Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 7
V 1SI R , Mánudagur 25. september 1967. 7 — Rabbnð við Asgrím Gíslason, vörubifreiðar- stjóra, elzta starfandi mann- inn í þeirri stétt í yndislegu veðri, logni og sólskini, var ég að rölta fram hjá tízkuverzlun Guðrúnar við Rauðarárstíg eða hvað hún nú heitir þessi gata. Ég sá að þar var húsfýlli bæði af fögrum flíkum og fögrum konum, og ég satt að segja renndi til staðarins hýru auga. TJ'inum megin viö götuna var mikill fjöldi vörubifreiða. Þar hefur vörubflastöðin Þróttur aðsetur, og allt i einu er hugur minn vikinn frá allri þeirri feg- urð, sem augað gladdi svo mjög, og ég fæ þá^hugdettu að ávarpa ungan mann, sem stendur þar í dyrunum og spyrja hann, hver muni elztur þeirra manna, sem nú starfi að vörubifreiðaakstri. — Það veit ég ekki, ég vinn að- eins hér í afleysingum. Þá sný ég mér aö elskulegri ! // HJOLIN HAFA OFTAST SNUIZT... 44 i i ( i i i i i í i i i i i V afgreiðsludömu og spyr hins sama. — Já, þag er nú það. Ætli það sé ekki hann Ási. — Jú, líklega er það hann Ási. Hann er kominn yfir sjötugt. — Ási. Já, ég er nú ekki miklu nær? — Hann heitir Ásgrímur Gísla son og á heima á öldugötu 54. Ég þakka fyrir ágæta fyrir- greiðslu og svp fer ég í símann. Öldurmannleg rödd svarar í sím- ann. Jú, það er Ásgrímur Gísla- son bílstjóri. — Ég segi deili á mér og jafnframt, að ég hafi hug á að rabba viö hann sem elzta bifreiöastjóra hjá Þrótti. — Ég hef ekkert merkilegt að segja. Hjólin hafa oftast snú- izt. Það er öll sagan. Annars er þér vel komið að líta inn til mín. i~|g þá er ég setztur hér í nota- ^ lega stofu hjá þeim hjónum Ásgrími Gíslasyni og Luise Tóm asdóttur konu hans, en mér er sagt að hann sé einn af stofn- endum Þróttar — vörubifreiða- stjórafélagsins — og elzti starf- andi maður í þeirri stétt hér í bæ a. m. k. innan félagsins. — Ásgrímur er áreiðanlega fróður um margt, sem snertir þennan atvinnuveg og hefur fylgzt með þróun hans um áratugi, — og' víst er um það, að margt hefur á milli borið frá því menn not- uðu þvínær eingöngu reiðskjót- ann sinn, „þarfasta þjón þeirra tíma“ eða fóru á tveim jafn- fljótum og til þess tíma, er menn nú virðast ekki geta farið lengd sína án þess að vera á fjórum hjólum, enda varla hægt ag fara óhindrað um þessa bless- aða borg, ef menn ætla að haga háttum sínum eins og í gamla daga. — Hvaðan ert þú upprunninn, Ásgrimur? — Foreldrar mtnir voru Gtsii Guömundsson, sem bjó hér á Hverfisgötu 96. Móður minni, sem var vinnukona þar í Staö- arhverfi, kynntist hann sem sjó- maður í Grindavfk. Ég fæHdist svo 1 Litla-Nýjabæ f Krýsuvik- urhverfi. — Hve mikil byggö var þá í- Krýsuvfk? — Ég man það nú e.cki mín fyrstu ár, en eftir aö ég fór að stálpast þá man ég fyrsr og fremst eftir Stóra-Nýjabæ. Þar bjuggu Guðm. og Kristín, þau áttu 18 böm. — Nú, það er alveg ósvikiö ævistarf. — Já, og allt myndarfólk. Ég fæddist, eins og ég fyrr sagði í Litla-Nýjabæ hjá manni, sem Steingrímur hét. — Ég er einn þeirra manna, sem kom óvart í heiminn. Hafði mjög lítil kynni af föður mínum, sem hefur sjálf- sagt þótt lítið til tilveru minnar koma. — Hefur ekki sagan sýnt, að margir þeir, sem taldir hafa orð- ið til óvart í þjóðfélaginu, hafa oröið þvl ekki óþarfari þegnar en sumir þeir, sem f því efni eða við þag tækifæri hafa lotið mannanna lögum. Er það ekki rótin, blóðblöndunin og uppeld- ið, sem mestu máli skiptir — hvort sem yfirlestur hefur átt sér stað eða ekki, enda þótt ég með þessu sé ekki að gera lítiö úr því að f „upphafi skuli menn endinn skoöa“, ef það þá á annað borð er hægt? En svo við fáum ofurlitla skyndimynd af æsku þinni. Hvar ólst þú upp? J£g ólst upp í Grindavik og Var kallaöur niðursetningur að þeirra tíma hætti, sem boðinn var upp á vorþingum og auð- vitað seldur lægstbjóðanda. Og fram til 10 ára aldúrs var ég á hrakhólum. — Já, en fátækt þeirra tíma var engin mælikvarði á mann- gildi þeirra sem upp voru að vaxa? — Já, og fátæktin var miklu meiri en fólk í dag skilur. Þó man ég ekki eftir nema einum degi, sem ég ekkert fékk að borða, það var enginn matur til á heimilinu. — Þegar ég var 10 ára var ég tekinn meðgjafarlaust af Guð- jóni Guðmundssyni og Engilbert ínu Hafliðadóttuf, sem bjuggu á Hrauni í Grindavík. Hjá þeim eða öllu fremur á því heimili var ég þangag til ég var 35 ára gamall — en nokkum hluta þess tíma réði ég mér sjálfur, — var ekki vinnuhjú. — Sjó- maður var ég frá því ég var 16 ára gamall og fram til 1936, að ég slasaðist og þar með var þeim ferli lokið. Þegar það kom fyrir var ég stýrimaöur á tog- aranum Austra. — Það var tals- vert erfiði að vinna sig upp í yfirmannsstöðu á þeim árum, en ég haföi tekig fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum, þegar þetta slys, sem ég gat um, henti. Þá var ég með Jónbirni heitnum skipstjóra. Ég fór niöur á dekk- ið að athuga vír, sem slóst inn á dekkið. Veður var mjög vont. I þá daga var útbúnaður sá á togurum, að vírar gátu slegizt inn fyrir „polIa“, sem var á síð- unni; þá var brotiö úr rúllunni og ég vildi athuga hvort vírinn sargaöist í brotinu. Ég komst aöeins á milli spilsins og „poll- ans“, þá reiö sjór undir, kippti öllu í sundur, sló mig niður og braut bæði lærin svo beinin stóðu út úr fötum og öllu sam- an. Matthías heitinn Einarsson læknir kom því öllu saman. — Hefurðu þá verið haltur síð an? — Nei, en boginn, og það sennilega vegna of mikillar á- reynslu á fæturna áður en þeir voru til þess færir. Læknirinn hafði sagt mér, að ef ég vildi halda fótunum, þá mundi/ég þurfa að reyna talsvert á þá, og líklega hef ég ætlað mér það — því ég var nokkug harður af mér á þeim árum. — Um svipað leyti gifti ég mig. — Hvar hittir þú fyrst þína elskulegu? — Það var úti í Viðey. — Viðey? Hvað varst þú eða þið að gera þar? — Ég var á skipum Kárafé- lagsins, en hún var þar í vinnu á fiskstööinni. Þar kynntumst við og komum okkur saman um að rugla saman reitunum sem ekki voru nú allt of miklar. Og þessi kona hefur verið mér stoð og stytta í lífinu alla tíð. Við höfum átt saman þrjár dæt- ur og einn son — nú allt full- orðið fólk sem að líkum lætur. — Svo þrátt fyrir áföll ár- anna hefur lífið ekki sýnt þér neinar klær? — Ekki beinlínis, nei. Og það vil ég taka skýrt fram, að eftir að ég kom að Hrauni leiö mér alltaf vel, og leið aldrei neinn skort. 'E’n svo erum við þá loksins komnir að aðalefninu, sem átti að vera uppistaða þessa við- tals. — Hvenær tókst þú bílstjóra- próf? — Árið 1929, og keypti þá keypti þá yfirbyggðan vörubil, sem kostaði 4200 kr. Það var iy2 tonns bfll. Þetta var annar af tveim fyrstu Chevroletbílum meö 6 strokka vél, sem komu hingað til landsins. — Voru nú ekki talsverð við- brigði að koma utan af hafi og fara að skrölta á bílskrjóð um hálfófæra vegi? — Jú, það voru mikil við- brigði, þvf vegir þá voru mjög slæmir og á köflum nánast ó- færir. Þegar maöur var I salt- flutningum hér suður með sjó þá var þaö oft á tíðum, að ekki var hægt annað en láta „dúlla“ I fyrsta glr svo lengi sem áfram var hægt að komast. Einu sinni man ég eftir þvl, að við vorum að draga bíl upp og þá sat pall- urinn eftir með saltinu á. — Hvað var þá til ráða? — Auðvitað moka saltinu af, koma bílpallinum á aftur og fylla hann svo aftur. Annars hef ég verið mjög heppinn í mínu starfi. Fyrstu árin lappaði ég nú talsvert vig bílinn minn sjálfur, en nú er ég löngu hætt- ur því, er ekki fær um það leng- ur. — Annars hefur starf mitt sem bifreiðastjóri verið mest við höfnina. — Þessi vinna viö höfnina, hún er mér dálítiö framandi — því mér virðist sem þar sé helzt aldrei hægt að vera á ferð með ökutæki, því mér finnst, ef ég ek niður að höfn, að ég geti átt von á því aö vera áður en varir I klessu aftan- eða framan við næsta farartæki? — Já, það er þaö, sem ég hef oft undrað mig á, þegar ég sé I blööum eða heyri I útvarpi, aö tryggingafélögin hafi heiðraö þetta marga menn fyrir góðan akstur — fimm ára akstur — 10 ára akstur. Einstaka leigubíl- stjóri er þar I, en yfirleitt eru þetta menn, sem aka bílnum sínum milli heimilis og skrif- stofu eða vinnustaðar. Ég hef oft sagt vig mína félaga, sem eru að snúast innan um allt þetta kraðak hér við höfnina, að þessir menn, sem úthluta þessum verðlaunum, þeir ættu að vera eins og tvo, þrjá daga Framn .á bls. 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.