Dagur - 23.03.1999, Qupperneq 5

Dagur - 23.03.1999, Qupperneq 5
 ÞRIÐJUDA GUR 23. MARS 1999 - S FRÉTTIR Kom Svaiifríói í opna skjöldu Frá stjórnarfundi kjördæmaráða A-flokkanna í gær. Frá vinstri: Aðalheiður Alfreðsdóttir, Finnur Birgisson, Heimir Ingimarsson, Ásgeir Magnússon, Sigríður Stefánsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson. - mynd: brink Langlíklegast aö SvanfríðiLr Jónas- dóttir muni leiða lista SamfylMngar á Norðurlandi eystra. Sigbjöm segir fjár- málin ekki hafa orðið sér að falli. Ákvörðun Sigbjörns Gunnars- sonar, að hætta við þátttöku í al- þingiskosningunum íyrir Sam- fylkingu á Norðurlandi eystra, kom Svanfríði Jónasdóttur þing- manni í opna skjöldu að hennar sögn. Hún er nú talin langlíkleg- ust til að leiða listann þrátt fyrir að Sigbjörn hafi unnið prófkjör um miðjan febrúar og samkvæmt því reynst réttkjörinn forystu- maður listans. Svanfríður hafn- aði í 3. sæti prófkjörsins vegna hólfareglu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks en hlaut í reynd næstflest atkvæði í 1. sætið eða 10 færri en Sigbjörn. MiMl tíðindi „Að sjálfsögðu íhuga ég af fullri alvöru að þiggja 1. sætið ef vilji reynist til þess. Þetta eru hins vegar mikil tíðindi sem komu mér í opna skjöldu þegar ég frétti af þessu fyrst í fjölmiðlum. Eg þarf að fá ráðrúm til að átta mig á framhaldinu og heyra í mínu fólki hér fyrir norðan en auðvit- að geri ég mér grein fyrir að við höfum ekki ótakmarkaðan tíma til að ganga frá framboðsmálun- um, þannig að ég mun ekki hugsa málið lengur en nauðsyn- legt er,“ segir Svanfríður. Hún segist vonast til að sátt náist um framhaldið innan Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra. Vilja Svanfríði I gær héldu kjördæmaráðin fund á Akureyri þar sem ákveðið var að kjósa uppstillingarnefnd sem myndi taka ákvörðun um hver leiddi listann. Niðurstaða þess fundar var að leita til Svanfríðar enda virðist full eining um það bæði hjá Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalagi. Orlygur Hnefill Jóns- son mun skipa annað sæti listans fyrir Alþýðubandalagið, eins og áður en Sigbjörn tók ákvörðun sína. Snerist ekki iiin fjármál Hugtakið Samfylking virðist ekki eiga allt of vel við þegar þróun aflsins á Norðurlandi eystra er skoðuð. Þannig klofnaði Alþýðu- bandalagið þegar Steingrímur J. Sigfússon stofnaði ásamt nokkrum félögum sínum VG- framboðið. Kvennalistinn stend- ur formlega utan Samfylkingar- innar og róstur innan Alþýðu- flokksins enda nú með því að Sigbjörn dregur sig í hlé. Hann telur að markvissum rógburði hafi verið beitt gegn sér meðal „samherja“ og telur eigin fjár- málastöðu ekki hafa vegið þyngst í þessu máli öllu. Þannig segir Sigbjörn að þegar stjórnir kjör- dæmaráðanna hafi kallað hvern frambjóðanda á sinn fund, að af- loknu prófkjörinu, hafi hann greint frá fjárhagserfiðleikum sínum þar sem þungar ábyrgðir hefðu fallið á hann. Enginn hefði spurt frekar út í þau mál en honum verið gert ljóst að hann teldist ekki heppilegur frambjóð- andi. — BÞ Ný Strýta Iþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrarbæjar leggur til við bæjaryf- irvöld að 16 milljónum króna verði veitt á næstu fimm árum til fjögurra verkefna. Um ræðir styrk til siglingaklúbbsins Nökkva sem fær fé til að bæta aðstöðu sína við Höfnersbryggju. Þá fær Golf- klúbbur Akureyrar styrk til klæðningar vegarins á félags- svæðinu. Skotfélag Akureyrar fær styrk til uppbyggingar á sinni að- stöðu og í fjórða lagi verður gerð- ur samningur við Skíðaráð Akur- eyrar vegna byggingar nýrrar Strýtu. Það verk verður fjármagn- að með peningum frá vetrarí- þróttamiðstöðinni en alls nemur kostnaður við nýja Strýtu 26 milljónum. Golfklúbburinn, Nökkvi og Skotveiðifélagið fá 800.000 kr. á ári í fimm ár til sinna framkvæmda. Þórarinn B. Jónsson, formaður Iþrótta- og tómstundaráðs, segir brýnt að svara kalli þessara aðila. Sumir hafi beðið lengi eftir fram- kvæmdafé til úrbóta líkt og for- ráðamenn Nökkva sem hafi skrif- ast á við bæjaryfirvöld í 15 ár. - BÞ Ný fyrirtæki í fóstur Fnimkvöðlasetur og Impra hjá Iðntækni- stofnun. Hjóna- handsmiðlun fyrir- tækja. Fyrsta Frumkvöðlasetur hérlend- is hefur verið opnað innan Iðn- tæknistofnunar. Það er starfrækt af Impru á upplýsinga- og þjón- ustusviði. Þar er mögulegt að fóstra níu ný fyrirtæki sem byggja á sérstöðu og nýsköpun. Aðstoð við stofnun fyrirtækjanna og rekstur þeirra getur verið í allt að fimm ár. Séraðstaða Þetta kom fram á kynningar- fundi Iðntæknistofnunar þar sem kynnt var stefna stofnunar- innar, skipulagsbreytingar og nýtt skipurit. I Frumkvöðlasetr- inu hafa fyrirtækin sér skrifstofu og skrifstofubúnað, sameiginlegt vinnurými ásamt fundarher- bergi, setustofu, símaþjónustu og fleira. Þau greiða leigu fyrir aðstoðina sem fer stighækkandi ár frá ári auk þess sem þeim er gert að greiða fyrir hluta af þeirri þjónustu sem þau fá. Frum- kvöðlasetrið er byggt upp á sam- bærilegan hátt og álíka setur í Bandaríkjunum og Evrópu. Stefniunót fyrirtækja Impra er hinsvegar þjónustumið- stöð frumkvöðla og fyrirtækja hjá Iðntæknistofnun. Hlutverk hennar er m.a. að leiðbeina frumkvöðlum um mat á við- skiptahugmyndum, leiðbeina um stofnun, uppbyggingu og rekstur fyrirtækja og vera hlekkur í sam- skiptum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Impra starfrækir einnig alþjóðamiðstöð þar sem veitt er aðstoð og þjónusta við tækniyfirfærslu milli íslenskra og erlendra fyrirtækja og Kynning- armiðstöð Evrópurannsókna. Al- þjóðamiðstöðin tekur ennfremur þátt í stefnumótun fyrirtækja, sem er eins konar hjóna- bandsmiðlun fyrirtækja í Evr- Ópu. - GRH SARK krefst jafnræðis Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) vilja að fólk utan trúfélaga og fólk í óskráðum trú- félögum verði ekki gert að greiða gjöld hliðstæð sóknargjöldum, án þess að þurfa eða vilja þá [rjónustu sem ríkiskirkjan veitir. Á aðalfundi samtakanna á dög- unum var harðlega gagnrýnt hversu erfiðlega gangi fyrir óskráð trúfélög að öðlast %dður- kenningu og því mótmælt að umsóknir um slíkt séu sendar guðfræðideild Háskólans til um- sagnar. I ályktun aðalfundar SARK segir meðal annars: „Fundurinn telur að ranglæti ríkistrúar bitni mest á þeim sem eru utan trúfé- laga og einnig þeim sem eru í óskráðum trúfélögum. Þeir greiða gjöld hliðstæð sóknar- gjöldum án þess að þurfa eða vilja þá þjónustu sem ríkiskirkjan veitir. Þetta fólk var rúmlega 10 þúsund 1. desember 1998 og því fer ört fjölgandi. Það ræður engu um hvernig gjöldum þess er var- ið. Krafan um jafnræði þessa fólks til jafns við aðra landsmenn um að ráða hvert gjöld þeirra renna er krefjandi mannrétt- indamál." — FÞG Óskað umsagnar vegna Akureyrítrvallar Undirnefnd á vegum skipulagsnefndar Akureyrarbæjar óskaði nýver- ið eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, legði fram áætlun um framtíð Akureyrarvallar auk uppbyggingar og endurnýjunar iþróttamannvirkja f samráði við formenn og framkvæmdastjóra íþróttafélaganna KA, Þórs og UFA. Auk þess fylgist íþróttabandalag Akureyrar með framvindu mála. Eiríkur Björn Björgvinsson segir að fyrstu drög að skýrslunni muni væntanlega liggja fyrir næsta föstudag, 26. mars, en skýrslunni verði skilað strax eftir páska. Áætlunin verður send til undirnefndarinnar auk íþrótta- og tómstundaráðs, en fundur þess verður ekki fyrr en 13. apríl. Fyrr verður innihald skýrslunnar ekki gert opinbert. — GG Djöflaeyjan í New York Kvikmyndin Djöflaeyjan í Ieikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frumsýnd nýlega í Angelica kvik- myndahúsinu í New York og hefur fengið jákvæða dóma. Myndin er í almennri dreifingu og verður á næstunni sýnd í öllum stærstu borgum Bandaríkj- anna. Mörg skíðaslys Tveir slösuðust á skíðum í Bláljöllum um helgina þar af hryggbrotn- aði kona eftir samstuð við skíðamann. Mörg alvarleg slys hafa orðið að undanförnu ekki síst hjá iðkendum skíðabretta. Þar af hafa nokkr- ir slasast alvarlega að undanförnu skv. frétt Ríkisútvarpsins. Harpa styrkir áfram Harpa nf. auglýsir eftir umsóknum um styrki í formi málningar til verkefna á vegum líknarfélaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menn- ingarsamtaka og annarra er vilja fegra umhverfi sitt. Þetta er í annað skipti sem Harpa ákveður að úthluta til ýmissa verkefna. I fyrra fengu 13 aðilar alls 2500 lítra af málningu að verðmæti einnar milljónar króna. Friðrik Þór Friðriksson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.