Tölvumál - 01.07.2002, Page 25

Tölvumál - 01.07.2002, Page 25
Stýrikerfi markaðinn. Verkefnið ber einfaldlega heit- ið „Unbreakable Linux“ og vísar þar til slagorðs Oracle9i-gagnagrunnsins, en það er einmitt „Unbreakable“. Fyrirtækin þrjú hyggjast saman og í sitthvoru lagi bjóða vörur, þjónustu og eiginleika sem byggja á áreiðanlegum, af- kastamiklum og afskaplega hagkvæmum Linux-lausnum, er styðjast við alþjóðlega samþykkta grunnviði vélbúnaðar og stýri- kerfi sem grundvölluð eru á opnum stöðl- um. Þetta samlag þykir heyra til tíðinda, því Oracle er leiðandi aðili á sviði grunnviða upplýsingakerfa, stærsti framleiðandi hug- búnaðarlausna fyrir fyrirtækjamarkaðinn og hefur yfirburða markaðshlutdeild á nokkrum sviðum. Dell er einn söluhæsti vélbúnaðarframleiðandi í veröldinni og selur fleiri einkatölvur en nokkrir aðrir. Red Hat hefur liðlega helmingshlutdeild á Linux-markaðnum. Þríhöfða risi Samstarf risanna þriggja er sett á laggimar til að mæta vaxandi eftirspum viðskipta- vina fyrir afköst og áreiðanleika upplýs- ingakerfi, á sama tíma sem krafan er að þau séu sveigjanleg, skalanleg og hag- kvæm fyrir fyrirtækjamarkaðinn. Það sem felst nánar tiltekið í samstarf- inu er að Oracle, Dell og Red Hat em til dæmis í sameiningu að þróa, prófa og markaðssetja Linux-klasalausnir sem keyra á Dell PowerEdge-þynnumiðlumm („blade servers“), DelllEMC- og PowerVault-gagnageymslum, Release 2- útgáfu Oracle9i-gagnagmnnsins með Real Application Clusters-klasalausn (RAC) og stýrikerfinu Red Hat Linux Advanced Ser- ver. Þetta er sá hluti samstarfsins sem lengst er kominn. Dell hyggst jafnframt nota Release 2- útgáfu Oracle9i-gagnagrunnsins og Red Hat Linux Advanced Server í fleiri tilvik- um og uppsetningum, ásamt því að sam- þátta stjómunartólið Oracle Enterprise Manager við kerfisstjómunarbúnaðinn Dell OpenManage. Oracle og Red Hat hafa sömuleiðis verið að vinna saman að tæknilegum viðbótum á Red Hat Linux Advanced Server og mun reyndar styðja hverskonar Oracle-uppsetningar sem keyra á Red Hat Linux Advanced Server. Tölvumál 25

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.