Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 1
VISIR 57. árg. Mánuðagur 25. september J967. - 219. tbl. fslenzka lögreglan aðstoðar Scotland Yard við morðmál Scotland Yard, leynilögreglan fræga, sem allir annast við úr Valsmenn urðu íslandsmeistarar í gær, þegar þeir unnu Fram með 2 mörkum gegn engu í hreinum úrslita- leik liðanna á Laugardalsvelli í gær, en þar horfðu 6000 manns á leikinn. Á íþróttasíðum blaðsins í dag er sagt frá leiknum — bls. 2 og 3. Myndirnar tók ísak. Flugvélin á Grænlandsjökli: FRESTAÐ TIL VORSINS Ekki verður neitt af þvi að Aero Commander-fiugvélinni verði bjargað af Grænlandsjökli í haust, eins og áformað hafði verið. Visir ræddi i morgun við Þorstein E. Jónsson flugmann, en hann ætlaði að fara með nokkrum öðrum til Grænlands og freista þess að ná vélinni af jöklinum. Sagði hann að því miður gæti ekki orðið af því að véiinni yrði bjargað í ár, en vonandi yrði það reynt næsta vor. Þá verður vélin að vísu komin á kaf í snjó, og Tilraun Héðins með sildarflutninga sýnir að ísuð síld er hæfari til söltunar en sjókæld Tilraunaleiðangur Héðins >H á vegum síldarútvegsnefndar hefur að vonum vakið mikla athygli. En um borð i Héðni voru ýmsar að- ferðir reyndar, sem miða að því að varðveita síldina óskemmda á langri siglingu til lands. Samkvæmt upplýsingum frá Jó- hanni Guðmundssyni efnafræðingi, sem hafði umsjón með tilraununum um borð í Héðni, varö tiltölulega lítill úrgangur við söltun á þeim hluta farmsins, sem ísaður var, en aftur á móti var sjókælda síldin ekki eins söltunarhæf að þvi er séð varð eftir flutninginn. Niðurstöður af tilraun þessari munu ekki liggja fyrir fyrr en sild- in er búin að bíða söltuð f tunnun- iira nokkrar vikur. Jón Ármann Héðinsson útgerð- armaður og einn af aöaleigendum Héðins var með í þessari tilrauna- .erð og hefur hann lýst'því yfir, ag hann téiji það algjörlega von- lausa aðferð að setja síldina heila Frh. á bls. 8. yrði að moka hana upp, en ekki kvað Þorsteinn mikla hættu á að vélin hlyti tjón af snjónum í vet- ur. Reynt var að fá Svisslendinga með Pilatus Porter-flugvél til að taka þátt í björguninni, en þeir reyndust hafa önnur verkefni, og var þá reynt að fá Norðmenn með sams konar vél, sem var hér á ferð fyrir nokkrum vikum, en það var sama hver beðinn var um að fara í þetta verkefni. svarið var alls staðar neikvætt. Af þessum sökum getur ekki oröið af björg- unartilraunum í ár, og kvað Þor- steinn það leitt, því að veður hefðu að undanförnu veriö sérlega hag- stæð. reyfurum og jafnan er minnzt fyrir dugnað við að hafa upp á glæpamönnum, leitaði aðstoðar íslenzku lögregli^nar um helg- ina. varðandi rann«ókn á dauða ungrar amerískrar «r.úlku, sem fannst látin í tjaldbúðum í Edin- borg á laugardag. i Bentu allar líkur til þess, aö stúlkan hefði verið myrt, en eng irn vissi önnur deili á stúlkunni en nafn hennar og fæðingardag og það, að hún væri á ferðalagi og hefði komið frá Islandi. — Hringdi Scotland Yard hingað til lögreglunnar í Reykjavík í leit að upplýsingum á sunnudag og grófst hún f.yrir um ferðir hennar hér. Hún hafði komiö hingað með Loftleiðum frá Ameríku þann 28. ágúst, en aðeins haft hér stutta viðkomu og farið til Glas- gow þann 31. ágúst. Á meðan dvaldist hún á hóteli hér í bæn- um. í gestabók hótelsins fann lögreglan heimilisfang stúlkunn- ar í Kaliforníu, sem hún hafði sjálf skráð. Þessar upplýsingar voru send- ar Scotland Yard, ásamt farþega lista flugvélarinnar, sem stúlkan fór með. Litlar fregnir eru um dvöl hennar hér, en þetta mun þó hafa komið sér vel að vita fyrir Scotland Yard, sem ekki vissi um heimilisfang stúlkunnar né ferðaáætlun hennar. En í ferðaáætluninni var gert ráð fyr ir, að stúlkan kæmi hér við aftur á leið sinni til Ameríku. Léleg hvalvertíð, afurðaverð lægra Hvaivertíöinni lauk 16. septem- ber sl. og var, hún 18 dögum styttri en sl. sumar, að sögn Lofts Bjamasonar útgerðarmanns. Loftur sagði ennfremur að ógæft- ir hefðu hamlað 'Veiðum síðustu daga vertíðarinnar og hefðu 406 hvalir veiðzt í allt, en 437 hvalir hefðu veiðzt í fyrra. Loftur sagði að verðið væri mun lægra í ár en sl. ár, en verð á hvalafurðum fylgdi síldarafurðaverðinu að öllu jöfnu. Flugeldasýning og skrúdganga ú mið- vikudagskvöldið eftir skemmtun Leikfél- agsins i Austurbæjarbiói Þegar áhorfendur á skemmtun Leikfélags Reykjavíkur ganga út úr Austurbæjarbíói á miðvikudags- kvöldið verður lúðrasveit fvrir ut- an bíóið sem tekur á móti þeim með hljóðfæraslætti og síðan verð ur skotið á loft fjölda flugelda. Að því loknu munu leikararnir, sem nálgast 50 að tölu, ganga í búning um sínum niður Laugaveginn með Iúðrasveitina í fararbroddi. Verða borin ýmis spjöld í þessari skraut- göngu og verða þau væntanlega með áletrunum um nýtt leikhús. Framh. á bls 8 Að lokum sagði Loftur að 140 til 150 manns hefðu haft vinnu við Hvalstöðina og á skipunum, en þau hefðu að venju verið fjögur að veið- um í senn. Systurskip Stíg- : anda hætt komið{ — lagðist á hliðina út • af Langanesi Síldveiðiskipiö Margrét frá Siglufirðl, systurskip Stíganda, ÓF, sem fórst nú í haust, átti i talsverðum brösum úti af Langa nesi aðfaranótt laugardagsins. Skipið var á Ieiö til lands með fullfermi af síld og rann farm- urinn til í lestum þess. Talsverð- ur strekkingur var á þessum slóðum og lagðist skipið á hlið- ina. Margrét sendi út neyðarkall laust fyrir miðnætti á laugar dag og komu skip brátt á vett- vang, Ljósfari ÞH og síldarleit arskipið Snæfugl. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá síldarleitinni á Raufarhöfn í morgun, var skipið komið heilu og höldnu inn til Neskaupstaöar og hafði ferðin til lands gengið að óskum. Hættulegir byssumenn á ferðinni Skotið af byssu í glugga að næturþeli — Einnig skotið í hjólbarða Nokkur óhugur hefur gripið um sig meðal bæjarbúa vegna endurtekinna skotárása að næt- urþeli. Fyrir nokkru var skotið í glugga á húsl í Vesturbænum og aöfaranótt sunnudagsins var skotið í kvistglugga á húsinu númer 10 við Kvisthaga. Einnig var skotiö í hjóibaröa bifreiðar, sem ‘ ' r>ð þar í götunni um nótt- ina. Lögreglan hefur ekki haft u^p á byssumönnunum enn, sem þarna hafa verið að verki, en allir þeir, sem einhverjar upp- lýsinga. geta gefið ,eru vinsam- lega beðnir að snúa sér til lög- reglunnar með þær, áður en eitt- hvert slvs hlýzt af skothrið þess ari. Það var kona að Kvisthaga 10 sem varð til þess að tilkynna lögreglunni um skotið á laugar- dagsnóttina. Haföi hún fariö fram í eldhús hjá sér um kl. 3 um nóttina og kveikt ljós, en íbúðin er i rlsi hússlns. Gluggi eldhússins er kvistgluggi, sem vc.. út á götuna. Konan sat. t:l hliðar við glugg- ann, þegar hann skyndilega splundraðist og um leið þóttist hún heyra skothvell. I gluggan- um var tvöfalt gler, hvor rúðá uín -i mm þykk og myndaðist gat á þær báðar. Greinilegt er á rúðunum .að götin eru eftir byssukúlu og það kúlu úr kraft- meiri byssu en loftriffli. Var gat ið á innri rúðunni aðeins stærra en á þeirri ytri, og stóðust göt- in ekki á, sem bendir til þess, að skotið hafi komið á ská á gluggann. Frh. á bls. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.