Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 3
Þama eru þeir íslandsmeistarar Vals. Frá vinstri í fremri röð: Samúel Gústafsson, Sigurjón Gíslason, Hermann Gunnarsson, Árni Njálsson, fyrirliði, Þorsteinn Friðþjófsson, Halldór Einarsson, Reynir Jónsson og Gunnsteinn Skúlason. í aftari röö frá vinstri; Óli B. Jónsson, þjálfari, Alexander Jóhannesson, Hans Guðmundsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Ingvar Elísson, Siguröur Dagsson, Siguröur Jónsson, Bergsveinn Al- fonsson og Elfas Hergeirsson, formaður knattspymudeiidar Vals. •2 mörk úr öllum aragrúanum af tækifærunum, — 5 mörk gegn 3 hefðu verið sanngjörnustu úrslitin i leiknum. — Ólafur Ólafsson kom einna bezt út í vörninni, en Hallkell var sæmilegur í markinu, miðverð- irnir virtust ruglast í ríminu öðru hvoru. Baldur var hinn sívinnandi maður í sókn og vöm og batt þessa hluta vel saman, en frammi í sókn- inni bar Helgi Númason hita og þunga dagsins ásamt Einari Ólafs- syni h. útherja. Grétar Sigurðsson átti góð tilþrif. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi yfirleitt allvel. — jbp — „BETUR SJA AUGUENAUGA MÉ tveir dómarar þegar FH lék við Nyborg ina hægra megin. Mínútu síöar á Hermann gott færi, en það er bjarg að í horn. Næsta tækifæri Fram er á 25. mín. Þá skallar Helgi Númason í þverslá upp úr hornspyrnu, og 5 mín. síðar á Grétar Sigurðsson gott færi en það er naumlega bjargað í horn. Loks á 43. mínútu kom sigur- markið. Hermann fékk boltann frá DYREBORG , SKORAÐI FIMM MÖRK! ; — jbegar Danir unnu \ ' Norðmenn 5:0 i gær i '? s Danmörk vann a-landsleik \ við Noreg í gær á Ullevi, > heimavelli Norðmanna, meðr 5:0. Það virðast því fleiri geta ( , tapað hressilega gegn Dönum S en íslendingar. í hálfleik var? staðan 2:0. £ Það furðulega sem gerðist ? var það, að Erik Dyreborg, sem íslendingar í landsliðinu^ þekkja eflaust, — skoraði öll > mörkin fimm! ? •Reyni Jónssyni sem gaf eldsnöggt fyrir markið framhjá tveim varnar- mönnum Fram, -r- og skotið var mjög gott, með jörðuNog utarlega í homið allfast, frá vítateig. Þannig lauk íslandsmótinu að þessu sinni. Valsmenn báru sigur úr býtum og gaman var að úrslita- leikurinn skyldi vera svo lfflegur og á köflum mjög vel leikinn af báðum aðilum. Valsliðið hafði sannarlega góðan bakhjarl þar sem Sigurður Dagsson var. Hann varði hreint ótrúlega oft á tíðum, en segja má að ekkert hefði f rauninni verið hægt að segja þó hann hefði 3 sinnum þurft að sækja boltann í netið, — slíkt hefði verið eðlilegt. Vörnin í heild var góð og Þor- steinn Friðþjófsson var með albezta móti og Árni Njálsson sömuleiðis, miðverðimir sterkir. Tengiliðirnir áttu og góðan leik, en í framlín- unni bar mest á Hermanni, sem var sannkallaður ógnvaldur í fyrri hálfleik. Þá var Reynir Jónsson á- gætur og Ingvar skapaði hættu, en þegar á leikinn leið fóru þeir vax- andi Gunnsteinn útherji og Berg- sveinn, sívinnandi og duglegur leik maður. Framarar mættu ákveðnir til leiks, en það var eins og þeir fyndu til einhvers vanmáttar gagnvart Vál Vömin var ekki ?em bezt, opnaðist allt of mikið, en kom þó alls ekki illa frá leiknum, fékk aðeins á sig I leiknum viö Nyborg kepptu FH-ingar viö óvenjulegar kringum- stæður, — tvo dómara, en enga Iínuverði. Þetta heppnaðist vel aö sögn Kristófers Magnússonar, sem skrifaöi okkur um þetta. „Betur siá augu en auga“, er sagt: Að mínu áliti er þetta sem koma skal. Lelkurinn var betur dæmdur og gekk miklu hraðar fyrir sig. Annar dómarinn stendur inni i hring og hinn fyrir utan. Lftið var um að dómurunum kæmi ekki sam- an og varö aðeins einu sinni dóm- arakast þess vegna. Einnig komu nýjar reglur í sam- bandl viö vítaköst, þar sem kveöur svo um, að ef maður er trufiaður á ólöglegan hátt, á aö bfða meö áð flauta þar til úr rætist og ef honum mistekst f markskoti dæm- ist vítakast. Ekki eins og hefur oft brunnið við heima, ag dómararnir segja, aö þeir séu búnir aö gefa tækifæri, þó svo mistakist. Ég sendi sendi þér úrklippu aö gamni til að þú getir áttað þig á um hvaö er talað með 2 dómara-kerfinu. Kristófer. ^VWVWSAA/WVWWVW IAkranes b. - Víkingur 2:3 \ Steinöldin | liðin hjá í | knattspyrnu? Víkingur heidur átram i aöal- keppni bikarkeppni KSÍ, en Vík- Ingar unnu Akranes-b, svokall- að „steinaldarlið“ með 3:2 á laug ardaginn. , í hálfleik hafði Víkingur 2:1 yfir, og bætti við 3:1, en síðasta orðið áttu liösmenn bessa vin- , sæla knattspvmuliös, sem gegnt > öllum lögmálum hefur unnið marga góöa sigra gegn ungum og „upprennandi" knattspyrnu- <■ mönnum þessa lands. Nu loks' var liöið stöðvaö, en sannarlega mátti ekki miklu muna að það kæmist í 4 liða úrslitin. i Þannig er afstaða dómaranna á vellinum. „Allt hægt sé áhuginn fyrir hendi../# ÍSLANDSMEISTARAR BYGGJA YF- IR SIG-ÆFÐU f MATMÁLSTÍMUM B ÓLI B. JÓNSSON þjálfari islandsmeistara Vals. „Ég er mjög ánægður meö sigurinn eins og gefur aö skilja“, sagði Óli B. Jónsson, þjálfari Vals viö fréttam. Vísis aö lokn- um leiknum i gær. Hann var að fara til kaffidrykkju meö stjóm og trúnaöarmannaráöi Vals aö Hlíðarenda. — „Við höfum líka ekki slegiö slöku við undanfarn- ar 3.vikur, æft á hverjum degi. Ég hef alltaf haft meiri áhuga f. .-nörgum stuttum æfingum en löngum og fáum“, segir Óli; „og eftir þessu störfum viö hjá Val.“ Já, Óli B. Jónsson má vera ánægður því þetta er 11 íslands bikarinn, sem hann vinnur að með knattspyrnuliði að fá, en í 21 sumar hefur hann þjálfaö knattspyrnumenn. Árangftrinn er því stórfurðulegur. Óli hefur verið ráðinn til aö þjálfa Val næsta ár og var reyndar gengið frá þvi strax í vor sem leið. — Hvernig er samstarfið við Valsmenn ? „Ég verð að segja að öðrum ólöstuðum, að hvergi hef ég kynnst eins góðu sambandi stjómar og félagsmanna og i Val. Þetta er gott andrúmsloft fyrir mig sem þjálfara og ég hef alltaf verið mjög ánægöur með það, hvað strákarnir hafa verið reiðubúnir að leggja þunga bagga á herðar sér til að geta stundaö æfingar". — ’ljsbyggingar ? „Já, það er nú einmitt lóðið. Fjórir okkar manna hafa staðiö í þeim, þeir Björn Júlíusson og Bergsteinn Magnússon hættu vegna þessa, en Sigurjón og Bergsveinn hættu ekki, — þeir æfa í matmálstímum og fara i Oyggir.garnar eftir æfingar. — Þetta kalla ég áhuga og góðan félagsanda". — Hvað um ísle'nzka knatt- spyrnu. Óli. hvers vegna er hún sífellt í öldudal ? „Séu menn hissa á því, þá , held ég að því sé til að svara, t að æfingaskilyrðin eru ekki hin | sömu og útlendingar hafa. Ég veit þaö t. d. fyrir víst, að Norð- i menn hafa tekið upp hálfatvinnu j r.iennsku og svo hafa langflestir j fyrir löngu gert. Menn ættu að f vita um alla þá erfiðleika, sem B að steðja, og kynnist þeir þeim, | þá verða þeir vart lengi undr- jj andi yfir erfiðleikunum i leikj- ; um við útlendinga, það er nánast j, stórfurðulegt, hvernig okkar lið , standa sig gegn þeim“. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.