Dagur - 23.03.1999, Side 4

Dagur - 23.03.1999, Side 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 FRÉTTIR L 1>^MT Ofbeldi áberandi Nokluið var iim of- beldisverk í Reykjavík samkvæmt dagbók lögreglu um helgina. Ráðist var á mann í Bankastræti nokkru eftir miðnætti á föstu- dagskvöld. Tveir af þremur árás- armönnum voru handteknir og þolanda ekið á slysadeild til að- hlynningar. Leigubílstjóri lenti í átökum við farþega sinn eftir að hann hafði hótað bílstjóranum lífláti. Farþeg- inn fékk gistingu í fangageymslu. Um miðja nóttina var tilkynnt um innbrot í íbúð við Laugaveg. Þar var stolið sjónvarpi og tölvu- búnaði. Þá var ráðist á konu við Vita- torg og hún barin. Konan var mikið marin í andliti og var hún flutt á slysadeild. Þrjú vitni voru að atburðinum. Maður féll niður nokkrar tröpp- ur við Lækjargötu eftir ryskingar á stigapalli. Maðurinn hlaut skurð á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Innbrot í austurborginni Um morguninn var tilkynnt um að farið hafði verið inn í vinnu- skúr í austurborginni og stolið Næturlíf. nokkru af verkfærum. Eftir hádegið var tilkynnt um innbrot í bílskúr á Seltjarnarnesi en þar var stolið talsverðu af verk- færum. Barist í brúðkaupi Þá var óskað aðstoðar lögreglu í brúðkaupsveislu í Mosfellsbæ á laugardagskvöld. Þar hafði maður lent í átökum við bróður sinn og var talinn nefbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild en síðan vistaður í fangageymslu. Um morguninn var ekið á gang- andi mann á Kúrlandi. Meiðsli mannsins eru talin minniháttar. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Vesturbænum og úr henni stolið seðlaveski með tals- verðu af peningum. Það verður að telja að einhver annar staður hefði verið heppilegri geymslu- staður fyrir peningana. Ekið á dreng Um hádegið á sunnudag var ekið á fimm ára dreng í Goðheimum og stungið af. Drengurinn var tal- inn lærbrotinn og með kúlu á höfði. Það hlýtur að teljast sér- staklega lítilmótleg hegðun að geta hlaupist á brott án þess að sinna slösuðu barni. Síðdegis var tilkynnt um eld í íbúð við Njálsgötu. Þar hafði kviknað í út frá kerti. Overulegar skemmdir urðu á íbúðinni. Slys í Bláfjöllum Um kl. 18 á sunnudag var til- kynnt um slys á skíðasvæðinu í BláQöIIum. 10 ára stúlka tókst á Ioft með togdiski og féll til jarðar. Ekki er vitað um meiðsli stúlkunnar. Slysið er talið stafa af því að piltur sem var næst á und- an stúlkunni í lyftunni hafi verið að leika sér eins og hann væri í svigi í Iyftubrautinni með þeim afleiðingum að vírinn hafi farið út af stýrihjólinu. Um kl. 05 aðfaranótt mánu- dags var tilkynnt um að ekið hafi verið á bensínsjálfsala við Ægis- síðu og sjálfsalinn tekinn. Skömmu síðar voru tveir piltar handteknir en þeir eru grunaðir um verknaðinn. Loftárásir yfirvofandi JÚGOSLAVIA - Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, fór í gær til Júgóslavíu til að gera úrslitatilraun til að fá Serba til þess að fallast á friðarsamkomulag, sem Kosovo-Albanir undirrituðu í síð- ustu viku. Litlar vonir voru bundnar við að hann næði árangri. NATO hefur ítrekað hótað loftárásum á Serba og í gær hafði Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, fengið fullt umboð til þess að hefja árásir án þess að bera það undir aðildarríkin. Þetta umboð gild- ir þó aðeins um fyrstu árásarhrinuna, að henni lokinni þarf að bera frekari árásir undir aðildarríki NATO. Lipponen ætlar að mynda nýjja stióm FINNLAND - Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, verður væntanlega áfram við völd þrátt fyrir kosningaósigur Jafnaðarmanna- flokksins um helgina. Jafnaðarmannaflokkur Lipponens verður áfram stærsti flokkurinn á finnska þjóðþinginu með 51 þingsæti þrátt fyrir að hafa tapað 12 þingsætum. Alls hlaut Jafnaðarmanna- flokkurinn 22,9% atkvæða, en sigurvegarar kosninganna voru Mið- flokkurinn með 22,4% og Hægriflokkurinn með 21%. Miðflokkurinn bætti við sig 4 þingsætum en Hægriflokkurinn 7. Kosningaþátttakan var sú minnsta frá stríðslokum, en aðeins um 65% kosningabærra Finna sáu ástæðu til að taka þátt. Benigni-æði á Ítalíu ÍTALÍA - Italir fögnuðu í gær ákaft Óskarsverðlaunahafanum Ro- berto Benigni, sem hlaut þrenn verðlaun fyrir mynd sína „Lífið er dá- samlegt" og þar með Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Óskarsverðlaunanna sem leikari í erlendri kvik- mynd hlýtur þessi verðlaun. Og 40 ár eru frá því ítalskur leikari hlaut síðast Óskarsverðlaun fyrir bestan leik, en það var Sophia Loren. mmm ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn í rúdum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • ÞRIR EKTA JEPPAR - EITT MEP - og JIMNY fékk guUverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! JIMNY VITARA GRAND VITARA Komdu og sestu inn Skoðaðu verð og gerðu samanburð TEGUND: Beinskiptur Sjálfskiptur VERÐ: 1.399.000 KR. 1.519.000 KR. TEGUND: JLX SE 3d JLX SE 5d DIESEL 5d VERÐ: 1.580.000 KR 1.830.000 KR 2.180.000 KR TEGUND: GR, VITARA 2,0 L GR.VITARA EXCLUSIVE 2,5 L V6 VERÐ: 2.179.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Graenukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: éílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og buvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. 1 m \ I e&SBammmL ..f 1 mSESmmmamSSr ^

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.