Tölvumál - 01.07.2002, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.07.2002, Qupperneq 7
Rafræn viðskipti Allt of algengt er að lausnir séu valdar og settar upp án slíkrar forathugunar Þættir rafrænna viðskipta færslum minnka líkumar á röngum innslætti og öðrum mannlegum mistökum. Allir þessir þættir gefa aukið hagræði í rekstri og skila þar með arði af viðkom- andi fjárfestingu. Áður en ákveðið er að fjárfesta í rafrænum lausnum er mikilvægt að gera sér strax í upphafi grein fyrir arð- semi hennar, innleiðingu og áhrifum á starfsemi fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Allt of algengt er að lausnir séu valdar og settar upp án slíkrar forathugunar, en slíkt leiðir jafnan til ómarkvissrar nýtingar, óþarfa kostnaðar og þar með minni arð- semi af framkvæmdinni í heild sinni. Miðiægir brunnar Þegar fyrirtæki ná árangri með samræmd- um rafrænum viðskiptum er mikilvægt að ná því að samnýta allar upplýsingar sem eru almennar og algildar. Því þarf að vera unnt að sækja slíkar upplýsingar í mið- læga brunna sem innihalda grunnþætti eins og vörulýsingar, ýmsar upplýsingar fyrir mismunandi atvinnustarfsemi, skiár yfir fyrirtæki og einstaklinga, upplýsingar um viðskiptahætti fyrirtækja og rafræna útfærslu á þeim, upplýsingar varðandi raf- ræn skírteini og vottun, auk ýmissa ann- arra miðlægra gagnagrunna. Sem dæmi um miðlæga brunna má nefna kjarna rafrænna markaðstorga þar sem vörulistar, vörulýsingar og aðrar upp- lýsingar sem tengjast vörum og viðskipt- um með þær eru settar fram á staðlaðan hátt. Viðskiptavinir hafa þannig aðgang að mikilvægum upplýsingum á sameiginleg- um vettvangi, sem auðveldar þeim að eiga viðskipti sín á milli. Opnar iausnir Það er ekki nóg að tvö fyrirtæki komi sér saman um það hvernig þau muni skiptast á tilteknum gögnum í viðskiptum. Það þarf að leggja áherslu á miðlun upplýsinga, ekki bara gagna. Það er heldur ekki raun- hæft að ætla einum aðila að vera einskon- ar þýðari fyrir viðskiptagögn úr framsetn- ingu eins hugbúnaðarkerfis yfir í skráar- form sem annað kerfi skilur, nema sá aðili nái þeim árangri að öll fyrirtæki og ein- staklingar tengist honum. Slíkar lausnir koma einungis að gagni ef þær miða við stöðluð skeytaform fyrir viðskiptagögn, útfæra viðskiptahætti og tryggja rekjan- leika í miðlun gagnanna. Það verður að tryggja að skilgreining gagna og viðskiptahátta sé samræmd þannig að útfærsla á viðskiptum sé þess eðlis að hægt sé að hafa viðskipti við alla. Því eru staðlar og samræming grundvall- aratriði. Viðskiptakerfi verða sífellt hæfari til að meðhöndla upplýsingar á samræmdan hátt, þar sem upplýsingar eru skilgreindar og meðhöndlaðar eins á milli kerfa. SARÍS Hér að framan hafa orðin samræming - samvinna og stöðlun gengið í gegnum textann eins og rauður þráður. Það liggur í hlutarins eðli að þegar viðskiptaaðilar eru orðnir með beinum eða óbeinum hætti innbyrðis tengdir í rafrænu viðskiptaneti þurfa þeir að sammælast um þær reglur og viðmið sem gilda á þeirn vettvangi. Þörfin er e.t.v. ekki mjög aðkallandi í dag, en verður það í mjög náinni framtíð. Imynd- um okkur til dæmis hvernig það væri að koma til vestrænnar stórborgar, leigja sér bíl og ætla að aka um götur þar sem væru hvorki umferðareglur eða götumerkingar. Það er nær öruggt að við annað hvort leggjum bílnum við fyrsta götuhorn og notum tvo jafnfljóta „eins og alltaf hefur verið gerf ‘ eða finnum einhvem sem er nægilega sjóaður til að keyra bílinn fyrir Tölvumál 7

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.