Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 25.09.1967, Blaðsíða 10
w V1SIR , Mánudagur 25, september 1967. y Hjólin snúnzt — Framh. af bls. 7 innan um þetta líf, sem þar fer fram. Sá, sem getur ekið beinan þjóöveg eða beina götu án stór- áfalla, hann getur blátt áfram komizt í stórvandræði þar. Það er ekki svo mikið um það að við rekumst hver á annan, sem vinnum við höfnina, en það er ekki óalgengt að einhver komi aðvífandi, stöövi bílinn rétt fyr- ir aftan okkur án þess að gefa nein merki og þá'er oft voðinn vís. — Eru ekki þrengslin á at- hafnasvæðinu við höfnina orðin allt of mikil? — Jú, þau voru þag vissulega, svo erfitt er oft við að ráöa og framkvæma vinnu á hagkvæm- an hátt. — Finnst þér ekki að ungling- ar fái ökuréttindi of snemma? — Nei, ekki er ég á því. Ég álít hvem mann vera oröinn full færan að aka 17 ára, en mér finnst fræöslan, sem þeir menn veita sem eiga að gefa þessum mönnum próf, sé ófullnægjandi. Ekki þannig að prófin sem slík séu ekki nógu ströng, heldur hitt, að það þarf að gera fólk- inu ljósari grein fyrir þeim hætt um, sem þaö tekur á sig um leig og það fær sitt próf og jafnframt þá ábyrgð, sem því fylgir. — Ég er viö bílkeyrslu enn í dag og er þó á 74. aldursári, en ég held næstum, þótt þaö snerti mig, að menn eigi ekki að hafa ökuleysi lengur en til sjötugs. — Þá er það eitt enn, sem mig langar til að vita um. Þú ert einn af stofnendum vörubifreiða stöðvarinnar „Þróttar"? — Já, ég er einn af þeim. — Hvers vegna stofnuðið þið Þrótt? — Við stofnuðum Þrótt vegna þess, að stöðvarnar voru svo margar áður en þessi félagsskap ur var stofnaður, að um sífelld undirboð var að ræða og kappið um vinnuna fór út í öfgar, þann- ig ag hver bauð niður fyrir öðr- um, jafnvel þó af því yrði frem- ur tap en gróði. Eina ráöið til að gera hér lífvænlegan atvinnu rekstur var því sameining þess- ara sundurleitu afla. — /~kg hvemig er þá þessi at- vinnurekstur, ag þínum dómi í dag? — Mjög sæmilegur, ef menn- imir em færir um að halda ut- an að sínum hagsmunum. En því veröur ekki neitað, að ennþá er samheldnin ekki nóg — og það gekk erfiðlega að ná sam- stöðu um stofnun Þróttar. — Hvað olli þvf? — Einstaklingshyggjan var of sterk f mönnum. \ - — Ég er einstaklingshyggju- maður. — Það er ég líka ag settu marki. Hins vegar er ég þeirrar skoöunar, að samhjálp manna sé til góðs. — Já, þar er ég þér sammála svo langt sem það nær. En ég er þvf mótfallinn að leggi ég saman nætur og daga til að sjá mér og mínum farborða, þá skiptist aröur þeirrar iðju milli auðnuleysingja, sem engu nenna og braskara, sem svfkja skatt? — Þetta viðurkenni ég, annað væri jafnaðannennska. Ég óska ekki eftir að skapa múgsál í ís- lenzku þjóöfélagi. —. Hefur félagsskapur ykkar ekki gengið vel? — Jú, þaö held ég megi telja, ég hef Iengst af veriö í stjóm þar og álít að hann hafi vaxiö að vextL og félagslegum- þroska með árunum. Og ég-álftítvímeela laust, aö félagiðhafiorðiö-stétt- inni til mikilla hagsbóta — og Nemendur í samkvæmisdönsum í Reykjavík sem voru s.l. skólaár og hafa hug á að halda áfram og komast þvf nú í framhaldsflokka, eru beðnir að hafa samband við skólann sem fyrst. SKÓLINN NOTAR ALÞJÓÐADANS- T KERFIÐ. VERÐIÐ YÐUR ÚTI UM HEIMILDARBÆKLING, SEM LIGGUR FRAMMI VIÐA 1 VERZLUNUM. Allar upplýsingar og innritun daglega í síma 14081 kl. 10—12 og 1—7 e.h. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Kópavogl: Félagsheimilinu. Hafnarflrði: Sjálfstæðishúsinu. Keflavík, Aöalveri. Upplýsingar og innritun í símum 1516 og 2391 kl. 2—6 e.h. þar eigi sér stað áframhaldandi þróun — pólitík í stéttarfélagi er að mínum dómi bölvaldur. — Þar er ég á sama máli. — Ekki það, aö allir séu sam- mála, heldur hitt, að menn standi saman um þau atriði, sem óumdeilanlega eru allra hagur. En síðan okkur tókst að sam- eina félagið í eitt afl, hefyr það verið ómetanlegur styrkur stétt- inni. Hins vegar teljum við þaö fyrst og fremst okkar hag að ganga ekki á vit annarra stétta. Við megum aldrei gera þær kröf ur, sem skaða aðra, þvl um leið sköðum við okkur sjálfa. Annars er vinna bifreiðastjóra nokkuð árstímabundin og þess vegna verða þeir að hafa sæmi- legar tekjur vissa hluta ársins til þess að afkoman veröi góð. En ég er alltaf fús aö viður- kenna það sem vel er gert. Áð- ur höfðu einstöku menn því nær stöðuga vinnu hjá borginni, en nú hefur þessu verið breytt öll- um almenningi í stéttinni til hagsbóta. — Þetta er lokuð stétt, hún er lokuð með lögum frá Alþingi. Við verðum að senda í akstur hvert ár meðlimafjölda sem viö höfum og sem vjð óskum eftir — og borgarráð verður að sam- þykkja tölurnar hvert ár. Þessi ráðstöfun er okkur hagkvæm. — XTvort heldur þú að þú hefð- ir nú kosið fremur, ef þú hefðir átt þeirrk tveggja 'kosta völ, ag vera sjómaður eða fara I land og aka bíl? — Ég heföi nú frekar kosið sjóinn. — Bílaakstur gerir mann um of einhæfan. Annars er mín reynsla sú, að þetta gamla spak- mæli: „Eins og þú kemur fram við aöra, munu aðrir koma fram við þig“ séu lffssannindi á rök- um reist — gagnkvæmt viðmót. Og það er rétt að gera öllum viðskiptavinum ljóst, að bifreiða stjórinn ber ábyrgg á flutningn- um, eftir að hann hefur tekið á móti honum á bílinn. — Þegar þú, bráöum hálfátt- ræður , lítur til baka. — Veitiö þið betri þjónustu en þegar þið byrjuðuð? Fáið þið betqi þjóft- ustu gagnvart ykkar farartækj- um? — Ég veit ekki hvort þaö er svo auðvelt ag skýra frá þessu, breytingin er svo öir á öllum svið um, en þó tel ég báða aðila mun betqr setta og þó margt sé dýrt í bíla í dag, þá er betra að halda þeim úti áfallalítið en þegar ég byrjaði minn starfsferil. — Þú hefur nú sagt mér margt fróðlegt, sem ég ekki áð- ur vissi, en þegar ég hugleiði þessi mál, þá mundi ég fremur kjósa að sá, sem mér væri að einhverju leyti viðkomandi yrði sjómaður en bifreiðastjóri hér við Reykjavíkurhöfn — enda hef ég þín orð fyrir þvl að þú hefð- ir heldur kosið sjómennskuna. ■— Já, og ég vil Ijúka þessu spjalli með því ag segja, að i bifvélavirkjun þurfum við betn og fullkomnari þjónustu, enda þótt þar sé úrvalsmenn að finna Svo þarf betra skipulag, — þaé er fjarstæðukennt, dýrt og ó hagkvæmt að senda t. d. bll til Keflavíkur með fullt hlass og láta hann svo fara tóman tii baka. — Auðvitað á að hag« þessum málum þannig, að allit bílar hafi farm fram og til baka. hvert- svo sem þeir fara, það er öllum hagkvæmt. — 1 Noregi og öllum nærliggjandi löndum gildir það skipulag, sem ég tel að hér eigi einnig að komast á Og þetta er þróunin sem verður Við notum ekki bílinn nema við höfum á hann farm báðar leiðir — Ég þakka þér fyrir, Ás- grímur. Ég hef orðið margs vís- ari og svo mun um fleiri. DAiNSSKÖLI SKOLINN ER AÐ TAKA TIL STARFA Kenndir verða meðal annars: Bamadansar — Samkvæmisdansar — Keppnisdansar — Formation-dansar — Gömlu dansamir — Stepp. / Sérstök tveggja mánaða táninganámskeið: Jive — Watusi — Go-Go — Special. Aldurslágmark I bamadönsum tveggja ára. Reykjavik, verður kennt á tveimur stöðum: Skipholti 70 og Laugalæk (fyrir Laugames, Kleppsholt og Voga). i J I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.