Tölvumál - 01.07.2002, Síða 34

Tölvumál - 01.07.2002, Síða 34
Bækur Fram af hengifluginu Sogo boo.com frá upphofi til endo Það vakti athygli hér sem víða annars staðar þegar netverslunin boo.com varð gjaldþrota, ekki síst fyrir þá sök að fyrirtækið hafði aðeins starfað í stuttan tíma en samt sem áður varið 135 milljónum dollara í starfsemina. Þegar best lét störfuðu hundruðir manna austan hafs og vestra fyrir boo enda var tilgang- urinn að sigra heiminn í einu skoti og áætlanir stofn- endanna voru mjög metnaðar- fullar, vægast sagt. Fyrir nokkru kom út bókin boo hoo þar sem einn stofnendanna, hinn sænski Emst Malmsten, rekur 18 mánaða sögu tísku- og íþróttavöruverslun- arinnar boo frá byrjun til enda. Sagan hefst nokkm áður þar sem hann í félagi við fyrir- sætuna og æskuvinkon- una Kajsa Leander, skipuleggur ljóðahátíð í New York þar sem ónefnt flughrætt íslenskt skáld kemur við sögu. Þessi samkoma gekk það vel að þau réðust í að koma á laggirnar bókavef. Þau seldu síðan vefinn og fyrir hagnaðinn ákváðu þau í samvinnu við enn einn Svía, Patrik Hedelin, að stofna boo. Öll voru innan við þrítugt. Frásögnin í framhaldi er næsta ævin- týraleg, og minnir frekar á skáldsögu en raunverulega sögu úr samtímanum. Fund- ir, ferðalög og kynningar um allar jarðir taka við þar sem ekkert er skorið við nögl þegar að útgjöldunum kemur. Þeim tekst að vinna á sitt band nokkra öfluga fjár- festa og taka til við að ráða fólk í tuga og seinna hundraðatali til að sinna hinum ólíklegustu þáttum innan boo, sem meðal annars átti að vera alþjóðleg tímaritaút- gáfa samhliða netversluninni og miklu púðri er varið í að hanna teiknimynda- fígúruna Miss Boo sem átti að birtast á heimasíðunni og aðstoða við innkaup not- endanna. Einnig átti að vera hægt að skoða allar vörur í þrívídd og greina smæstu atriði, alveg niður í saumana á flíkunum. Samhliða þessu fer af stað umfangsmikið mark- aðsstarf til að gera boo.com að heimsþekktu vörumerki á augabragði og einnig að ná samningum við frægustu vörumerkin á sviði íþrótta og tísku. Fljótlega fer að syrta í Íálinn. Aftur og aftur þarf meira fé til að koma starfseminni í gang. Á annan tug verktaka, auk innanhússmanna, koma við sögu við hönnun- ina á vefnum og ' tæknimálin ganga alls i ekki upp. Vefurinn átti að vera á mörg- um tungumálum og sniðinn að mismun- andi gjaldmiðlum. Eftir margra mánaða tafir er loks opnað en fyrst í stað tók fjórar mínútur að birta heimasíðuna. Samhliða þessu er eytt peningum til vinstri og hægri, allskonar vandamál hrannast upp og þegar loks er stigið á bremsuna er það of seint og endir- inn blasir við. Hratt ris og fall boo.com endurspeglar örlög margra netfyrirtækja en það sem sker sig úr er að boo var hið fyrsta stóra sem féll um koll en er líka talandi dæmi um hina taumlausu bjarsýni sem ein- kenndi framtíðarsýn marga fyrir aðeins tveimur árum. Boo hoo er spennandi, grípandi bók sem erfítt er að leggja frá sér. Vefurinn boo.com var seldur úr þrota- búinu og er enn til, en er bara svipur hjá sjón. Bókavefur Emst og Kajsa, bokus.se er í fullu fjöri, og þar er meðal annars að finna þessa bók. 34 lolvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.