Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 6
6 VI S IR . Manudagur 23. septemDer 1967. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáían vtsiiv Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innaniands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsudðja Vfsis — Edda h.f. "IJ11MIM.il, II W—————— Engu var leynt j\feðal þeirra ósanninda, sem blöð stjómarandstöð- unnar hafa hamrað mikið á upp á síðkastið, er, að ríkisstjórnin og frambjóðendur stjómarflokkanna hafi haldið því leyndu fyrir þjóðinni áður en kosið var, að verðfall og aflabrestur mundi hafa í för með sér erfiðleika. Þetta er furðuleg staðhæfing, þar sem það kom skýrt fram bæði í blöðum og ræðum fram- bjóðenda, að útlitið væri alvarlegt, auk þess sem allir vissu þá, að vetrarvertíðin hafði bmgðizt. Það var sannarlega ekki reynt að leyna neinu í þessu sam- bandi. í erindi því, sem dr. Jóhannes Nordal hélt á fundi Verzlunarráðs íslands laugardaginn 22. apríl og birt var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 27. apríl, sagði hann m. a.: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að síðan í haust hafa orðið mjög alvarlegar breytingar á þróun útflutningstekna, sem fyrst og fremst hafa stafað af lækkandi verði ýmissa helztu útflutningsafurða þjóð- arinnar, svo sem síldarafurða og freðfisks. Við þetta hafa svo bætzt tregari aflabrögð, einkum á þorsk- veiðum. Þótt allir spádómar í þessum efnum séu hæpnir, bendir því miður flest til þess, að hinum öra vexti útflutningstekna, sem einkennt hefur síðustu fimm ár, sé lokið, en framundan sé miklu hægari þróun og jafnvel nokkur samdráttur á þessu ári. Verði sú raunin á, hlýtur það að hafa í fönmeð sér mun hægari vöxt þjóðartekna og allt annað efna- hagsástand, heldur en ríkt hefur hér á landi undan- farin ár. Em merki þess reyndar þegar farin að koma í ljós, þar sem hægari tekjuöflun í útflutningsatvinnu- vegunum er farin að hafa áhrif á aðra þætti þjóðar- búskapsins og þar á meðal bæði á heildareftirspum og sparifjármyndun“. Þegar þetta var mælt, vissi að sjálfsögðu enginn, hvemig síldarvertíðin yrði, en þama var sagt afdrátt- arlaust, hvernig ástandið var þá. Hvemig átti svo ríkisstjómin og frambjóðendur stjórnarflokkanna að geta leynt þjóðina þessu? Hver maður sem nokkurt skynbragð ber á einföldustu atriði efnahagsmála, hlýtur að hafa séð og skilið til nokkurrar hlítar, hvaða afleiðingar þessi þróun mundi hafa fyrir þjóðarbú- skapinn. Það hefði því verið bamalegt, að fara að reyna að draga dul á svo augljósar staðreyndir. Og það lýsir ekki miklu áliti á vitsmunum íslenzkra kjós- enda, að halda því fram, að hægt hafi verið að blekkja þá með þessu móti, eftir þær upplýsingar, sem þeir höfðu á'ður fengið. Enda var öðru nær en slíkt væri reynt. Hitt er annað mál, að þjóðinni var sagt, að ef almennur skilningur og vilji væri fyrir hendi, væm likur til að landsmenn gætu leyst þessi efnahags- vandamál, einkum vegna þess, að þjóðin væri nú bet- ur undir það búin en nokkm sinni áður, að mæta slík- um erfiðleikum. Og þau rök eru enn í fullu gildi. ísraelskt landnám hafið á herteknu svæðunum ísraelsstjóm hefur tilkynnt, að fyrsti flokkur fsraelskra land- netna hafi verið fluttur til end- urreists þorps f sýrlenzka hluta tekna svæðisins vestan Jórdan, og að áformaður sé flutnlngur tU annars þorps á Hebron og hins þriöja á Jerikó-svæðinu i Jórdaníu. ísraelskt lið hefur barizt ann- an daginn í röð, að því er til- kynnt er 1 ísrael, við sýrlenzka hryðjuverkamenn, aö þessu sinni f helli. Ellefu menn voru handteknir, flestir særöir. Mao kynnir sér árangur menningarbyltingarinnar Kínverska fréttastofan tilkynn ir, að Mao tse Tung hafi ferð- azt þúsundir mflna um mörg fylki landsins og komiö f marg- ar borgir til þess að kynna sér árangur menningarbyltingarinn- ar og er þvi við bætt, að hann hafi reynzt meiri en dæmi séu til. Meðal borganna, sem hann heimsótti, er Wuhan f Hopei, þar sem uppreist hersveita var bæld niður, og Shanghai, sem um tíma var einangruð. U Thant I 2 sprengjur finnast i heim- sókn UThants á Expo 1967 ^ Bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingar fara fram í Noregi 25. september. ► Lewis hæstaréttardómari i Salisbury í Rhodesiu hefur ör- skurðað aö Rhodesía hafi æðsta vald til þess aö láta taka af Iífi fólk, sem dæmt hefir ver- ið til lífláts. Dómarinn hafnaði þeim rökum, að slíkt vald hvíldi ekki á stjómarskrárlegum grunni. Samtímis frestaði hann málinu, meöan náöunarbeiðni þriggja blökkumanna, sem dæmdir voru fyrir morð og hryðjuverk, væri til athugunar. Hann kvaö núverandi stjórn hafa fullt vald og sú staðreynd hefði grundvallarþýðingu rétt- arfari í landinu og framkvæmd þe s. Þegcir U Thant skoðaði heims- sýningima í Montreal í gær fund ust tvær heimatilbúnar sprengj- ur, önnur nálægt Afríkudeild- Vatnavextir em enn mlklir f Texas, og lætur nærri, aö flætt hafi yfir ys hluta rfkisins eöa Iandssvæöi, sem er álfka að flat- armáli og Stóra-Bretland. Yfir ein mllljón manna er án sam- gangna við umheimlnn. Úrkom- umar komu f kjölfar hvirfils- vindsins Beulah og uröu orsök vatnavaxtanna. Fréttaritarar, sem flogið hafa yflr flóðasvæð- ið, segja, að það muni taka heilt ár að koma öllu f venjulegt horf á flóðasvæöinu. Vatnið er víöa tveir metrar á dýpt. Frétt frá Corpus Christi herm- ir, að þyrlur og bátar hafi flutt matvælabirgðir til fólks, sem ein angrað er á flóðasvæðinu í Ríó Grandedalnum. Hætta er talin á farsóttum, þar sem holræsakerfi hafa stíflazt eða eyðilagzt. í Texas hafa menn ekki leng- ur tölu á fólki, sem flúið hefur flóðasvæðið f Mexfkó. Verkamenn fá vopn Útvarpiö í Kiangsi, Kína, til- kynnti f gær, að byltingarsinn- uðum verkamönnum í Nanchang hefði verið úthlutað vopnum. — Ákvörðunin var tekin af mið- stjórn kommúnistaflókksins þar eftir aö hún hafði rætt menn- ingarbyltinguna þar í fylkinu, sem er 1 Suð-austur-Kína. ADEN Brezka herliðið í hverfunum Sheihk Toman og Mansoura flutti burt þaöan í nótt. I þess- um hverfum hefur gætt megtr- ar andúöar gegn Bretum. Sam- bandsher Suður-Arabíu tók þarna við hálfum mánuði fyrr en áöur var ákveðið. inni — og var frestað heimsókn hans þangað af þeim sökum Hin fannst síöar í byggingunni á sýningarsvæðinu, þar sem U Thant var til húsa. Áformuðum flutningi 175.000 manns frá bæjunum Matamoros og Reynosa hefur verið frestað, en þó óttast menn enn aukna vatnavexti í þessum tveimur mexíkönsku bæjum og í Browns ville í Texas. Aftökur í Enugu Sambandshersveitir hafa her- tekið bæ 11—12 km. frá Enugu, höfuðborg Biafra eöa Austur- Nigeríu. 1 Biafra' voru 4 menn teknir af lífi í gær sakaðir um sam særi gegn stjórninni. Margir menn af Ibo-stofni, ef til vill í hundraða tali hafa verið drepnir síðan sambandsher inn tók borgina, en um 300 sem eftir eru i haldi í skólabyggingu og gætir lögregla þeirra. SCynþúttuóeirðir og fegurður- sumkeppni Vopnuð lögregla hefur sett upp vegatálmanir og hafið eftir- lit vopnaðs liðs, sem ræðuf yfit bifreiðum í hverfinu Maywood í bænum Aurora, sem er 72 km frá Chicago. Þar hafa veriö kvn þáttaóeiröir seinustu tvo daga Mikið hefrú verið um átök spellvirki, en ekki frétzt ar menn hafi verið drepnir, Ók'vr braust út í Auroru fyrir 5 döv um, en orsök óeirðanna i Ma< wood eru sögð vera, að í skc: fegurðarsamkeppni í bænum komst enginn hörundsdökku meyja í úrslit. Flætt hefir álíka land- svæði í Texas og allt Stóra Bretland /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.