Vísir - 08.08.1962, Síða 6

Vísir - 08.08.1962, Síða 6
6 VISIR Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Jeppe Madsen Ohlsen: FRIÐUR um þessa ósveigjanlega dóm- ara, er hann sagði honum að hahn væri til smánar fyrir „das Vaterland" og væri bezt að hypja sig sömu leið til baka. Bakdyrnar voru opnar og Ohl- sen beið ekki boðanna. Þessari mannúð dómarans gleymdi hann aldrei, því hennar átti hann sfzt af öllu von. Til Christiansfeld kom hann ekki aftur fyrr en 1931 'og var þar nokkur ár. Á þeim tíma málaði hann merkilegustu myndir sínar. Þótt háð og spott fylgdi Ohl- sen jafnan var margt gott um hann. Hann var barngóður og umtalsfrómur, greindur vel og skrifaði frábær sendibréf. En listin var honum allt, hluti af honum sjálfum og um hana vildi hann einkum ræða. Þótt veraldarlánið væri valt þá haggaðist þetta ekki, en i mál- verkum sínum túlkaði hann fyrst og fremst umhverfi sitt og andrúmsloft þess frá sínu eigin sjónarmiði og hugleiðang- um um lífið og dauðann, eink- um dauðann, sem gekk um í svörtum kufli með ljáinn og fyrir honum voru allir jafnir, en svo var einnig í þýzkri mið- aldaiist, einkum tréristum Hol- beins. Það var líka einmitt QNEMMA á 18. öld stofnaði greifi nokkur sérti'úarsöfnuð á herragarðinum Herrnhut í Saxlandi og er þetta trúarfélag kennt við þann stað. Siðvenjur þess eru mjög strangar og ó- venjuiegar og að sjálfsögðu var ætlunin að flytja boðskap trú- arinnar víða um lönd og frelsa lýðinn. Struensee varð hrifinn af þessu fólki, einkum vegna. starfa þess á sviði iðnaðar og verklegra framkvæmda. Fyrir hans tilstilli fékk söfnuðurinn því umráðasvæði á Jótlandi og byggði þar bæ sinn, Christians- feld. Þéttbýlið hefur slðan sieg- ið hring um bæinn með nútíma glaum og sífelldu breytingum. En bærinn er eins og klettur úr hafinu, svo óbreytanlegur sem hann hefur ætíð verið. Á „akri Ðrottins“, kirkjugarðin- um eru allir legsteinar ná- kvæmlega eins, því að á þeim stað er"<snginn öðrum fremri. Þar eru hvorki blóm né tré, aðeins sléttar grafarhellur í reglubundnum röðum, sem hverfa út í blámóðii fjarlægðar- innar er fölur máni varpar daufri glætu yfir akurinn, en þannig er þetta í einu málverki Ohlsens, er hann nefndir „Eilífð- iri“. Þarna kemur söfnuðurinn saman hvern páskadagsmorgun TjÓTT mikil áherzla sé á það lögð nú á dögum, að afla einni stefnu þess fylgis í ver- öldinni, er jaðri við einræði, þá mun þó verða svo enn um skeið, sem hingað til, að margir fari sínar eigin leiðir í myndlistinni og vilji engri framandi leiðsögn fylgja, eða láta sannfærast af vafasömum rökum. Að þessu leyti getur myndlistin engan veginn verið frábrugðin öðrum listgreinum, sem ekki getur heldur talizt æskilegt, hvernig sem á það er litið. Þá er eirinig vafasamt að stjörnudýrkun nú- tímans sé listinni hoil, því frægðin á sér oft vafasamar rætur, sem rétt er að athuga og meta á öfgalausan hátt. Og „oft er það í koti karls“, sem athyglisvert getur talizt og utan við alfara leið. Einn slíkur ó- þekktur „kotkarl“ var danski málarinn Jeppe Madsen Ohlsen. Þessi sérstæði málari, sem einkum túlkaði dapurleikann, er hann hafði svo náin kynni af um ævina, var fæddur í bænum Christiansfeld á Suður- Jótlandi árið 1891, er var inn- an landamæra Þýzkalands unz Danir fengu þetta umdeilda landssvæði eftir fyrri heims- styrjöldina. Ævisaga Ohlsens skal ekki rakin hér, en hún var hörmuleg á margan hátt og sjálfur vildi þann sem minnst um það efni ræða. Hann var löngum háður framfærslu- stjórn þeirra staða, er hann dvaldi á, sem ekki var alltaf tillitssöm, en hann átti líka erf- itt með að bjarga sér og lundin var oft stirð. Auk þess þótti honum sopinn góður og var því ckki að sökum að spyrja. Hann sagðist drekka vegna þess að hann yrði að vinna óþrifaleg- ustu verkin fyrir bæjarfélagið, en þau verk væru honum út- hlutuð vegna þess að hann drykki. Þessa úlfakreppu tókst honum ekki að rjúfa. TjEGAR stríðið hófst árið ** 1914 þótti Ohlsen ekki hæf- ur til herþjónustu, þar sem hann var lítili vexti og illa fær til erfiðra verka. En er tímar liðu varð vandfýsnin minni með fallbyssufóður og þótti honum þá óvænlega horfa, og þar sem hann var friðarsinni og danskur þá laumaðist hann yfir landa- mærin til ættlands slns, komst svo til Noregs og dvaldi þar um Málarí dapuríeikans hríð og var eitthvað við mynd- listarnám hjá lærisveini Chr. Krogh, án þess þó að gleyma gömlu þýzku listinni vegna nýrra áhrifa. Er stríðinu lauk fór hann aftur til Danmerkur og átti I basli, en komst að lokum til Christiansfeld, sem var hættuiegt, því enn var bærinn þýzkur, enda var hann fljótlega leiddur fyrir herrétt, en fyrir sök hans var dauðadómur einna visastur. Strangur prússnesk- ur ofursti fór með mál hans og las honum óþægilegan pistil, en svo þóttist Ohlsen sjá einhverju einkennilegu bregða fyrir I aug- þýzk miðaldalist, sem var Ohl- sen hugstæðust, nákvæmni hennar og innlifun, en dapurleg er hún frá okkar sjónarmiði og það sama má segja um Christ- iansfeld. Ohlsen túlkaði því líf- ið og dauðann I þessum sár- kennilega bæ, húsin og fólkið, umhverfið og andrúmsloftið. í list sinni var hann ekki barna- Iegur (naiv) I venjulegum skiln- ingi, hafði t. d. athugað gaum- gæfilega verkanir ljóssins hjá meistara Rembrandt og allt varð að vera nákvæmt og sam- kvæmt ströngustu fjarvíddar- reglum. og hlýðir á orð prestsins. Standa konur honum þá til annarrar handar en karlmenn til hinnar og þannig er það einnig við guðs þjónustu I kirkju, að maður og kona mega ekki ganga um sömu dyr. Madsen Ohlsen hefur tekið saman I einni mynd það sem honum var tamast að mála I þessum flokki, og nefnir hana „Mine modeller“. Þar má sjá líkkistu, strangan og einfaldan byggingastíl, uglu vizkunnar, kirkjuturninn, pípuhatt, grafar- hellu með nafni listamannsins, en við hana stendur dauðihn á sinni svörtu hempu, sem þarna hefur sem snöggvast lagt frá sér ljáinn og tekið ofan hattinn I virðingarskyni. (QjHLSEN tilheyrði ekki söfn- uði Hsrrnhuta, en hann var fæddur I þessum bæ og faðir hans var trúboði. Andrúmsloft staðarins og strangleiki ti-úarlífs ins mótuðu hann því frá æsku og tvinnuðust örlögum hans, svo sem landslag og húsin I bænum, en I þeim viðfangsefn- um tókst ho'num að sneiða hjá hættulegustu skerjunum, vegna einlægni sinnar og innlifunar. Kyrralífsmyndir málaði hann einnig, fáa og fátæklega hluti, sem hann gat sýnt I einhverri dularfullri stemningu, ef svo mætti segjá. Oft tók hann þátt í samsýningum, en myndir hans voru ekki með þeim hætti, að margir hefðu löngun til að eign- ast þær. Þó voru nokkrir menn, sem reyndu að festa kaup á eins mörgum þeirra og mögulegt var og vildu hjálpa höfundi þeírra á ýmsa lund, en það var oft erfitti Myndir sínar málaði Ohlsen einkum að næturlagi við kerta- iós, því ekki var það vel séð ið styrkþegi bæjarfélagsins not aði rafljós I svo ónytsömum til- gangi. Þær urðu fyrst til I huga hans á Iöngum tíma fyrir áhrif frá því, er hann hafði séð og upplifað og brotið heilann um. LitastigL hans var einfaldur og , fábreyttur en I góðu samræmi við innihald myndarinnar, en það var honum aðalatriðið. Verk hans voru ekki list fyrir listina né heldur til þess að sýna ný- stárlega meðferð efnisins. Hans verður áreiðanlega ekki getið I sögu ismanna, þar sem hann fór ekki þeirra leið og fjöldans, sem lætur heillast af bumbu- slætti og hávaða frá happdrætt- inu um frægð og fé. ^ALLUR samanburður er fá- nýtur, en einhverra orsaka vegna datt mér Hjálmar á Bólu I hug þegar ég las iitla bók um þennan hrjáða listamann eftir Herman Madsen, listmálara og ritstjóra, en þaðan hef ég leyft mér að taka aðalefni þessa greinakorns. F. — lar^iyn . • . • Framhald af 4. síðu. bauð henni að leika I nýrri kvik mynd „Somethings gotta give" vonaði hún að sú mynd yrði henni uppreisn. Hún gæti byrjað nýtt líf. En það fór á aðra leið. Veikindi hennar sem e.t.v. hafa mest verið af sálrænum toga spunnin gerðu það að verkum, að aðeins 7 y2 mínúta var tek- in af kvikmyndinni, þó upptak- an stæði marga mánuði. Loks gafst kvikmyndaféla^ið Fox upp á þessu m.a. vegna þess hve útgjöld þess höfðu orðið mikil við upptöku kvikmyndar- innar Kleopötru. Félagið rak Marilyn Monroe úr starfi fyrir óstundvísi. Þessi brottrekstur kom mjög hart niður á Marilyn, ekki síst eins og sálrænt ástand hennar var þá. Hún þjáðist eins og oft áður af þunglyndisköstum og svefnleysi. „É get leikið hvar sem er I heiminum, sagði hún, og ég hlakka til þess að lifa lengi og verða gömu!“ sagði hún fyrir skömmu. „En það sem mig vantar nú, bætti hún við, er einhver fastur grundvöllur til að standa á. Mig vantar rætur, sem ná djúpt niður I jörðina og ekki er hægt að grafa upp. Ég held það sé allt I lagi með yfir- bygginguna, en ég hef vaxið upp án grunns. Nú er ég að vinna að því að fá mér grund- völl.“ En Marilyn Monroe hafði ald- rei tíma til að gera sér þennan grundvöll eða verða gömul. Hún er dáin. Það sem hún þráði. Hún fékk aldrei tækifæri til að njóta þess sem hún þráði. Hún þráði heimili, vegna þess að hún var alin upp á munaðar leysingjahæli. Hún þráði eigin- mann, en þrjú hjónabönd urðu henni kvöl. Hún þráði að eign- ast barn, en tvisvar sinnum missti hún fóstur fyrir tímann og læknar sögðu henni að hún gæti ekki orðið móðir. Þegar hún átti 36 ára afmæli fyrir nokkru leit hún yfir farinn vegxxg sagði: — Ef ég mætti lifa lífinu aftur, myndi ég breyta hverri einustu ákvprðun sem ég hef tekið. Síðan bætti hún við: — En það skiptir víst ekki máli. Niðurstaðan yrði víst al- veg sú sama. Þær sugu pelana sína og hreyfðu hendurnar ótt og títt eins c>g smábörnum er tamt. Þá gat móðirin ekki lengur á sér setið, hún grét af gleði. TvíEHirar Fi-amh. af 7. síðu. coise litla hélt áfram að lifa. Tveir sólarhringar liðu og enn lifði Francoise og dafnaði. — Barnið sem hafði verið fórnað lifði jafngóðu lífi og systir henn ar, sem henni hafði verið fórnað fyrir. Tjá gekk Bernard Duhamel að " nýju inn I skurðstofuna og að þessu sinni með Francoise litlu eina. Og að þessu sinni leitaði hann til móðurinnar, hvort hún vildi gefa svolítið stykki úr húð sinni til þess að hægt væri að hylja höfuðsár barnsins. Hann þurfti ekki að spyrja. Móðirin var sú eina sem hafði trúað þvi fastlega alla tíð að Francoise litla myndi lifa. Hún lagðist á beð og var húðstykki 15 sinnum 30 sentímetra tekið af læri hennai', svo að hægt væri með því að hylja höfuð barnsins. Enn einu sinni var ungbarnið borið út úr skurðstofunni og nú voru menn bjartsýnni á að það lifði af. Móðir þess lá nú enn á sjúkrahúsinu meðan sárið eftir húðskurðinn var að gróa. Hún hélt áfram að sauma borð- dúkinn sinn. Vi' u síðar fékk hún að sjá dætur sfnar. Þarna voru þær litla Francoise og Isabella, að- skildar eins og venjuleg börn, en með bindingar um höfuðið. sii- og S E ‘. U R : Volkswagen ’55 —’62 Corvair ’6f Ford ’5’ Ford ’55 góður blll Chevrolet ’55 Skoda ’56 - ’59 Moskowitch ’55 — ’60 leppaj 42 — ’55 Aust:r. '46 — ’55 VÖRUBIL4R Mercede. 8en2 ’55 — ’61 Chevrolet ’55—’61 Volvo ’55 — ’57 Bedford. ’60 - ’61 Chevrolei '47 Ef þéi ætlið að selja bfl. El lítið inn. þér ætlið litið inn þá að kaupa bíl, þá og búvélasalan viö Miklatorg Slmx 2313X

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.