5 sentímetrar á einn veg og 4 sentímetrar á annan veg. Tjessum atburði lauk með því, að enn var gengið á hlut Francoise og meirihluti höfuð- húðarinnar látinn ganga til Isa- bell stúlkunnar sem skyldi fá að lifa. Þá sneri læknirinn sér að Francosie litlu, tók himnu úr fylgju barns, sem hafði fæðst þá um daginn og lagði hana yfir hinn særða heila hennar. Síðan lukti hann opið með plastloki. Alit var þetta gert í flýti og engin bjóst við að Francoise gæti lifað nema fáeinar klukku- stundir. Uppskurðurinn tók um fimm klukkustundir. Síðan hófst bið- in, klukkustundir liðu, en Fran- Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.